NBA dagsins: Curry óður í apríl, Brooklyn vann stórleikinn og Boston hangir á brúninni Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 15:01 Steve Kerr og Stephen Curry léttir í bragði eftir sigurinn í San Francisco í gærkvöld. AP/Tony Avelar Stephen Curry greip frákast á ögurstundu og hélt áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Brooklyn Nets unnu stórleikinn við Phoenix Suns en Boston Celtics tapaði leik í harðri baráttu um öruggt sæti í úrslitakeppninni. Þetta og meira til í NBA dagsins hér á Vísi. Curry hélt áfram að fara á kostum þegar hann setti niður 37 stig í 117-113 sigri Golden State Warriors á Sacramento Kings. Sacramento fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokin en það tókst ekki og Curry hirti bráðnauðsynlegt varnarfrákast. Curry hefur nú skorað 85 þriggja stiga körfur í apríl og það er met í einum mánuði í NBA-deildinni. Hann setti niður sjö þrista í gær en tilþrif hans og fleira til má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 26. apríl Golden State er í 10. sæti vesturdeildar og á leið í umspil í næsta mánuði um sæti í úrslitakeppninni, eins og sakir standa. Þar spila liðin í 7.-10. sæti um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni. Boston Celtics eru í harðri baráttu um að forðast að fara í þetta umspil í austurdeildinni og hanga bókstaflega á brúninni. Þeir eru nú jafnir Miami Heat í 6.-7. sæti, með 32 sigra og 29 töp. Boston tapaði 125-104 fyrir Charlotte Hornets í gær og er Charlotte nú með 30 sigra og 30 töp í 8. sætinu. Brooklyn Nets unnu svo 128-119 sigur gegn Phoenix Suns í uppgjöri toppliðs austurdeildarinnar og liðsins í 2. sæti vesturdeildar. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli og þeir Kyrie Irving skoruðu samtals 67 af stigum Brooklyn. Svipmyndir úr leikjunum og bestu tilþrif næturinnar má sjá í NBA dagsins hér að ofan. NBA Tengdar fréttir Durant sneri aftur með stæl og Brooklyn á toppnum Eftir að hafa misst af þremur leikjum vegna meiðsla sneri Kevin Durant aftur með Brooklyn Nets í gærkvöld og skoraði 33 stig í 128-119 sigri gegn Phoenix Suns. 26. apríl 2021 07:31 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
Curry hélt áfram að fara á kostum þegar hann setti niður 37 stig í 117-113 sigri Golden State Warriors á Sacramento Kings. Sacramento fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokin en það tókst ekki og Curry hirti bráðnauðsynlegt varnarfrákast. Curry hefur nú skorað 85 þriggja stiga körfur í apríl og það er met í einum mánuði í NBA-deildinni. Hann setti niður sjö þrista í gær en tilþrif hans og fleira til má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 26. apríl Golden State er í 10. sæti vesturdeildar og á leið í umspil í næsta mánuði um sæti í úrslitakeppninni, eins og sakir standa. Þar spila liðin í 7.-10. sæti um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni. Boston Celtics eru í harðri baráttu um að forðast að fara í þetta umspil í austurdeildinni og hanga bókstaflega á brúninni. Þeir eru nú jafnir Miami Heat í 6.-7. sæti, með 32 sigra og 29 töp. Boston tapaði 125-104 fyrir Charlotte Hornets í gær og er Charlotte nú með 30 sigra og 30 töp í 8. sætinu. Brooklyn Nets unnu svo 128-119 sigur gegn Phoenix Suns í uppgjöri toppliðs austurdeildarinnar og liðsins í 2. sæti vesturdeildar. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli og þeir Kyrie Irving skoruðu samtals 67 af stigum Brooklyn. Svipmyndir úr leikjunum og bestu tilþrif næturinnar má sjá í NBA dagsins hér að ofan.
NBA Tengdar fréttir Durant sneri aftur með stæl og Brooklyn á toppnum Eftir að hafa misst af þremur leikjum vegna meiðsla sneri Kevin Durant aftur með Brooklyn Nets í gærkvöld og skoraði 33 stig í 128-119 sigri gegn Phoenix Suns. 26. apríl 2021 07:31 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
Durant sneri aftur með stæl og Brooklyn á toppnum Eftir að hafa misst af þremur leikjum vegna meiðsla sneri Kevin Durant aftur með Brooklyn Nets í gærkvöld og skoraði 33 stig í 128-119 sigri gegn Phoenix Suns. 26. apríl 2021 07:31