Dyrnar eru opnar upp á gátt Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:30 Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér. Að allir þurfi stúdentspróf til að dyrnar haldist opnar. Þessi umræða hefur stundum verið frekar neikvæð og snúist um hvað sé ekki verið að gera í stað þess að fjallað sé um það sem verið er að gera og um það sem horfir til betri vegar. Með svokölluðu fagháskólaverkefni sem unnið hefur verið að við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur ýmislegt áunnist, meðal annars að opna frekar aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og að meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu. Fagháskólaverkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er helsta markmiðið með því að bæta flæði milli iðnnáms og háskólanáms og að gera iðn- og tæknimenntun að áhugaverðari og samkeppnishæfari kosti fyrir nemendur. Skilaboð HR eru skýr þ.e. að iðn- og tækninám sé jafnsett öðru bóknámi við háskólann. Því var talið mikilvægt að stofna nýja deild sem byði eingöngu upp á nám á fagháskólastigi. Í mars 2019 var iðn- og tæknifræðideild HR stofnuð en við deildina er kennd iðnfræði, byggingafræði og tæknifræði auk styttra diplómanáms í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og í rekstrarfræði. Stofnun deildarinnar varð til þess að iðn- og tækninám varð sýnilegra og hefur umsóknum um nám við deildina fjölgað um 130% frá stofnun hennar. Ávinningur í hverju skrefi Eins og áður segir hefur viðhorf til iðnnáms oft verið þannig að búið sé að marka ákveðna braut, þ.e. að þau sem velji sér að fara í iðnnám séu búin að loka þessum margumtöluðu dyrum að baki sér. Svo er þó alls ekki. Við í iðn- og tæknifræðideild viljum leggja áherslu á að með því að velja iðnnám sé hægt að halda áfram ákveðna heildstæða námsleið þar sem ávinningur fæst í hverju skrefi. Nemendur sem fara þessa leið eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í atvinnulífinu að loknu hverju skrefi. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir þurfi að mennta sig meira heldur að leiðin að frekara námi sé alltaf opin ef áhugi er fyrir því að sækja sér meiri menntun. Ein leið sem hefur verið farin við iðn- og tæknifræðideild HR til að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi er að bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. Stöðuprófin eru fyrir þau sem hyggja á nám í tæknifræði en uppfylla ekki inntökuskilyrði í stærðfræði og/eða eðlisfræði. Þannig verður nám í iðn- og tæknifræðideild opið fyrir fleirum og nemendur betur undirbúnir þegar þeir hefja nám í tæknifræði. Prófin voru haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og hófu fimm nemendur nám í tæknifræði síðastliðið haust sem nýttu sér þessa leið en þau hefðu annars ekki haft tækifæri til að komast inn í námið. Nám, þekking og reynsla metin Tíminn er dýrmæt auðlind og því skiptir miklu máli að tryggt sé að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja námskeið á háskólastigi sem eru sambærileg við námskeið sem þeir hafa þegar lokið í iðnnámi – minni tíma er þannig sóað. Áhersla hefur verið lögð á þetta í fagháskólaverkefninu og hefur mikil vinna verið lögð í að rýna, endurskoða og samhæfa námsbrautir sem þegar eru til staðar. Verkefnið hefur verið unnið náið með Tækniskólanum, Rafmennt og IÐUNNI og er markmiðið að mynda samfellu í námi. Einnig hefur verið unnið að því að meta starfsreynslu og þekkingu í ríkari mæli en áður hefur verið gert. Þetta verður vonandi til þess að flæði iðnmenntaðra inn í háskólann verði meira og að fleiri einstaklingar með iðnmenntun sjái sér hag í að útskrifast úr háskóla en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki með slíka menntun. Það er mikilvægt að fram komi að ekki er verið að slá af kröfum með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, hvort sem verið er að tala um gæði námsins eða kröfur sem gerðar eru til nemenda. Einnig er mikilvægt að umræða um iðn- og tækninám verði jákvæðari hér á landi og að vitneskja um að verið sé að auka aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu verði almennari. Það leiðir vonandi til þess fleiri ákveði að fara í iðn- og tækninám og að þau viti að dyrnar að frekara námi eftir það, ef áhugi er fyrir hendi, eru opnar upp á gátt. Höfundur er verkefnastjóri við iðn- og tæknifræðideild HR og stýrir fagháskólaverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Háskólar Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér. Að allir þurfi stúdentspróf til að dyrnar haldist opnar. Þessi umræða hefur stundum verið frekar neikvæð og snúist um hvað sé ekki verið að gera í stað þess að fjallað sé um það sem verið er að gera og um það sem horfir til betri vegar. Með svokölluðu fagháskólaverkefni sem unnið hefur verið að við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur ýmislegt áunnist, meðal annars að opna frekar aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og að meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu. Fagháskólaverkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er helsta markmiðið með því að bæta flæði milli iðnnáms og háskólanáms og að gera iðn- og tæknimenntun að áhugaverðari og samkeppnishæfari kosti fyrir nemendur. Skilaboð HR eru skýr þ.e. að iðn- og tækninám sé jafnsett öðru bóknámi við háskólann. Því var talið mikilvægt að stofna nýja deild sem byði eingöngu upp á nám á fagháskólastigi. Í mars 2019 var iðn- og tæknifræðideild HR stofnuð en við deildina er kennd iðnfræði, byggingafræði og tæknifræði auk styttra diplómanáms í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og í rekstrarfræði. Stofnun deildarinnar varð til þess að iðn- og tækninám varð sýnilegra og hefur umsóknum um nám við deildina fjölgað um 130% frá stofnun hennar. Ávinningur í hverju skrefi Eins og áður segir hefur viðhorf til iðnnáms oft verið þannig að búið sé að marka ákveðna braut, þ.e. að þau sem velji sér að fara í iðnnám séu búin að loka þessum margumtöluðu dyrum að baki sér. Svo er þó alls ekki. Við í iðn- og tæknifræðideild viljum leggja áherslu á að með því að velja iðnnám sé hægt að halda áfram ákveðna heildstæða námsleið þar sem ávinningur fæst í hverju skrefi. Nemendur sem fara þessa leið eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í atvinnulífinu að loknu hverju skrefi. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir þurfi að mennta sig meira heldur að leiðin að frekara námi sé alltaf opin ef áhugi er fyrir því að sækja sér meiri menntun. Ein leið sem hefur verið farin við iðn- og tæknifræðideild HR til að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi er að bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. Stöðuprófin eru fyrir þau sem hyggja á nám í tæknifræði en uppfylla ekki inntökuskilyrði í stærðfræði og/eða eðlisfræði. Þannig verður nám í iðn- og tæknifræðideild opið fyrir fleirum og nemendur betur undirbúnir þegar þeir hefja nám í tæknifræði. Prófin voru haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og hófu fimm nemendur nám í tæknifræði síðastliðið haust sem nýttu sér þessa leið en þau hefðu annars ekki haft tækifæri til að komast inn í námið. Nám, þekking og reynsla metin Tíminn er dýrmæt auðlind og því skiptir miklu máli að tryggt sé að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja námskeið á háskólastigi sem eru sambærileg við námskeið sem þeir hafa þegar lokið í iðnnámi – minni tíma er þannig sóað. Áhersla hefur verið lögð á þetta í fagháskólaverkefninu og hefur mikil vinna verið lögð í að rýna, endurskoða og samhæfa námsbrautir sem þegar eru til staðar. Verkefnið hefur verið unnið náið með Tækniskólanum, Rafmennt og IÐUNNI og er markmiðið að mynda samfellu í námi. Einnig hefur verið unnið að því að meta starfsreynslu og þekkingu í ríkari mæli en áður hefur verið gert. Þetta verður vonandi til þess að flæði iðnmenntaðra inn í háskólann verði meira og að fleiri einstaklingar með iðnmenntun sjái sér hag í að útskrifast úr háskóla en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki með slíka menntun. Það er mikilvægt að fram komi að ekki er verið að slá af kröfum með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, hvort sem verið er að tala um gæði námsins eða kröfur sem gerðar eru til nemenda. Einnig er mikilvægt að umræða um iðn- og tækninám verði jákvæðari hér á landi og að vitneskja um að verið sé að auka aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu verði almennari. Það leiðir vonandi til þess fleiri ákveði að fara í iðn- og tækninám og að þau viti að dyrnar að frekara námi eftir það, ef áhugi er fyrir hendi, eru opnar upp á gátt. Höfundur er verkefnastjóri við iðn- og tæknifræðideild HR og stýrir fagháskólaverkefninu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun