Konur eiga betra skilið Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 28. apríl 2021 12:31 Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir ákvörðuninni um að breyta ferlinu hefur því miður ekki verið skýrð nægilega vel fyrir konum. Og þó að yfirlýst markmið með breyttu fyrirkomulagi sé að færa skimunarfyrirkomulagið nær því sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti 2019, þá hefur framkvæmdin því miður verið klúðursleg, óljós og umfram allt illa kynnt fyrir konum. Það hefur valdið konum og aðstandendum þeirra óöryggi og vantrausti þeirra á kerfið sem á að þjóna konum og þeirra heilbrigði. Nú er svo komið að fimm stofnanir innan heilbrigðiskerfisins bera ábyrgð á breyttu skipulagi og framkvæmd skimana hjá konum fyrir krabbameini. Þetta klúður hefur reynst afdrifaríkt og nú er svo komið að aðgerðahópur rúmlega 14 þúsund kvenna og aðstandenda þeirra, sem hóf undirskriftasöfnun fyrir rúmum tveimur mánuðum, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að konur, sem fóru í skimun í nóvember á síðasta ári, séu ekki enn búnar að fá niðurstöður í sínum rannsóknum á þessu ári. Aðrar konur hafa nú jafnvel fengið þá niðurstöðu að þurfa í frekari rannsóknir eftir nærri 6 mánaða ferli i óvissu og ótta og allt að 4 vikna bið að komast í þær rannsóknir. Slík framkvæmd getur ekki verið boðleg, hvorki konum og aðstandendum þeirra, né læknum þeirra nú í sumarbyrjun 2021. Það er greinilegt að ferli greininga og miðlun niðurstaða úr skimun fyrir leghálskrabbameini er í einhverjum ólestri og skipuleg upplýsingagjöf til kvenna um þeirra stöðu er ónóg þegar margir mánuðir hafa liðið án þess að leghálsskimanir og ferlarnir við þær hafa verið skýrðir almennilega út fyrir konum, hvað þá fyrir fagaðilum. Eykur á ótta kvenna og vantrú á heilbrigðiskerfi Ákvörðun að tillögu Skimunarráðs um að samhæfa skimunarferli hér á landi í átt að alþjóðlegum stöðlum og vinnubrögðum er góðra gjalda verð, en ef einhver þáttur vinnulagsins sem við höfum nú þegar er að virka, af hverju að rekja það upp ? Ef tilgangurinn var sá að færa skipulagið nær alþjóðlegum stöðlum, hvers vegna var ekki búið að samræma og skipuleggja ferlana til að skimunin og miðlun niðurstaðanna úr þeim gengi hratt og skipulega fyrir sig þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur ? Og hvers vegna var ákveðið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu leghálssýna sem tekin eru hér á landi þegar hægt var að framkvæma þær rannsóknir hér á landi sem samkvæmt sérfræðingum hefði þýtt hraðara og markvissara ferli ? Ef um var að ræða að kostnaður við rannsóknirnar sé lægri í Danmörku en á Íslandi, líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur haldið fram, þá hafa engin skýr gögn um það verið lögð fram um þann lægri kostnað. Konur eiga ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöður í sínar persónlegu legháls-eða brjóstaskimanir. Það býr til óvissu, hræðslu og vantraust kvenna á heilbrigðiskerfið sem á að vera sterkt og öflugt fyrir þær. Núverandi staða í þessu risastóra kvennaheilbrigðismáli er óviðundandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem konur og aðstandendur þeirra eiga skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir ákvörðuninni um að breyta ferlinu hefur því miður ekki verið skýrð nægilega vel fyrir konum. Og þó að yfirlýst markmið með breyttu fyrirkomulagi sé að færa skimunarfyrirkomulagið nær því sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti 2019, þá hefur framkvæmdin því miður verið klúðursleg, óljós og umfram allt illa kynnt fyrir konum. Það hefur valdið konum og aðstandendum þeirra óöryggi og vantrausti þeirra á kerfið sem á að þjóna konum og þeirra heilbrigði. Nú er svo komið að fimm stofnanir innan heilbrigðiskerfisins bera ábyrgð á breyttu skipulagi og framkvæmd skimana hjá konum fyrir krabbameini. Þetta klúður hefur reynst afdrifaríkt og nú er svo komið að aðgerðahópur rúmlega 14 þúsund kvenna og aðstandenda þeirra, sem hóf undirskriftasöfnun fyrir rúmum tveimur mánuðum, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að konur, sem fóru í skimun í nóvember á síðasta ári, séu ekki enn búnar að fá niðurstöður í sínum rannsóknum á þessu ári. Aðrar konur hafa nú jafnvel fengið þá niðurstöðu að þurfa í frekari rannsóknir eftir nærri 6 mánaða ferli i óvissu og ótta og allt að 4 vikna bið að komast í þær rannsóknir. Slík framkvæmd getur ekki verið boðleg, hvorki konum og aðstandendum þeirra, né læknum þeirra nú í sumarbyrjun 2021. Það er greinilegt að ferli greininga og miðlun niðurstaða úr skimun fyrir leghálskrabbameini er í einhverjum ólestri og skipuleg upplýsingagjöf til kvenna um þeirra stöðu er ónóg þegar margir mánuðir hafa liðið án þess að leghálsskimanir og ferlarnir við þær hafa verið skýrðir almennilega út fyrir konum, hvað þá fyrir fagaðilum. Eykur á ótta kvenna og vantrú á heilbrigðiskerfi Ákvörðun að tillögu Skimunarráðs um að samhæfa skimunarferli hér á landi í átt að alþjóðlegum stöðlum og vinnubrögðum er góðra gjalda verð, en ef einhver þáttur vinnulagsins sem við höfum nú þegar er að virka, af hverju að rekja það upp ? Ef tilgangurinn var sá að færa skipulagið nær alþjóðlegum stöðlum, hvers vegna var ekki búið að samræma og skipuleggja ferlana til að skimunin og miðlun niðurstaðanna úr þeim gengi hratt og skipulega fyrir sig þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur ? Og hvers vegna var ákveðið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu leghálssýna sem tekin eru hér á landi þegar hægt var að framkvæma þær rannsóknir hér á landi sem samkvæmt sérfræðingum hefði þýtt hraðara og markvissara ferli ? Ef um var að ræða að kostnaður við rannsóknirnar sé lægri í Danmörku en á Íslandi, líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur haldið fram, þá hafa engin skýr gögn um það verið lögð fram um þann lægri kostnað. Konur eiga ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöður í sínar persónlegu legháls-eða brjóstaskimanir. Það býr til óvissu, hræðslu og vantraust kvenna á heilbrigðiskerfið sem á að vera sterkt og öflugt fyrir þær. Núverandi staða í þessu risastóra kvennaheilbrigðismáli er óviðundandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem konur og aðstandendur þeirra eiga skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun