Gerðu lengsta samning í sögu Bundesligunnar Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 12:30 Philipp Max og Alfreð Finnbogason, leikmenn Augsburg. AFP/NENT Group Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur framlengt sýningarrétt sinn á þýsku Bundesligunni og verður sýnt frá þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á streymisveitunni Viaplay til ársins 2029. Samningur NENT Group nær til Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Póllands og felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils. Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. Sænska fjölmiðlasamsteypan mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Ofurdeildarumræðan hafi styrkt þýska boltann „Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, í tilkynningunni. „Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta,“ er haft eftir Hjörvari Hafliðasyni, yfirmanni íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi. Ásamt því að sýna frá leikjum í Bundersligunni mun Viaplay bjóða upp á leiklýsingar og umfjöllun um leikina á íslensku. Hrist upp í íslenskum fjölmiðlamarkaði Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári og kom eins og stormsveipur inn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Streymisveitan hefur síðustu ár sópað til sín íþróttasýningaréttum á hinum Norðurlöndunum og veitir nú íslenskum miðlum harða samkeppni. Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að NENT Group, móðurfélag Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Er það í fyrsta sinn sem rétturinn fer til erlendra aðila. Skiptar skoðanir eru um þróunina en Vísir fjallaði ítarlega um tilkomu Viaplay á íslenskan markað í febrúar. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf. Þýski boltinn Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35 Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Samningur NENT Group nær til Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Póllands og felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils. Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. Sænska fjölmiðlasamsteypan mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Ofurdeildarumræðan hafi styrkt þýska boltann „Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, í tilkynningunni. „Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta,“ er haft eftir Hjörvari Hafliðasyni, yfirmanni íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi. Ásamt því að sýna frá leikjum í Bundersligunni mun Viaplay bjóða upp á leiklýsingar og umfjöllun um leikina á íslensku. Hrist upp í íslenskum fjölmiðlamarkaði Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári og kom eins og stormsveipur inn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Streymisveitan hefur síðustu ár sópað til sín íþróttasýningaréttum á hinum Norðurlöndunum og veitir nú íslenskum miðlum harða samkeppni. Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að NENT Group, móðurfélag Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Er það í fyrsta sinn sem rétturinn fer til erlendra aðila. Skiptar skoðanir eru um þróunina en Vísir fjallaði ítarlega um tilkomu Viaplay á íslenskan markað í febrúar. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf.
Þýski boltinn Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35 Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53
Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12
Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35
Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13