Landamæravörður dæmdur fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2021 14:56 Dómur Hæstaréttar í málinu féll í dag. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur dæmdi í dag landamæravörð til greiðslu 100 þúsund króna sektar í ríkissjóð að hafa ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu, LÖKE, án þess að það tengdist starfi hennar. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Landsréttar frá í október. Konan skal greiða sektina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu en sæta ella fangelsi í átta daga. Þá skal hún greiða allan áfrýjunarkostnað, alls um 800 þúsund krónur. Konunni var gert það að sök að hafa á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum í LÖKE sem tengdust fyrrverandi unnusta hennar og annarri konu sem hún hafði átt í samskiptum við vegna lögreglumáls. Hún hafi skoðað upplýsingar um þau og lögreglumál þeim tengd án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hennar sem landamæravörður. Konan viðurkenndi að hafa flett upp einstaklingunum í kerfinu, en neitaði því hins vegar að með athæfinu hafa misnotað stöðu sína með þeim afleiðingum að hallaði á réttindi þeirra. Í dómi Hæstaréttar segir að konan hefði misnotað sér stöðu sína sem opinber starfsmaður og hallað réttindum þeirra sem upplýsingaöflunin hefði beinst að. Ásetningur hennar hefði staðið til þess að afla sér upplýsinga um tilgreinda einstaklinga og þannig misnota sér aðstöðu sína og skipti þá að öðru leyti engu hvort hún hefði um leið búið yfir ásetningi til þess að brjóta með þeirri háttsemi gagngert gegn réttindum einstakra manna samkvæmt 139. gr. almennra hegningarlaga. Konan var fyrst sakfelld fyrir málið í Héraðsdómi Reykjaness þann 30. nóvember 2017 eftir að hún játaði brotin. Málinu var áfrýjað og það endurupptekið í héraði og var hún sakfelld að nýju þann 31. janúar 2019. Dómur féll svo í Landsrétti í október og var málinu svo áfrýjað til Hæstaréttar sem felldi dóm sinn í dag. Lögreglan Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Landsréttar frá í október. Konan skal greiða sektina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu en sæta ella fangelsi í átta daga. Þá skal hún greiða allan áfrýjunarkostnað, alls um 800 þúsund krónur. Konunni var gert það að sök að hafa á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum í LÖKE sem tengdust fyrrverandi unnusta hennar og annarri konu sem hún hafði átt í samskiptum við vegna lögreglumáls. Hún hafi skoðað upplýsingar um þau og lögreglumál þeim tengd án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hennar sem landamæravörður. Konan viðurkenndi að hafa flett upp einstaklingunum í kerfinu, en neitaði því hins vegar að með athæfinu hafa misnotað stöðu sína með þeim afleiðingum að hallaði á réttindi þeirra. Í dómi Hæstaréttar segir að konan hefði misnotað sér stöðu sína sem opinber starfsmaður og hallað réttindum þeirra sem upplýsingaöflunin hefði beinst að. Ásetningur hennar hefði staðið til þess að afla sér upplýsinga um tilgreinda einstaklinga og þannig misnota sér aðstöðu sína og skipti þá að öðru leyti engu hvort hún hefði um leið búið yfir ásetningi til þess að brjóta með þeirri háttsemi gagngert gegn réttindum einstakra manna samkvæmt 139. gr. almennra hegningarlaga. Konan var fyrst sakfelld fyrir málið í Héraðsdómi Reykjaness þann 30. nóvember 2017 eftir að hún játaði brotin. Málinu var áfrýjað og það endurupptekið í héraði og var hún sakfelld að nýju þann 31. janúar 2019. Dómur féll svo í Landsrétti í október og var málinu svo áfrýjað til Hæstaréttar sem felldi dóm sinn í dag.
Lögreglan Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira