Gríska undrið náði ekki að klára fyrstu mínútuna og Porter skoraði fimmtíu Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2021 07:30 Giannis Antetokounmpo virtist þjáður þegar hann féll í gólfið. AP/Mark Mulligan Giannis Antetokounmpo lék aðeins 46 sekúndur í tapi Milwaukee Bucks gegn lakasta liði NBA-deildarinnar, Houston Rockets, í nótt. Hinn tvítugi Kevin Porter skoraði 50 stig fyrir Houston. Antetokounmpo missti fyrir skömmu af sex leikjum vegna meiðsla og óvíst var með þátttöku hans í leiknum í nótt vegna ökklameiðsla. Grikkinn byrjaði engu að síður leikinn en strax á fyrstu mínútu, þegar hann hljóp að körfunni, steig hann á fót Kelly Olynyk og meiddist í ökklanum. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en þjálfari Bucks, Mike Budenholzer, sagði að meta þyrfti stöðuna og að kannski yrði hægt að svara einhverju í dag um hve lengi Antetokounmpo yrði frá keppni. Mikil hætta virðist þó á því að Antetokounmpo missi af leikjunum tveimur við Brooklyn Nets sem eru handan við hornið. Með sigri í báðum leikjum á Milwaukee enn möguleika á efsta sætinu í austurdeild en tapið í nótt skemmir reyndar fyrir liðinu sem er í 3. sæti. Þetta var aðeins sextándi sigur Houston á tímabilinu en hinn tvítugi Porter á allan heiðurinn að sigrinum. Porter hafði mest skorað 30 stig í leik í NBA-deildinni og sagðist sjálfur ekki hafa skorað 50 stig í leik síðan í fjórða bekk. 50 PTS (career high) for KPJ 11 AST 9 3PM (career high) @HoustonRockets W@Kevinporterjr becomes the YOUNGEST PLAYER in NBA history with 50+ POINTS and 10+ ASSISTS in a game! pic.twitter.com/l0kMbPNNuJ— NBA (@NBA) April 30, 2021 „Eftir að ég sá þriðja þriggja stiga skotið fara niður þá vissi ég að þetta yrði einstakt kvöld. Þetta var í mínum höndum og ég hélt bara áfram að sækja, og þetta varð að góðu kvöldi,“ sagði Porter sem auk þess átti 11 stoðsendingar og er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná að lágmarki 50 stigum og 10 stoðsendingum í einum leik. Úrslitin í nótt: Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto NBA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Antetokounmpo missti fyrir skömmu af sex leikjum vegna meiðsla og óvíst var með þátttöku hans í leiknum í nótt vegna ökklameiðsla. Grikkinn byrjaði engu að síður leikinn en strax á fyrstu mínútu, þegar hann hljóp að körfunni, steig hann á fót Kelly Olynyk og meiddist í ökklanum. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en þjálfari Bucks, Mike Budenholzer, sagði að meta þyrfti stöðuna og að kannski yrði hægt að svara einhverju í dag um hve lengi Antetokounmpo yrði frá keppni. Mikil hætta virðist þó á því að Antetokounmpo missi af leikjunum tveimur við Brooklyn Nets sem eru handan við hornið. Með sigri í báðum leikjum á Milwaukee enn möguleika á efsta sætinu í austurdeild en tapið í nótt skemmir reyndar fyrir liðinu sem er í 3. sæti. Þetta var aðeins sextándi sigur Houston á tímabilinu en hinn tvítugi Porter á allan heiðurinn að sigrinum. Porter hafði mest skorað 30 stig í leik í NBA-deildinni og sagðist sjálfur ekki hafa skorað 50 stig í leik síðan í fjórða bekk. 50 PTS (career high) for KPJ 11 AST 9 3PM (career high) @HoustonRockets W@Kevinporterjr becomes the YOUNGEST PLAYER in NBA history with 50+ POINTS and 10+ ASSISTS in a game! pic.twitter.com/l0kMbPNNuJ— NBA (@NBA) April 30, 2021 „Eftir að ég sá þriðja þriggja stiga skotið fara niður þá vissi ég að þetta yrði einstakt kvöld. Þetta var í mínum höndum og ég hélt bara áfram að sækja, og þetta varð að góðu kvöldi,“ sagði Porter sem auk þess átti 11 stoðsendingar og er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná að lágmarki 50 stigum og 10 stoðsendingum í einum leik. Úrslitin í nótt: Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto
Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto
NBA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira