Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Kjartan Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. apríl 2021 23:31 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Stöð 2 Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá 2013 og vegur húsnæðishækkun og hækkun á mat og drykk þar þyngst. Samtök atvinnulífsins hafa sagt að launaþróun spili stóran þátt í vaxandi verðbólgu að hún hafi ekki haldist í hendur við núverandi efnahagsstöðu. „Það er mikið áhyggjuefni ef að verðbólgan fer að verða þrálát og það er mikið áhyggjuefni almennt alltaf þegar verðbólga lætur á sér kræla þegar atvinnuleysi er tiltöluleg hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Launavísitala á opinberum markaði hefur hækkað um 18,7 prósent og á almennum markaði um fjórtán prósent. Umframhækkun á opinbera markaðnum er sögð skýrast af styttingu vinnuvikunnar. Hún hefur styst um þrettán mínútur á dag á opinberum markaði en níu á þeim almenna. Mest hækkuðu laun þeirra lægst launuðu en hæstu launin hækkuðu minnst samkvæmt tölum sem kjaratölfræðinefnd birti um laun og launaþróun birti í dag. Telurðu að vinnumarkaðurinn hafi mögulega farið fram úr sér í launahækkunum? „Ég held að við höfum að minnsta kosti farið alveg út í ystu mörk þess ramma sem skynsamlegt var að gera,“ sagði Bjarni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er á öndverðum meiði. „Ég held nú að Samtök atvinnulífsins þurfi aðeins að fara að skipta um spólu í tækinu. Þau höggva alltaf í sama knérunn sem er hækkun launa,“ segir hún. Hún segir annað hafa haft áhrif á verðbólguna, til dæmis gengisþróun og vaxtalækkun sem hafi ýtt undir hækkun á húsnæðisverði. „Hið augljósa viðbragð við því er að fjölga félagslegum lausnum í húsnæðiskerfinu en hins vegar skulum við hafa það í huga að kjarasamningarnir sem voru gerðir síðast voru mjög hóflegir. Það var krónutöluhækkun. Hins vegar erum við að sjá launaskrið í ákveðnum hópum efsta lagsins. Það er kannski ágætt að efsta lagið leggist á árarnar líka.“ Fjármálaráðherra telur þó ýmislegt hafa áunnist í kjaramálum undanfarin misseri. „Við vonumst til þess að verðbólgubylgja feyki því ekki aftur út af borðinu,“ sagði hann. Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá 2013 og vegur húsnæðishækkun og hækkun á mat og drykk þar þyngst. Samtök atvinnulífsins hafa sagt að launaþróun spili stóran þátt í vaxandi verðbólgu að hún hafi ekki haldist í hendur við núverandi efnahagsstöðu. „Það er mikið áhyggjuefni ef að verðbólgan fer að verða þrálát og það er mikið áhyggjuefni almennt alltaf þegar verðbólga lætur á sér kræla þegar atvinnuleysi er tiltöluleg hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Launavísitala á opinberum markaði hefur hækkað um 18,7 prósent og á almennum markaði um fjórtán prósent. Umframhækkun á opinbera markaðnum er sögð skýrast af styttingu vinnuvikunnar. Hún hefur styst um þrettán mínútur á dag á opinberum markaði en níu á þeim almenna. Mest hækkuðu laun þeirra lægst launuðu en hæstu launin hækkuðu minnst samkvæmt tölum sem kjaratölfræðinefnd birti um laun og launaþróun birti í dag. Telurðu að vinnumarkaðurinn hafi mögulega farið fram úr sér í launahækkunum? „Ég held að við höfum að minnsta kosti farið alveg út í ystu mörk þess ramma sem skynsamlegt var að gera,“ sagði Bjarni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er á öndverðum meiði. „Ég held nú að Samtök atvinnulífsins þurfi aðeins að fara að skipta um spólu í tækinu. Þau höggva alltaf í sama knérunn sem er hækkun launa,“ segir hún. Hún segir annað hafa haft áhrif á verðbólguna, til dæmis gengisþróun og vaxtalækkun sem hafi ýtt undir hækkun á húsnæðisverði. „Hið augljósa viðbragð við því er að fjölga félagslegum lausnum í húsnæðiskerfinu en hins vegar skulum við hafa það í huga að kjarasamningarnir sem voru gerðir síðast voru mjög hóflegir. Það var krónutöluhækkun. Hins vegar erum við að sjá launaskrið í ákveðnum hópum efsta lagsins. Það er kannski ágætt að efsta lagið leggist á árarnar líka.“ Fjármálaráðherra telur þó ýmislegt hafa áunnist í kjaramálum undanfarin misseri. „Við vonumst til þess að verðbólgubylgja feyki því ekki aftur út af borðinu,“ sagði hann.
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira