Suns hirti toppsætið af Jazz, Lakers tapaði í endurkomu LeBron og Tatum jafnaði stigamet Larry Bird Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2021 09:31 Jayson Tatum jafnaði met Larry Bird í nótt. The Athletic Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann stórsigur á Utah Jazz og hirti þar með toppsæti Vesturdeildarinnar. Los Angeles Lakers tapaði gegn Sacramento Kings af öllum liðum í endurkomu LeBron James. Meisturunum hefur gengið skelfilega að undanförnu og eiga erfiða leiki á næstunni. Þá jafnaði Jayson Tatum stigamet Boston Celtics en hann skoraði 60 stig í framlengdum leik gegn San Antonio Spurs. Phoeniz Suns gerði sér lítið fyrir og skellti Utah Jazz með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 121-100. Um var að ræða uppgjör toppliða Vesturdeildarinnar. Utah auðvitað enn án Donavan Mitchell og það sást í nótt. Suns var mun betri aðilinn frá upphafi og unnu sanngjarnan sigur. Devin Booker fór fyrir sínum mönnum í Suns með 31 stig. Chris Paul var með 12 stig og gaf níu stoðsendingar. Hjá Jazz var Bojan Bogdanović stigahæstur með 22 stig. 31 points for @DevinBook. 1st place out West for @Suns. pic.twitter.com/ERCYOMmyEy— NBA (@NBA) May 1, 2021 Jayson Tatum fór gjörsamlega á kostum í ótrúlegum leik Boston Celtics og San Antonio Spurs. Celtics vann þriggja stiga sigur í framlengdum leik, lokatölur 143-140 Celtics í vil. Tatum skoraði 60 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók átta fráköst í liði Boston. Þar með jafnaði hann stigamet Larry Bird fyrir Celtics. Jaylen Brown kom þar á eftir með 17 stig. Hjá Spurs var DeMar DeRozan stigahæstur með 30 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Þar á eftir komu Dejounte Murray og Lonnie Walker með 24 stig. 60 POINTS FOR JAYSON TATUM. Career high, ties BOS record (Bird) 31 PTS in 4th quarter & OT Leads @celtics 32-point comeback W pic.twitter.com/XxP9Sqf8cZ— NBA (@NBA) May 1, 2021 Russell Westbrook með þrennu er Washington Wizards vann Cleveland Cavaliers, lokatölur 122-93. Westbrook með 15 stig, 11 stoðsendingar og 12 fráköst. Philadelphia 76ers vann stórsigur á Atlanta Hawks, 126-104. Þeir Joel Embiid, Ben Simmons og Tobias Harris gerðu allir 18 stig fyrir 76ers en Dwight Howard stal senunni með 19 stigum og 11 fráköstum á aðeins 17 mínútum. Hjá Hawks var Trae Young með 32 stig á meðan Clitn Capela skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. CUE THAT SUPERMAN MUSIC@DwightHoward | #HereTheyCome pic.twitter.com/xRUD9cDAwl— Philadelphia 76ers (@sixers) May 1, 2021 LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers og var ætlast til að meistararnir myndu rúlla yfir slakt lið Sacramento King, annað kom á daginn. Kings byrjaði leikinn betur en Lakers var yfir í hálfleik. Meistararnir virtust hafa gert út um leikinn í þriðja leikhluta en Kings vann fjórða leikhluta með 14 stiga mun og leikinn þar af leiðandi með fjórum stigum, lokatölur 110-106. LeBron James skoraði 16 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók átta fráköst í endurkomu sinni. Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 11 fráköst. Hjá Kings var Tyrese Haliburton með 23 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Richaun Holmes með 22 stig. 23 points & 10 dimes from @TyHaliburton22 leads the @SacramentoKings to victory in Los Angeles. #SacramentoProud #NBARooks pic.twitter.com/8eayrNFbzp— NBA (@NBA) May 1, 2021 Lakers hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og situr nú í 5. sæti Vesturdeildar með 36 sigra og 27 töp. Það er mjög stutt í Dallas Mavericks [35-27] og Portland [35-28]. Lakers mætir Toronto Raptors í næsta leik en í kjölfarið koma fimm mjög erfiðir leikir gegn Denver Nuggets, Los Angeles Clippers, Portland, Suns og Knicks. Meistararnir þurfa því að fara stíga upp ef þeir ætla sér ekki að enda í sjöunda eða áttunda sæti. Stöðuna í NBA-deildinni má sjá hér en Suns og Jazz eru efst í Vesturdeildinni með 45 sigra og 18 töp. Í Austurdeildinni er Nets efst með 43 sigra og 21 tap á meðan 76ers er í öðru sæti með 42 sigra og 21 tap. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Sjá meira
Los Angeles Lakers tapaði gegn Sacramento Kings af öllum liðum í endurkomu LeBron James. Meisturunum hefur gengið skelfilega að undanförnu og eiga erfiða leiki á næstunni. Þá jafnaði Jayson Tatum stigamet Boston Celtics en hann skoraði 60 stig í framlengdum leik gegn San Antonio Spurs. Phoeniz Suns gerði sér lítið fyrir og skellti Utah Jazz með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 121-100. Um var að ræða uppgjör toppliða Vesturdeildarinnar. Utah auðvitað enn án Donavan Mitchell og það sást í nótt. Suns var mun betri aðilinn frá upphafi og unnu sanngjarnan sigur. Devin Booker fór fyrir sínum mönnum í Suns með 31 stig. Chris Paul var með 12 stig og gaf níu stoðsendingar. Hjá Jazz var Bojan Bogdanović stigahæstur með 22 stig. 31 points for @DevinBook. 1st place out West for @Suns. pic.twitter.com/ERCYOMmyEy— NBA (@NBA) May 1, 2021 Jayson Tatum fór gjörsamlega á kostum í ótrúlegum leik Boston Celtics og San Antonio Spurs. Celtics vann þriggja stiga sigur í framlengdum leik, lokatölur 143-140 Celtics í vil. Tatum skoraði 60 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók átta fráköst í liði Boston. Þar með jafnaði hann stigamet Larry Bird fyrir Celtics. Jaylen Brown kom þar á eftir með 17 stig. Hjá Spurs var DeMar DeRozan stigahæstur með 30 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Þar á eftir komu Dejounte Murray og Lonnie Walker með 24 stig. 60 POINTS FOR JAYSON TATUM. Career high, ties BOS record (Bird) 31 PTS in 4th quarter & OT Leads @celtics 32-point comeback W pic.twitter.com/XxP9Sqf8cZ— NBA (@NBA) May 1, 2021 Russell Westbrook með þrennu er Washington Wizards vann Cleveland Cavaliers, lokatölur 122-93. Westbrook með 15 stig, 11 stoðsendingar og 12 fráköst. Philadelphia 76ers vann stórsigur á Atlanta Hawks, 126-104. Þeir Joel Embiid, Ben Simmons og Tobias Harris gerðu allir 18 stig fyrir 76ers en Dwight Howard stal senunni með 19 stigum og 11 fráköstum á aðeins 17 mínútum. Hjá Hawks var Trae Young með 32 stig á meðan Clitn Capela skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. CUE THAT SUPERMAN MUSIC@DwightHoward | #HereTheyCome pic.twitter.com/xRUD9cDAwl— Philadelphia 76ers (@sixers) May 1, 2021 LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers og var ætlast til að meistararnir myndu rúlla yfir slakt lið Sacramento King, annað kom á daginn. Kings byrjaði leikinn betur en Lakers var yfir í hálfleik. Meistararnir virtust hafa gert út um leikinn í þriðja leikhluta en Kings vann fjórða leikhluta með 14 stiga mun og leikinn þar af leiðandi með fjórum stigum, lokatölur 110-106. LeBron James skoraði 16 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók átta fráköst í endurkomu sinni. Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 11 fráköst. Hjá Kings var Tyrese Haliburton með 23 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Richaun Holmes með 22 stig. 23 points & 10 dimes from @TyHaliburton22 leads the @SacramentoKings to victory in Los Angeles. #SacramentoProud #NBARooks pic.twitter.com/8eayrNFbzp— NBA (@NBA) May 1, 2021 Lakers hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og situr nú í 5. sæti Vesturdeildar með 36 sigra og 27 töp. Það er mjög stutt í Dallas Mavericks [35-27] og Portland [35-28]. Lakers mætir Toronto Raptors í næsta leik en í kjölfarið koma fimm mjög erfiðir leikir gegn Denver Nuggets, Los Angeles Clippers, Portland, Suns og Knicks. Meistararnir þurfa því að fara stíga upp ef þeir ætla sér ekki að enda í sjöunda eða áttunda sæti. Stöðuna í NBA-deildinni má sjá hér en Suns og Jazz eru efst í Vesturdeildinni með 45 sigra og 18 töp. Í Austurdeildinni er Nets efst með 43 sigra og 21 tap á meðan 76ers er í öðru sæti með 42 sigra og 21 tap. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Sjá meira