Lygilegar tölur hjá Doncic í spennutrylli, Jokic sá um Clippers og Pacers skoruðu 152 stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2021 09:15 Luka Dončić var hreint út sagt magnaður í nótt. Dallas Mavericks Að venju var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem tíu leikir fóru fram. Luka Dončić var stórkostlegur í 125-124 sigri Dallas Mavericks á Washington Wizards. Nikola Jokić fór fyrir Denver Nuggets í sex stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-104. Þá skoruðu leikmenn Indiana Pacers 152 stig gegn aðeins 95 hjá Oklahoma City Thunder. Slóveninn ungi sá eins og áður sagði til þess að Dallas vann Washington í spennutrylli í nótt. Dončić var með þrefalda tvennu: 31 stig, 20 stoðsendingar og 12 fráköst. Síðasta stoðsendingin tryggði sigurinn en Dončić fann þá galopinn Dorian Finney-Smith í horninu. Luka and Russ DUELED in the @dallasmavs 125-124 win over Washington! Luka: 31 PTS, 12 REB, 20 AST (career high)Russ: 42 PTS, 10 REB, 9 AST pic.twitter.com/Z3lD0Klv8d— NBA (@NBA) May 2, 2021 Washington fór í lokasóknina en náði ekki að setja boltann í körfuna og Dallas fagnaði því naumum 125-124 sigri. Russell Westbrook var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Nikola Jokić átti ef til vill ekki alveg jafn góðan leik og Dončić en Serbinn var samt sem áður ástæða þess að Denver Nuggets lagði Los Angeles Clippers í nótt. Jokić skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Lokatölur 110-104 Denver í vil. 30 PTS, 14 REB, 7 AST for Jokic.5 straight wins for @nuggets. pic.twitter.com/LSbiWl8bE5— NBA (@NBA) May 2, 2021 Indiana Pacers skoruðu yfir 40 stig í fyrstu þremur leikhlutunum gegn Oklahoma City Thunder í nótt. Þó liðið hafi „aðeins“ skorað 26 í síðasta þá vann það samt þann leikhluta. Lokatölur 152-95 í biluðum leik. Þrír leikmenn Indiana skoruðu 25 stig eða meira. Domantas Sabonis splæsti í þrefalda tvennu en hann bauð upp á 26 stig, 19 fráköst og 14 stoðsendingar. Stigahæstur var Doug McDermott með 31 stig og þá skoraði Caris LeVert 25 stig. Domantas Sabonis becomes the third player with a first-half triple double since 1997-98! @Dsabonis11: 26p/19r/14a in @Pacers W pic.twitter.com/RKkwNxZWCK— NBA (@NBA) May 2, 2021 LaMelo Ball sneri til baka er lið hans, Charlotte Hornets, lagði Detroit Pistons 107-94. Bróðir hans, Lonzo Ball, skoraði 33 stig er New Orleans Pelicans lagði Minnesota Timberwolves í framlengdum leik, 140-136. Zion Williamson var samt stigahæstur allra á vellinum með 37 stig. Önnur úrslit Golden State Warriors 113-187 Houston Rockets Chicago Bulls 97-108 Atlanta Hawks Miami Heat 124-107 Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies 111-112 Orlando Magic Toronto Raptors 102-106 Utah Jazz Stöðuna í deildinni má finna hér. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Luka Dončić var stórkostlegur í 125-124 sigri Dallas Mavericks á Washington Wizards. Nikola Jokić fór fyrir Denver Nuggets í sex stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-104. Þá skoruðu leikmenn Indiana Pacers 152 stig gegn aðeins 95 hjá Oklahoma City Thunder. Slóveninn ungi sá eins og áður sagði til þess að Dallas vann Washington í spennutrylli í nótt. Dončić var með þrefalda tvennu: 31 stig, 20 stoðsendingar og 12 fráköst. Síðasta stoðsendingin tryggði sigurinn en Dončić fann þá galopinn Dorian Finney-Smith í horninu. Luka and Russ DUELED in the @dallasmavs 125-124 win over Washington! Luka: 31 PTS, 12 REB, 20 AST (career high)Russ: 42 PTS, 10 REB, 9 AST pic.twitter.com/Z3lD0Klv8d— NBA (@NBA) May 2, 2021 Washington fór í lokasóknina en náði ekki að setja boltann í körfuna og Dallas fagnaði því naumum 125-124 sigri. Russell Westbrook var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Nikola Jokić átti ef til vill ekki alveg jafn góðan leik og Dončić en Serbinn var samt sem áður ástæða þess að Denver Nuggets lagði Los Angeles Clippers í nótt. Jokić skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Lokatölur 110-104 Denver í vil. 30 PTS, 14 REB, 7 AST for Jokic.5 straight wins for @nuggets. pic.twitter.com/LSbiWl8bE5— NBA (@NBA) May 2, 2021 Indiana Pacers skoruðu yfir 40 stig í fyrstu þremur leikhlutunum gegn Oklahoma City Thunder í nótt. Þó liðið hafi „aðeins“ skorað 26 í síðasta þá vann það samt þann leikhluta. Lokatölur 152-95 í biluðum leik. Þrír leikmenn Indiana skoruðu 25 stig eða meira. Domantas Sabonis splæsti í þrefalda tvennu en hann bauð upp á 26 stig, 19 fráköst og 14 stoðsendingar. Stigahæstur var Doug McDermott með 31 stig og þá skoraði Caris LeVert 25 stig. Domantas Sabonis becomes the third player with a first-half triple double since 1997-98! @Dsabonis11: 26p/19r/14a in @Pacers W pic.twitter.com/RKkwNxZWCK— NBA (@NBA) May 2, 2021 LaMelo Ball sneri til baka er lið hans, Charlotte Hornets, lagði Detroit Pistons 107-94. Bróðir hans, Lonzo Ball, skoraði 33 stig er New Orleans Pelicans lagði Minnesota Timberwolves í framlengdum leik, 140-136. Zion Williamson var samt stigahæstur allra á vellinum með 37 stig. Önnur úrslit Golden State Warriors 113-187 Houston Rockets Chicago Bulls 97-108 Atlanta Hawks Miami Heat 124-107 Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies 111-112 Orlando Magic Toronto Raptors 102-106 Utah Jazz Stöðuna í deildinni má finna hér. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira