Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þorvald Þórðarson, eldfjallafræðing við Háskóla Íslands, sem segir fólk verða fara varlega við gosstöðvarnar í dag.
Þá kom flugvéll full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum í morgun og er hún talin marka upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi. Við heyrðum í ferðamönnum, sem segja Ísland öruggasta kostinn í heimsfaraldri.
Þá er mikil ánægja í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðarvörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.