Velferð allra landsmanna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 2. maí 2021 21:30 Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Sérhæfð heilbrigðisjónusta er staðsett fyrir sunnan og byggð á góðum rökum en það má ekki gleymast að halda við, bæta og tæknivæða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð. Ferðakostnaður Einungis eru tvær ferðir niðurgreiddar á ári á hvern einstakling á landsbyggðinni sem þarf að leita sér læknisþjónustu til Reykjavíkur en löngu tímabært er að þróa þá niðurgreiðslu enn frekar með fleiri ferðum árlega. Tvær ferðir dugðu mögulega hér áður þegar uppbygging heilbrigðisþjónustu var um allt land og læknamönnun góð úti á landi. En nú hefur það snúist við og sérhæfð heilbrigðisþjónusta fer að mestu fram á suðvesturhorninu. Þessi staðreynd kallar á fleiri niðurgreiddar ferðir frá sjúkratryggingum Íslands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Fjármunir út á land Setja verður aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið úti á landi, standa verður vörð um fjórðungssjúkrahúsin, efla starfsemi heilsugæslustöðva og fjölga þeim með samblandi af einkavæðingu og ríkisrekstri sem bætir þjónustuna enn frekar og án kostnaðarauka fyrir einstaklinga né ríkið. Mikilvægt er einnig að Sjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem háskólasjúkrahús. Horfa verður í þessa mikilvægu uppbyggingu á landsbyggðinni og að fjármunir séu settir í þessi verkefni. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Hvað gefur það okkur að fá aukinn einkarekstur inn í heilbrigðisþjónustuna? Aukið val hjá almenningi, aukin atvinna hérlendis og sparnaður fyrir ríkið með því að þurfa ekki að senda fólk erlendis í aðgerðir. Biðlistar eftir aðgerðum styttast, einstaklingar komast fyrr í aðgerð sem eykur lífsgæði þeirra á allan hátt. Mikil bið er eftir ákveðnum aðgerðum og það að einstaklingar séu frekar sendir erlendis með fylgdarmanni sem er bæði mun dýrara úrræði og óhagkvæmara fyrir einstaklinginn heldur ekki rökum og kostar þjóðfélagið umtalsvert fjármagn sem komast má hjá. Þar með er einkarekstur erlendis styrktur með gífurlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkið í stað einkareksturs hérlendis hjá okkar fagfólki fyrir mun minni fjármuni. Mikilvæg staðsetning Reykjavíkurflugvallar Aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu staðsettri á Landsspítalanum þarf að tryggja og með eins stuttum ferðatíma og hægt er. Hér skipta mínútur öllu máli varðandi líf og heilsu einstaklinga er snertir fyrirbura, innvortis blæðingar, hjartaveikindi o.fl. en sú sérhæfða heilbrigðisþjónusta er einungis staðsett á Landspítalanum við hlið Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni þarf því að fá að vera óáreittur á þeim stað á grundvelli almannahagsmuna. Tryggjum lagabreytingar á þann hátt að það sé ekki í valdi Reykjavíkurborgar hvort við komumst tímanlega í hendur sérhæfðra lækna til að bjarga lífi okkar og heilsu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Sérhæfð heilbrigðisjónusta er staðsett fyrir sunnan og byggð á góðum rökum en það má ekki gleymast að halda við, bæta og tæknivæða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð. Ferðakostnaður Einungis eru tvær ferðir niðurgreiddar á ári á hvern einstakling á landsbyggðinni sem þarf að leita sér læknisþjónustu til Reykjavíkur en löngu tímabært er að þróa þá niðurgreiðslu enn frekar með fleiri ferðum árlega. Tvær ferðir dugðu mögulega hér áður þegar uppbygging heilbrigðisþjónustu var um allt land og læknamönnun góð úti á landi. En nú hefur það snúist við og sérhæfð heilbrigðisþjónusta fer að mestu fram á suðvesturhorninu. Þessi staðreynd kallar á fleiri niðurgreiddar ferðir frá sjúkratryggingum Íslands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Fjármunir út á land Setja verður aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið úti á landi, standa verður vörð um fjórðungssjúkrahúsin, efla starfsemi heilsugæslustöðva og fjölga þeim með samblandi af einkavæðingu og ríkisrekstri sem bætir þjónustuna enn frekar og án kostnaðarauka fyrir einstaklinga né ríkið. Mikilvægt er einnig að Sjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem háskólasjúkrahús. Horfa verður í þessa mikilvægu uppbyggingu á landsbyggðinni og að fjármunir séu settir í þessi verkefni. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Hvað gefur það okkur að fá aukinn einkarekstur inn í heilbrigðisþjónustuna? Aukið val hjá almenningi, aukin atvinna hérlendis og sparnaður fyrir ríkið með því að þurfa ekki að senda fólk erlendis í aðgerðir. Biðlistar eftir aðgerðum styttast, einstaklingar komast fyrr í aðgerð sem eykur lífsgæði þeirra á allan hátt. Mikil bið er eftir ákveðnum aðgerðum og það að einstaklingar séu frekar sendir erlendis með fylgdarmanni sem er bæði mun dýrara úrræði og óhagkvæmara fyrir einstaklinginn heldur ekki rökum og kostar þjóðfélagið umtalsvert fjármagn sem komast má hjá. Þar með er einkarekstur erlendis styrktur með gífurlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkið í stað einkareksturs hérlendis hjá okkar fagfólki fyrir mun minni fjármuni. Mikilvæg staðsetning Reykjavíkurflugvallar Aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu staðsettri á Landsspítalanum þarf að tryggja og með eins stuttum ferðatíma og hægt er. Hér skipta mínútur öllu máli varðandi líf og heilsu einstaklinga er snertir fyrirbura, innvortis blæðingar, hjartaveikindi o.fl. en sú sérhæfða heilbrigðisþjónusta er einungis staðsett á Landspítalanum við hlið Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni þarf því að fá að vera óáreittur á þeim stað á grundvelli almannahagsmuna. Tryggjum lagabreytingar á þann hátt að það sé ekki í valdi Reykjavíkurborgar hvort við komumst tímanlega í hendur sérhæfðra lækna til að bjarga lífi okkar og heilsu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi .
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun