Breskir læknar að bugast undan álaginu og margir íhuga að hætta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2021 08:32 Álagið á heilbrigðisstarfsmenn hefur verið gríðarlegt í kórónuveirufaraldrinum. epa/Steve Parsons Þúsundir breskra lækna íhuga að láta af störfum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Helstu ástæðurnar eru gríðarlegt álag og áhyggjur af andlegu heilbrigði. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Bresku læknasamtakanna (BMA). Einn af hverju þremur veltir því fyrir sér að fara fyrr á eftirlaun og fjórðungur getur hugsað sér að taka sér hlé frá störfum. Þá hefur fimmtungur íhugað að snúa sér að öðru en heilbrigðisþjónustu. Mikil álag, langar vaktir, bágar vinnuaðstæður og áhrif faraldursins eru meðal þess sem hefur dregið úr starfsánægju lækna. Af 4.258 sem tóku þátt sögðust 1.352 telja líklegra nú en fyrir tólf mánuðum að þeir myndu fara fyrr á eftirlaun. Um er að ræða 32 prósent þátttakenda en þegar sama spurning var lögð fyrir læknana í júní 2020 var hlutfallið 14 prósent. Um 25 prósent sögðust íhuga að taka sér pásu frá læknastörfum, 21 prósent sögðust velta fyrir sér að skipta um starfsvettvang og 17 prósent voru spenntir fyrir því að starfa erlendis. Chaand Nagpaul, formaður BMA, segir hættu á því að þessi starfsþreyta meðal lækna muni verða til þess að enn erfiðara verður að manna stöður og veita þjónustu innan ásættanlegra tímamarka. Um sé að ræða hæfileikaríka og reynda sérfræðinga sem opinbera heilbrigðisþjónustan þurfi á að halda til að koma þjóðinni úr einni mestu heilbrigðisvá samtímans. „Ég klára yfirleitt tveimur tímum eftir að ég á að hætta,“ sagði einn læknir í samtali við BMA. „Restin af deginum fer í að svara tölvupóstum sem ég náði ekki að sinna í vinnunni. Ég er úrvinda.“ Læknirinn sagði að honum þætti vænt um opinberu heilbrigðisþjónustuna en að á einhverjum tímapunkti þyrfti hann að fara að forgangsraða eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Guardian fjallar um málið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Einn af hverju þremur veltir því fyrir sér að fara fyrr á eftirlaun og fjórðungur getur hugsað sér að taka sér hlé frá störfum. Þá hefur fimmtungur íhugað að snúa sér að öðru en heilbrigðisþjónustu. Mikil álag, langar vaktir, bágar vinnuaðstæður og áhrif faraldursins eru meðal þess sem hefur dregið úr starfsánægju lækna. Af 4.258 sem tóku þátt sögðust 1.352 telja líklegra nú en fyrir tólf mánuðum að þeir myndu fara fyrr á eftirlaun. Um er að ræða 32 prósent þátttakenda en þegar sama spurning var lögð fyrir læknana í júní 2020 var hlutfallið 14 prósent. Um 25 prósent sögðust íhuga að taka sér pásu frá læknastörfum, 21 prósent sögðust velta fyrir sér að skipta um starfsvettvang og 17 prósent voru spenntir fyrir því að starfa erlendis. Chaand Nagpaul, formaður BMA, segir hættu á því að þessi starfsþreyta meðal lækna muni verða til þess að enn erfiðara verður að manna stöður og veita þjónustu innan ásættanlegra tímamarka. Um sé að ræða hæfileikaríka og reynda sérfræðinga sem opinbera heilbrigðisþjónustan þurfi á að halda til að koma þjóðinni úr einni mestu heilbrigðisvá samtímans. „Ég klára yfirleitt tveimur tímum eftir að ég á að hætta,“ sagði einn læknir í samtali við BMA. „Restin af deginum fer í að svara tölvupóstum sem ég náði ekki að sinna í vinnunni. Ég er úrvinda.“ Læknirinn sagði að honum þætti vænt um opinberu heilbrigðisþjónustuna en að á einhverjum tímapunkti þyrfti hann að fara að forgangsraða eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Guardian fjallar um málið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“