Instagram sætir gagnrýni vegna auglýsinga á þyngingarlyfjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 16:37 NHS gagnrýnir Instagram fyrir að loka ekki fyrir aðganga sem auglýsa lyfið Apetamin, sem veldur lystauka. Getty Heilbrigðisstofnun Englands hefur biðlað til samfélagsmiðilsins Instagram að loka fyrir aðganga sem auglýsa og selja ólöglegt og „hættulegt“ lyf sem sérstaklega er auglýst ungum konum og stelpum. Lyfið Apetamin er bannað í Bretlandi en hægt er að versla það á vefsíðum og láta senda til landsins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lyfið er sagt stuðla að því að líkamar verði eins og stundarglas í laginu sem margar stjörnur stæra sig af, eins og Cardi B og Kim Kardashian. Heilbrigðisstofnun Englands, NHS, sendi opið bréf á Instagram á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af neikvæðum áhrifum auglýsinga á lyfinu á andlega- og líkamlega heilsu fólks. Lyfið veldur lystarauka og segja heilbrigðisstarfsmenn að ofnotkun á því geti valdið alvarlegri þreytu, gulu og jafnvel lifrarbilun. Apetamin er mikið auglýst af áhrifavöldum og er það auglýst sem auðveld leið til þess að bæta á sig kílóum í von um að ná hinu svokallaða stundarglass-vaxtarlagi. Instagram sagði í yfirlýsingu að það hafi tekið niður og bannað aðganga sem auglýstu og seldu Apetamin í kjölfar þess að BBC Three gaf út heimildarmyndina Dangerous Curves, sem var frumsýnd 21. apríl síðastliðinn. Síðan þá segist NHS reyndar hafa fundið tugi Instagram-aðganga sem enn selja efnið og að þegar það hafi verið tilkynnt Instagram hafi ekkert verið í því gert. England Bretland Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Lyfið Apetamin er bannað í Bretlandi en hægt er að versla það á vefsíðum og láta senda til landsins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lyfið er sagt stuðla að því að líkamar verði eins og stundarglas í laginu sem margar stjörnur stæra sig af, eins og Cardi B og Kim Kardashian. Heilbrigðisstofnun Englands, NHS, sendi opið bréf á Instagram á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af neikvæðum áhrifum auglýsinga á lyfinu á andlega- og líkamlega heilsu fólks. Lyfið veldur lystarauka og segja heilbrigðisstarfsmenn að ofnotkun á því geti valdið alvarlegri þreytu, gulu og jafnvel lifrarbilun. Apetamin er mikið auglýst af áhrifavöldum og er það auglýst sem auðveld leið til þess að bæta á sig kílóum í von um að ná hinu svokallaða stundarglass-vaxtarlagi. Instagram sagði í yfirlýsingu að það hafi tekið niður og bannað aðganga sem auglýstu og seldu Apetamin í kjölfar þess að BBC Three gaf út heimildarmyndina Dangerous Curves, sem var frumsýnd 21. apríl síðastliðinn. Síðan þá segist NHS reyndar hafa fundið tugi Instagram-aðganga sem enn selja efnið og að þegar það hafi verið tilkynnt Instagram hafi ekkert verið í því gert.
England Bretland Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira