Instagram sætir gagnrýni vegna auglýsinga á þyngingarlyfjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 16:37 NHS gagnrýnir Instagram fyrir að loka ekki fyrir aðganga sem auglýsa lyfið Apetamin, sem veldur lystauka. Getty Heilbrigðisstofnun Englands hefur biðlað til samfélagsmiðilsins Instagram að loka fyrir aðganga sem auglýsa og selja ólöglegt og „hættulegt“ lyf sem sérstaklega er auglýst ungum konum og stelpum. Lyfið Apetamin er bannað í Bretlandi en hægt er að versla það á vefsíðum og láta senda til landsins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lyfið er sagt stuðla að því að líkamar verði eins og stundarglas í laginu sem margar stjörnur stæra sig af, eins og Cardi B og Kim Kardashian. Heilbrigðisstofnun Englands, NHS, sendi opið bréf á Instagram á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af neikvæðum áhrifum auglýsinga á lyfinu á andlega- og líkamlega heilsu fólks. Lyfið veldur lystarauka og segja heilbrigðisstarfsmenn að ofnotkun á því geti valdið alvarlegri þreytu, gulu og jafnvel lifrarbilun. Apetamin er mikið auglýst af áhrifavöldum og er það auglýst sem auðveld leið til þess að bæta á sig kílóum í von um að ná hinu svokallaða stundarglass-vaxtarlagi. Instagram sagði í yfirlýsingu að það hafi tekið niður og bannað aðganga sem auglýstu og seldu Apetamin í kjölfar þess að BBC Three gaf út heimildarmyndina Dangerous Curves, sem var frumsýnd 21. apríl síðastliðinn. Síðan þá segist NHS reyndar hafa fundið tugi Instagram-aðganga sem enn selja efnið og að þegar það hafi verið tilkynnt Instagram hafi ekkert verið í því gert. England Bretland Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
Lyfið Apetamin er bannað í Bretlandi en hægt er að versla það á vefsíðum og láta senda til landsins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lyfið er sagt stuðla að því að líkamar verði eins og stundarglas í laginu sem margar stjörnur stæra sig af, eins og Cardi B og Kim Kardashian. Heilbrigðisstofnun Englands, NHS, sendi opið bréf á Instagram á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af neikvæðum áhrifum auglýsinga á lyfinu á andlega- og líkamlega heilsu fólks. Lyfið veldur lystarauka og segja heilbrigðisstarfsmenn að ofnotkun á því geti valdið alvarlegri þreytu, gulu og jafnvel lifrarbilun. Apetamin er mikið auglýst af áhrifavöldum og er það auglýst sem auðveld leið til þess að bæta á sig kílóum í von um að ná hinu svokallaða stundarglass-vaxtarlagi. Instagram sagði í yfirlýsingu að það hafi tekið niður og bannað aðganga sem auglýstu og seldu Apetamin í kjölfar þess að BBC Three gaf út heimildarmyndina Dangerous Curves, sem var frumsýnd 21. apríl síðastliðinn. Síðan þá segist NHS reyndar hafa fundið tugi Instagram-aðganga sem enn selja efnið og að þegar það hafi verið tilkynnt Instagram hafi ekkert verið í því gert.
England Bretland Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira