Friðum refinn: 7 punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 4. maí 2021 10:01 Refurinn er eina upprunalega og náttúrulega landspendýrið á Íslandi. Um 9.000 refir eru nú til á Íslandi. Í gær svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn minni á Alþingi um refaveiðar. Skoðum 7 punkta sem þar komu fram: Árlega eru drepnir um 5-7.000 refir. Veiði á refum hefur aukist á hverju ári allt þetta kjörtímabil og var mest í fyrra þegar yfir 7.200 refir voru drepnir. Rúmlega 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarin 10 ár og þar af 18.000 yrðlingar. Stjórnvöld hafa varið um þúsund milljónum króna í refaveiðar undanfarinn áratug. Það er svipaður kostnaður og árlegur rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eða dæmigerðs framhaldsskóla í landinu. Kostnaður skattgreiðanda við að niðurgreiða refaveiðar hefur aukist um helming á 10 árum og hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum eru til litlar upplýsingar um fjárhagslegt tjón sem refir valda þrátt fyrir að hafa kallað eftir slíkum upplýsingum í mörg ár. Umhverfisstofnun hefur meira að segja bent á að „nær engar upplýsingar“ hafi borist til sín vegna tjóns ef frá eru taldar nokkrar tilkynningar um tjón í æðarvarpi. Því kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni á Alþingi að Umhverfisstofnun telji „að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum“ með núverandi fyrirkomulagi. Heimskautarefurinn hefur verið á Íslandi í árþúsundir en elstu leifar sem hafa fundist hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski refastofninn hefur að mestu verið erfðafræðilega aðskilinn frá öðrum stofnum frá því ísöld lauk og er hann því sérstakur vegna langvarandi einangrunar og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis. Nú eru refaveiðar bannaðar á mjög fáum stöðum á landinu. Ég legg því til að við friðum refinn um allt land. En valdi refurinn tjóni t.d. í æðarvarpi hljótum við að geta bætt það tjón með beinum hætti í staðinn fyrir að stráfella refinn í þúsunda tali á hverju ári. Fjölbreytni dýralífs á Íslandi er afar lítil og við hljótum að geta verndað þennan upprunalega landnema Íslands. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Dýr Alþingi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Refurinn er eina upprunalega og náttúrulega landspendýrið á Íslandi. Um 9.000 refir eru nú til á Íslandi. Í gær svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn minni á Alþingi um refaveiðar. Skoðum 7 punkta sem þar komu fram: Árlega eru drepnir um 5-7.000 refir. Veiði á refum hefur aukist á hverju ári allt þetta kjörtímabil og var mest í fyrra þegar yfir 7.200 refir voru drepnir. Rúmlega 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarin 10 ár og þar af 18.000 yrðlingar. Stjórnvöld hafa varið um þúsund milljónum króna í refaveiðar undanfarinn áratug. Það er svipaður kostnaður og árlegur rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eða dæmigerðs framhaldsskóla í landinu. Kostnaður skattgreiðanda við að niðurgreiða refaveiðar hefur aukist um helming á 10 árum og hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum eru til litlar upplýsingar um fjárhagslegt tjón sem refir valda þrátt fyrir að hafa kallað eftir slíkum upplýsingum í mörg ár. Umhverfisstofnun hefur meira að segja bent á að „nær engar upplýsingar“ hafi borist til sín vegna tjóns ef frá eru taldar nokkrar tilkynningar um tjón í æðarvarpi. Því kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni á Alþingi að Umhverfisstofnun telji „að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum“ með núverandi fyrirkomulagi. Heimskautarefurinn hefur verið á Íslandi í árþúsundir en elstu leifar sem hafa fundist hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski refastofninn hefur að mestu verið erfðafræðilega aðskilinn frá öðrum stofnum frá því ísöld lauk og er hann því sérstakur vegna langvarandi einangrunar og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis. Nú eru refaveiðar bannaðar á mjög fáum stöðum á landinu. Ég legg því til að við friðum refinn um allt land. En valdi refurinn tjóni t.d. í æðarvarpi hljótum við að geta bætt það tjón með beinum hætti í staðinn fyrir að stráfella refinn í þúsunda tali á hverju ári. Fjölbreytni dýralífs á Íslandi er afar lítil og við hljótum að geta verndað þennan upprunalega landnema Íslands. Höfundur er alþingismaður.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun