Giannis og félagar unnu annan sigurinn á Brooklyn Nets á nokkrum dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 07:30 Grikkinn Giannis Antetokounmpo var einbeittur í sigurleiknum á Brooklyn Nets í nótt. AP/Aaron Gash Milwaukee Bucks hefur sýnt styrk sinn á móti hinum toppliðunum í Austurdeildinni að undanförnu í NBA-deildinni í körfubolta og enn eitt dæmið um það var í nótt. Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig og tók 12 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 124-118 sigur á Brooklyn Nets aðeins þremur dögum eftir að hafa unnið annað leik sömu liða. Bucks liðið var sex stigum undir þegar tíu mínútur voru eftir en náðu þá 18-1 spretti. Nets liðið hefur ekkert ráðið við Giannis í þessum tveimur leikjum en hann skoraði samtals 85 stig í þeim. Þetta var þriðji sigur Milwaukee í röð. 85 total points for @Giannis_An34 over back-to-back @Bucks wins vs. Brooklyn! pic.twitter.com/SUlsQpJm4A— NBA (@NBA) May 5, 2021 Milwaukee Bucks er ennþá í þriðja sætinu í Austurdeildinni, þremur sigrum á eftir Philadelphia 76 ers og einum og hálfum á eftir Brooklyn. Liðið vann hins vegar þessa báða leiki á móti Nets sem og tvo leiki á stuttum tíma á móti Philadelphia fyrir tveimur vikum. James Harden var samt ekki með Brooklyn í þessum leikjum og 76ers var ekki með Joel Embiid og Ben Simmons báða saman í hinum tveimur leikjunum. Giannis follows up his season high 49 with 36, leading the @Bucks to another W vs. BKN! pic.twitter.com/UUEwEtlr8Y— NBA (@NBA) May 5, 2021 Jrue Holiday var mjög góður hjá Bucks með 23 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Khris Middleton skoraði einnig 23 stig og Donte DiVincenzo var með 15 fráköst og 10 stig. Kyrie Irving skoraði 38 stig fyrir Brooklyn Nets og Kevin Durant var með 32 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar en liðið tapaði þarna þriðja leiknum sínum í röð. @CP3's statline tonight was ridiculous as he led the @Suns to 5 straight wins.23 points16 assists4 steals2 blocks0 turnovers pic.twitter.com/5SGmVb0OrN— NBA (@NBA) May 5, 2021 Devin Booker skoraði 31 stig og Chris Paul bætti við 23 stigum og 16 stoðsendingum þegar Phoenix Suns vann 134-118 sigur á Cleveland Cavaliers í framlengdum leik. Suns liðið skoraði fimmtán fyrstu stigin í framlengingunni sem þeir unnu 20-4. Þetta var fimmti sigur Phoenix liðsins í röð og liðið er við hlið Utah Jazz á toppi Vesturdeildarinnar. Bæði liðin hafa unnið 47 leiki og tapað 18. Career-high 10 THREES for THJ @T_HardJR (36 PTS) ties a franchise record with 10 triples in the @dallasmavs win. pic.twitter.com/VCi5xp1Pxc— NBA (@NBA) May 5, 2021 Tim Hardaway Jr. var með 36 stig þegar Dallas Mavericks komst upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni með 127-113 sigri á Miami Heat. Luka Doncic var með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Tim Hardaway yngri hitti úr 10 af 18 þriggja stiga skotum sínum en hann var að spila í höllinni þar sem treyja föður hans hangir í loftinu. Dallas liðið er þar með komið upp fyrir Los Angeles Lakers á innbyrðis viðureignum en þetta var fjórði sigur Mavericks manna í síðustu fimm leikjum og sá sjöundi í síðustu níu. Paul George og Marcus Morris skoruðu báðir 22 stig þegar Los Angeles Clippers endaði þriggja leikja taphrinu með 105-100 sigur á Toronto Raptors. Clippers átti á hættu að tapa fjórum í röð í fyrsta sinn á leiktíðinni. Career high tying 33 PTS for @ZO2_ Game-winning jumper in final minute#WontBowDown pic.twitter.com/8MpVhGxLmz— NBA (@NBA) May 5, 2021 Lonzo Ball bauð upp á smá skotsýningu á móti Steph Curry og félögun því hann var með sjö þrista og 33 stig þegar New Orleans Pelicans vann 108-103 sigur á Golden State Warriors. Kvöldið áður hafði Golden State unnið leik liðanna en þá klikkaði Ball á 15 af 18 skotum sínum. Stephen Curry skoraði sjálfur 37 stig í leiknum og hitti úr átta þriggja stiga skotum en honum mistókst að koma Warriors yfir þegar tuttugu sekúndur voru eftir. Zion Williamson hjá Pelíkönunum var með 23 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta í leiknum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Brooklyn Nets 124-118 Los Angeles Clippers - Toronto Raptors 105-100 Cleveland Cavaliers - Phoenix Suns 118-134 (framl.) Miami Heat - Dallas Mavericks 113-127 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 108-103 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 99-102 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 99-103 The @Suns 5th straight W moves them into 1st place!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the #NBAPlayoffs for each conference. pic.twitter.com/F6cdvIEMJX— NBA (@NBA) May 5, 2021 NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig og tók 12 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 124-118 sigur á Brooklyn Nets aðeins þremur dögum eftir að hafa unnið annað leik sömu liða. Bucks liðið var sex stigum undir þegar tíu mínútur voru eftir en náðu þá 18-1 spretti. Nets liðið hefur ekkert ráðið við Giannis í þessum tveimur leikjum en hann skoraði samtals 85 stig í þeim. Þetta var þriðji sigur Milwaukee í röð. 85 total points for @Giannis_An34 over back-to-back @Bucks wins vs. Brooklyn! pic.twitter.com/SUlsQpJm4A— NBA (@NBA) May 5, 2021 Milwaukee Bucks er ennþá í þriðja sætinu í Austurdeildinni, þremur sigrum á eftir Philadelphia 76 ers og einum og hálfum á eftir Brooklyn. Liðið vann hins vegar þessa báða leiki á móti Nets sem og tvo leiki á stuttum tíma á móti Philadelphia fyrir tveimur vikum. James Harden var samt ekki með Brooklyn í þessum leikjum og 76ers var ekki með Joel Embiid og Ben Simmons báða saman í hinum tveimur leikjunum. Giannis follows up his season high 49 with 36, leading the @Bucks to another W vs. BKN! pic.twitter.com/UUEwEtlr8Y— NBA (@NBA) May 5, 2021 Jrue Holiday var mjög góður hjá Bucks með 23 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Khris Middleton skoraði einnig 23 stig og Donte DiVincenzo var með 15 fráköst og 10 stig. Kyrie Irving skoraði 38 stig fyrir Brooklyn Nets og Kevin Durant var með 32 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar en liðið tapaði þarna þriðja leiknum sínum í röð. @CP3's statline tonight was ridiculous as he led the @Suns to 5 straight wins.23 points16 assists4 steals2 blocks0 turnovers pic.twitter.com/5SGmVb0OrN— NBA (@NBA) May 5, 2021 Devin Booker skoraði 31 stig og Chris Paul bætti við 23 stigum og 16 stoðsendingum þegar Phoenix Suns vann 134-118 sigur á Cleveland Cavaliers í framlengdum leik. Suns liðið skoraði fimmtán fyrstu stigin í framlengingunni sem þeir unnu 20-4. Þetta var fimmti sigur Phoenix liðsins í röð og liðið er við hlið Utah Jazz á toppi Vesturdeildarinnar. Bæði liðin hafa unnið 47 leiki og tapað 18. Career-high 10 THREES for THJ @T_HardJR (36 PTS) ties a franchise record with 10 triples in the @dallasmavs win. pic.twitter.com/VCi5xp1Pxc— NBA (@NBA) May 5, 2021 Tim Hardaway Jr. var með 36 stig þegar Dallas Mavericks komst upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni með 127-113 sigri á Miami Heat. Luka Doncic var með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Tim Hardaway yngri hitti úr 10 af 18 þriggja stiga skotum sínum en hann var að spila í höllinni þar sem treyja föður hans hangir í loftinu. Dallas liðið er þar með komið upp fyrir Los Angeles Lakers á innbyrðis viðureignum en þetta var fjórði sigur Mavericks manna í síðustu fimm leikjum og sá sjöundi í síðustu níu. Paul George og Marcus Morris skoruðu báðir 22 stig þegar Los Angeles Clippers endaði þriggja leikja taphrinu með 105-100 sigur á Toronto Raptors. Clippers átti á hættu að tapa fjórum í röð í fyrsta sinn á leiktíðinni. Career high tying 33 PTS for @ZO2_ Game-winning jumper in final minute#WontBowDown pic.twitter.com/8MpVhGxLmz— NBA (@NBA) May 5, 2021 Lonzo Ball bauð upp á smá skotsýningu á móti Steph Curry og félögun því hann var með sjö þrista og 33 stig þegar New Orleans Pelicans vann 108-103 sigur á Golden State Warriors. Kvöldið áður hafði Golden State unnið leik liðanna en þá klikkaði Ball á 15 af 18 skotum sínum. Stephen Curry skoraði sjálfur 37 stig í leiknum og hitti úr átta þriggja stiga skotum en honum mistókst að koma Warriors yfir þegar tuttugu sekúndur voru eftir. Zion Williamson hjá Pelíkönunum var með 23 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta í leiknum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Brooklyn Nets 124-118 Los Angeles Clippers - Toronto Raptors 105-100 Cleveland Cavaliers - Phoenix Suns 118-134 (framl.) Miami Heat - Dallas Mavericks 113-127 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 108-103 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 99-102 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 99-103 The @Suns 5th straight W moves them into 1st place!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the #NBAPlayoffs for each conference. pic.twitter.com/F6cdvIEMJX— NBA (@NBA) May 5, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Brooklyn Nets 124-118 Los Angeles Clippers - Toronto Raptors 105-100 Cleveland Cavaliers - Phoenix Suns 118-134 (framl.) Miami Heat - Dallas Mavericks 113-127 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 108-103 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 99-102 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 99-103
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira