Ójafn leikur: TR gegn einstaklingi Viðar Eggertsson skrifar 8. maí 2021 16:30 Tryggingastofnun ríkisins er ekki að gera gott mót – enn einu sinni. Henni var í upphafi ætlað að vera þjónustustofnun sem fólk setti traust sitt á. Nú stendur hún uppi rúin trausti þess fólks sem þarf að reiða sig á skilvirka og vinsamlega afgreiðslu þeirra réttinda sem fólk hefur áunnið sér eftir langa baráttu fyrir réttindum þeirra sem hallari fæti standa, eldri borgurum og öryrkjum. Nýlega felldi Umboðsmaður Alþingis áfellisdóm yfir stjórnsýslu TR og Úrskuðarnefndar velferðarmála og það ekki í fyrsta sinn. En fæst mál ná alla leið til umboðsmanns. Það er fyrst og fremst vegna þess að þeir sem vilja fá mál sín tekin fyrir þurfa annað hvort að búa yfir lögfræðiþekkingu sjálfir eða hafa efni á að kaupa hana fullu verði. Einstaklingurinn er settur í erfiða stöðu og nánast óviðráðanlega við að leita réttar síns ef hann sér að TR er að skerða réttindi hans að ósekju. Þá er úrræðið að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar velferðarmála. Nefndin er skipuð lögfræðingum sem fá greidd laun sín úr ríkissjóði til að fella sína úrskurði. Þeir kalla eftir rökstuðningi TR sem fær einn af fjölmörgu lögfræðingum sínum sem fá laun úr ríkissjóði til að rökstyðja óásættanlegu ákvörðunina. Sá sem hefur skotið máli sínu til úrskurðarnefndarinnar, öryrkinn eða eldri borgarinn, fær enga slíka þjónustu, lögfræðinga frá ríkinu til að rökstyðja sitt mál og fæstir hafa efni á að greiða slíka þjónustu úr eigin vasa. Hann stendur því einn á berangri gegn her lögfræðinga ríkisins sem verjast af fimi mótbárum þess veika og smáða. Það er ekki nema þeir alhörðustu sem ganga svo langt að ráða sér lögfræðing. Enda hefur Úrskuðarnefnd velferðarmála sára sjaldan kveðið upp úrskurð sem hallar á TR. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis rassskellt bæði úrskurðarnefndin og TR. Málið náði eingöngu svo langt af því málshefjandi kostaði sjálfur úr eigin vasa sérfræðiaðstoð lögfræðings frá kæru til TR, þaðan til úrskurðarnefnda og loks þaðan til umboðsmanns. Fyrst TR er fyrirmunað að líta á sig sem raunverulega þjónustumiðstöð, heldur varðhund sem glefsar í útréttar hendur og fyrst Úrskurðarnefnd velferðarmála lítur á sig sem framlengingu á kúgunarvaldi TR, þá er bara eitt í stöðunni: Ríkið á að gæta jafnræðis deiluaðila og tryggja þeim fría lögfræðiaðstoð sem þurfa að leita réttar síns vegna afgreiðslu TR og til að reka mál sitt fyrir Úrskurðarnefnd velferðarmála – strax! Höfundur er leikstjóri og eldri borgari og frambjóðandi Samfylkingarinnar í 3ja sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Tryggingar Heilbrigðismál Stjórnsýsla Viðar Eggertsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins er ekki að gera gott mót – enn einu sinni. Henni var í upphafi ætlað að vera þjónustustofnun sem fólk setti traust sitt á. Nú stendur hún uppi rúin trausti þess fólks sem þarf að reiða sig á skilvirka og vinsamlega afgreiðslu þeirra réttinda sem fólk hefur áunnið sér eftir langa baráttu fyrir réttindum þeirra sem hallari fæti standa, eldri borgurum og öryrkjum. Nýlega felldi Umboðsmaður Alþingis áfellisdóm yfir stjórnsýslu TR og Úrskuðarnefndar velferðarmála og það ekki í fyrsta sinn. En fæst mál ná alla leið til umboðsmanns. Það er fyrst og fremst vegna þess að þeir sem vilja fá mál sín tekin fyrir þurfa annað hvort að búa yfir lögfræðiþekkingu sjálfir eða hafa efni á að kaupa hana fullu verði. Einstaklingurinn er settur í erfiða stöðu og nánast óviðráðanlega við að leita réttar síns ef hann sér að TR er að skerða réttindi hans að ósekju. Þá er úrræðið að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar velferðarmála. Nefndin er skipuð lögfræðingum sem fá greidd laun sín úr ríkissjóði til að fella sína úrskurði. Þeir kalla eftir rökstuðningi TR sem fær einn af fjölmörgu lögfræðingum sínum sem fá laun úr ríkissjóði til að rökstyðja óásættanlegu ákvörðunina. Sá sem hefur skotið máli sínu til úrskurðarnefndarinnar, öryrkinn eða eldri borgarinn, fær enga slíka þjónustu, lögfræðinga frá ríkinu til að rökstyðja sitt mál og fæstir hafa efni á að greiða slíka þjónustu úr eigin vasa. Hann stendur því einn á berangri gegn her lögfræðinga ríkisins sem verjast af fimi mótbárum þess veika og smáða. Það er ekki nema þeir alhörðustu sem ganga svo langt að ráða sér lögfræðing. Enda hefur Úrskuðarnefnd velferðarmála sára sjaldan kveðið upp úrskurð sem hallar á TR. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis rassskellt bæði úrskurðarnefndin og TR. Málið náði eingöngu svo langt af því málshefjandi kostaði sjálfur úr eigin vasa sérfræðiaðstoð lögfræðings frá kæru til TR, þaðan til úrskurðarnefnda og loks þaðan til umboðsmanns. Fyrst TR er fyrirmunað að líta á sig sem raunverulega þjónustumiðstöð, heldur varðhund sem glefsar í útréttar hendur og fyrst Úrskurðarnefnd velferðarmála lítur á sig sem framlengingu á kúgunarvaldi TR, þá er bara eitt í stöðunni: Ríkið á að gæta jafnræðis deiluaðila og tryggja þeim fría lögfræðiaðstoð sem þurfa að leita réttar síns vegna afgreiðslu TR og til að reka mál sitt fyrir Úrskurðarnefnd velferðarmála – strax! Höfundur er leikstjóri og eldri borgari og frambjóðandi Samfylkingarinnar í 3ja sæti í Reykjavík suður.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun