Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 08:00 Russell Westbrook skrifaði NBA-söguna í nótt. getty/Casey Sykes Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Westbrook náði sinni 182. þrennu á ferlinum þegar hann tók frákast þegar átta og hálf mínúta voru eftir af leik Atlanta Hawks og Washington Wizards. Hann bætti þar með met Robertsons sem hafði staðið í 47 ár. Russell Westbrook's 10th rebound tonight gives him 182 career triple-doubles, the MOST in @NBAHistory! pic.twitter.com/n99l8SVrqS— NBA (@NBA) May 11, 2021 Congrats to @russwest44 of the @WashWizards for setting the ALL-TIME RECORD for TRIPLE-DOUBLES! pic.twitter.com/pTuaUaEr1i— NBA (@NBA) May 11, 2021 Westbrook skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í naumu tapi Washington, 125-124. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Galdramönnunum sigurinn en þriggja stiga skot hans þegar tvær sekúndur voru eftir geigaði. Washington lék án Bradleys Beal, næststigahæsta leikmanns NBA, í nótt. Russell Westbrook (28 PTS, 13 REB, 21 AST) passes Oscar Robertson for the MOST TRIPLE-DOUBLES in NBA history!@russwest44 x @WashWizards pic.twitter.com/60hCVLKUtR— NBA (@NBA) May 11, 2021 The Big O, Magic, and more congratulate Russ!#WES182OOK | @russswest44 pic.twitter.com/eObUZ3Pmv2— Washington Wizards (@WashWizards) May 11, 2021 Trae Young skoraði 36 stig fyrir Atlanta og John Collins 28. Bogdan Bogdanovic heldur áfram að spila vel fyrir Haukana og skoraði 25 stig. 36 points, 9 dimes for @TheTraeYoung in the @ATLHawks win. pic.twitter.com/fAm7JPm5MI— NBA (@NBA) May 11, 2021 Stephen Curry skoraði 36 stig þegar Golden State Warriors sigraði Utah Jazz, topplið Vesturdeildarinnar, 119-116. Með sigrinum tryggði Golden State sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Curry er stigahæstur í deildinni með 31,9 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði ellefu stig af vítalínunni í nótt og setti niður stórt þriggja stiga skot undir lokin. Curry hefur þó oft hitt betur úr þristum en í nótt. 36 points for @StephenCurry30 7th straight game with 30+ points Game-winning triple with 13.4 leftSteph keeps the @warriors in the #8 spot out West! pic.twitter.com/IA3EfzWvxs— NBA (@NBA) May 11, 2021 Jordan Clarkson skoraði 41 stig fyrir Utah og Bojan Bogdanovic 27 stig. Donovan Mitchell og Mike Conley léku ekki með liðinu í nótt. Memphis Grizzlies tryggði sér einnig sæti í umspilinu með sigri á New Orleans Pelicans, 115-110. Dillon Brooks skoraði 23 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas var með tuttugu stig og ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Westbrook náði sinni 182. þrennu á ferlinum þegar hann tók frákast þegar átta og hálf mínúta voru eftir af leik Atlanta Hawks og Washington Wizards. Hann bætti þar með met Robertsons sem hafði staðið í 47 ár. Russell Westbrook's 10th rebound tonight gives him 182 career triple-doubles, the MOST in @NBAHistory! pic.twitter.com/n99l8SVrqS— NBA (@NBA) May 11, 2021 Congrats to @russwest44 of the @WashWizards for setting the ALL-TIME RECORD for TRIPLE-DOUBLES! pic.twitter.com/pTuaUaEr1i— NBA (@NBA) May 11, 2021 Westbrook skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í naumu tapi Washington, 125-124. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Galdramönnunum sigurinn en þriggja stiga skot hans þegar tvær sekúndur voru eftir geigaði. Washington lék án Bradleys Beal, næststigahæsta leikmanns NBA, í nótt. Russell Westbrook (28 PTS, 13 REB, 21 AST) passes Oscar Robertson for the MOST TRIPLE-DOUBLES in NBA history!@russwest44 x @WashWizards pic.twitter.com/60hCVLKUtR— NBA (@NBA) May 11, 2021 The Big O, Magic, and more congratulate Russ!#WES182OOK | @russswest44 pic.twitter.com/eObUZ3Pmv2— Washington Wizards (@WashWizards) May 11, 2021 Trae Young skoraði 36 stig fyrir Atlanta og John Collins 28. Bogdan Bogdanovic heldur áfram að spila vel fyrir Haukana og skoraði 25 stig. 36 points, 9 dimes for @TheTraeYoung in the @ATLHawks win. pic.twitter.com/fAm7JPm5MI— NBA (@NBA) May 11, 2021 Stephen Curry skoraði 36 stig þegar Golden State Warriors sigraði Utah Jazz, topplið Vesturdeildarinnar, 119-116. Með sigrinum tryggði Golden State sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Curry er stigahæstur í deildinni með 31,9 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði ellefu stig af vítalínunni í nótt og setti niður stórt þriggja stiga skot undir lokin. Curry hefur þó oft hitt betur úr þristum en í nótt. 36 points for @StephenCurry30 7th straight game with 30+ points Game-winning triple with 13.4 leftSteph keeps the @warriors in the #8 spot out West! pic.twitter.com/IA3EfzWvxs— NBA (@NBA) May 11, 2021 Jordan Clarkson skoraði 41 stig fyrir Utah og Bojan Bogdanovic 27 stig. Donovan Mitchell og Mike Conley léku ekki með liðinu í nótt. Memphis Grizzlies tryggði sér einnig sæti í umspilinu með sigri á New Orleans Pelicans, 115-110. Dillon Brooks skoraði 23 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas var með tuttugu stig og ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira