Mældu ýtrustu hyldýpi heimshafanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 14:24 Móðurskipið Pressure Drop í Suður-Íshafinu. Á dekkinu á skuti skipsins sést kafbáturinn Limiting Factor sem kafaði niður í dýpstu hyli heimshafanna. Caladan Oceanic LLC Dýpstu glufur á hafsbotninum í heimshöfunum fimm voru kortlagðar á nákvæmari hátt en áður hefur verið gert í leiðangri bandarísks ævintýramanns undanfarin ár. Dýptarmælingarnar skáru loks úr um hverjir dýpstu staðirnir í Indlandshafi og Suður-Íshafinu eru í raun og veru. Djúpin fimm var leiðangur bandaríska ævintýra- og fjármálamannsins Victors Vescovo en hann varð fyrsti maðurinn til þess að fara í kafbáti niður á mestu dýpi allra hafanna í leiðangrinum. Leiðangursmenn kortlögðu dýpstu hluta hafsbotnsins í Kyrrahafi, Atlantshafi, Indlandshafi og Norður- og Suður-Íshafi. Niðurstöður dýptarmælinganna voru birtar í vísindaritinu Geoscience Data Journal. Sum svæðanna voru vel þekkt fyrir en leiðangurinn staðfesti í fyrsta skipti að Sundadjúpállinn við Indónesíu væri dýpsti hluti Indlandshafs, 7.187 metra djúpur. Dýpsti hlutinn djúpálsins reyndist 387 kílómetrum frá því sem hann var talinn vera áður en mælingarnar voru gerðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Suður-Íshafinu reyndist svæði sem leiðangursmenn nefndu Þáttardjúp [e. Factorian Deep] til heiðurs kafbátnum Takmarkandi þættinum [e. Limiting Factor] dýpsti hluti hafsbotnsins, 7.432 metra djúpt. Þáttardjúp er syðsti hluti Suður-Sandvíkurdjúpálsins. Norðar í sama djúpál er að finna enn dýpri lægð, svonefnt Loftsteinadjúp sem er 8.265 metra djúpt. Það tilheyrir þó tæknilega Atlantshafi. Victor Vescovo (t.v.) vildi verða fyrsti maðurinn til að kafa niður á dýpstu staði heimshafanna fimm. Honum tókst það þegar hann kafaði niður að Molloy-holunni í Norður-Íshafinu í ágúst árið 2019.Five Deeps Dýpsti staður á hafsbotninum á jörðinni er Challenger-dýpi í Maríönudjúpálnum í Kyrrahafi. Það er 10.924 metra djúpt samkvæmt mælingu leiðangursmanna. BBC segir að skekkjumörk mælinga Djúpanna fimm séu um fimmtán metra og að afar erfitt muni reynast að mæla hafsbotninn með meiri nákvæmni en það. Heimshöfin eru enn að miklu leyti ókannað svæði. Um 80% hafsbotnsins hefur þannig aldrei verið mældur eins nákvæmlega og gert var í leiðangrinum. Vísindi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Djúpin fimm var leiðangur bandaríska ævintýra- og fjármálamannsins Victors Vescovo en hann varð fyrsti maðurinn til þess að fara í kafbáti niður á mestu dýpi allra hafanna í leiðangrinum. Leiðangursmenn kortlögðu dýpstu hluta hafsbotnsins í Kyrrahafi, Atlantshafi, Indlandshafi og Norður- og Suður-Íshafi. Niðurstöður dýptarmælinganna voru birtar í vísindaritinu Geoscience Data Journal. Sum svæðanna voru vel þekkt fyrir en leiðangurinn staðfesti í fyrsta skipti að Sundadjúpállinn við Indónesíu væri dýpsti hluti Indlandshafs, 7.187 metra djúpur. Dýpsti hlutinn djúpálsins reyndist 387 kílómetrum frá því sem hann var talinn vera áður en mælingarnar voru gerðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Suður-Íshafinu reyndist svæði sem leiðangursmenn nefndu Þáttardjúp [e. Factorian Deep] til heiðurs kafbátnum Takmarkandi þættinum [e. Limiting Factor] dýpsti hluti hafsbotnsins, 7.432 metra djúpt. Þáttardjúp er syðsti hluti Suður-Sandvíkurdjúpálsins. Norðar í sama djúpál er að finna enn dýpri lægð, svonefnt Loftsteinadjúp sem er 8.265 metra djúpt. Það tilheyrir þó tæknilega Atlantshafi. Victor Vescovo (t.v.) vildi verða fyrsti maðurinn til að kafa niður á dýpstu staði heimshafanna fimm. Honum tókst það þegar hann kafaði niður að Molloy-holunni í Norður-Íshafinu í ágúst árið 2019.Five Deeps Dýpsti staður á hafsbotninum á jörðinni er Challenger-dýpi í Maríönudjúpálnum í Kyrrahafi. Það er 10.924 metra djúpt samkvæmt mælingu leiðangursmanna. BBC segir að skekkjumörk mælinga Djúpanna fimm séu um fimmtán metra og að afar erfitt muni reynast að mæla hafsbotninn með meiri nákvæmni en það. Heimshöfin eru enn að miklu leyti ókannað svæði. Um 80% hafsbotnsins hefur þannig aldrei verið mældur eins nákvæmlega og gert var í leiðangrinum.
Vísindi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira