Óvænt hetja kláraði dæmið fyrir Lakers gegn Knicks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 08:00 Talen Horton-Tucker skorar sigurkörfu Los Angeles Lakers gegn New York Knicks án þess að Derrick Rose komi vörnum við. getty/Harry How Þrátt fyrir að vera án LeBrons James og leikstjórnandalausir vann Los Angeles Lakers New York Knicks, 101-99, í framlengnum leik á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers fékk óvænt framlag frá Talen Horton-Tucker sem skoraði þrettán stig í leiknum, þar af sjö í framlengingunni. Hann skoraði sigurkörfu Lakers sigurinn er hann setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum. Auk þess að skora þrettán stig gaf Horton-Tucker tíu stoðsendingar. TALEN. HORTON. TUCKER.The @Lakers guard buries the game-winning triple in OT! #LakeShow pic.twitter.com/n4DJ1ncLm9— NBA (@NBA) May 12, 2021 Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Lakers sem reynir að forðast að lenda í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-manna með 23 stig. Anthony Davis skoraði tuttugu stig og Andre Drummond var með sextán stig og átján fráköst. Julius Randle skoraði 31 stig fyrir Knicks og Derrick Rose 27. Í annað sinn á þremur dögum vann Miami Heat Boston Celtics. Lokatölur 121-129, Miami í vil. Þetta var tíundi sigur liðsins í síðustu þrettán leikjum og það er nú öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Boston þarf hins vegar að öllum líkindum að fara í umspil. Tyler Herro skoraði 24 stig fyrir Miami og tók ellefu fráköst og Duncan Robinson og Bam Adebayo voru með 22 stig hvor. Kemba Walker skoraði 36 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 33. Tyler Herro (@raf_tyler) puts up 24 PTS, 11 REB as the @MiamiHEAT clinch an #NBAPlayoffs spot! pic.twitter.com/tk0IpeRq84— NBA (@NBA) May 12, 2021 Aldrei þessu vant var Stephen Curry ekki stigahæstur í liði Golden State Warriors þegar liðið sigraði Phoenix Suns, 122-116. Curry hitti aðeins úr einu af ellefu þriggja stiga skotum sínum og endaði með 21 stig. Andrew Wiggins var hins vegar sjóðheitur og skoraði 38 stig fyrir Golden State sem hefur unnið tvö bestu lið Vesturdeildarinnar, Phoenix og Utah Jazz, í röð. WIGGINS COULD NOT MISS @22wiggins drops 38 points on 17-24 shooting in the @warriors 4th consecutive victory! pic.twitter.com/e2J7BaAAgX— NBA (@NBA) May 12, 2021 Devin Booker skoraði 34 stig fyrir Phoenix og Chris Paul var með 24 stig og tíu stoðsendingar. Úrslitin í nótt LA Lakers 101-99 NY Knicks Boston 121-129 Miami Golden State 122-116 Phoenix Charlotte 112-117 Denver Detroit 100-119 Minnesota Toronto 96-115 LA Clippers Indiana 103-94 Philadelphia Chicago 107-115 Brooklyn Memphis 133-104 Dallas Milwaukee 114-102 Orlando Sacramento 122-06 Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Lakers fékk óvænt framlag frá Talen Horton-Tucker sem skoraði þrettán stig í leiknum, þar af sjö í framlengingunni. Hann skoraði sigurkörfu Lakers sigurinn er hann setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum. Auk þess að skora þrettán stig gaf Horton-Tucker tíu stoðsendingar. TALEN. HORTON. TUCKER.The @Lakers guard buries the game-winning triple in OT! #LakeShow pic.twitter.com/n4DJ1ncLm9— NBA (@NBA) May 12, 2021 Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Lakers sem reynir að forðast að lenda í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-manna með 23 stig. Anthony Davis skoraði tuttugu stig og Andre Drummond var með sextán stig og átján fráköst. Julius Randle skoraði 31 stig fyrir Knicks og Derrick Rose 27. Í annað sinn á þremur dögum vann Miami Heat Boston Celtics. Lokatölur 121-129, Miami í vil. Þetta var tíundi sigur liðsins í síðustu þrettán leikjum og það er nú öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Boston þarf hins vegar að öllum líkindum að fara í umspil. Tyler Herro skoraði 24 stig fyrir Miami og tók ellefu fráköst og Duncan Robinson og Bam Adebayo voru með 22 stig hvor. Kemba Walker skoraði 36 stig fyrir Boston og Jayson Tatum 33. Tyler Herro (@raf_tyler) puts up 24 PTS, 11 REB as the @MiamiHEAT clinch an #NBAPlayoffs spot! pic.twitter.com/tk0IpeRq84— NBA (@NBA) May 12, 2021 Aldrei þessu vant var Stephen Curry ekki stigahæstur í liði Golden State Warriors þegar liðið sigraði Phoenix Suns, 122-116. Curry hitti aðeins úr einu af ellefu þriggja stiga skotum sínum og endaði með 21 stig. Andrew Wiggins var hins vegar sjóðheitur og skoraði 38 stig fyrir Golden State sem hefur unnið tvö bestu lið Vesturdeildarinnar, Phoenix og Utah Jazz, í röð. WIGGINS COULD NOT MISS @22wiggins drops 38 points on 17-24 shooting in the @warriors 4th consecutive victory! pic.twitter.com/e2J7BaAAgX— NBA (@NBA) May 12, 2021 Devin Booker skoraði 34 stig fyrir Phoenix og Chris Paul var með 24 stig og tíu stoðsendingar. Úrslitin í nótt LA Lakers 101-99 NY Knicks Boston 121-129 Miami Golden State 122-116 Phoenix Charlotte 112-117 Denver Detroit 100-119 Minnesota Toronto 96-115 LA Clippers Indiana 103-94 Philadelphia Chicago 107-115 Brooklyn Memphis 133-104 Dallas Milwaukee 114-102 Orlando Sacramento 122-06 Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
LA Lakers 101-99 NY Knicks Boston 121-129 Miami Golden State 122-116 Phoenix Charlotte 112-117 Denver Detroit 100-119 Minnesota Toronto 96-115 LA Clippers Indiana 103-94 Philadelphia Chicago 107-115 Brooklyn Memphis 133-104 Dallas Milwaukee 114-102 Orlando Sacramento 122-06 Oklahoma
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira