Óttast að nýtt stríð brjótist út á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 12:10 Fjölbýlishús sem jafnað var við jörðu í morgun. AP/Adel Hana Embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að nýtt stríð muni brjótast út á Gasa-ströndinni. Rúmlega þúsund eldflaugum hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og her Ísraels hefur gert hundruð loftárása á Gasa, sem er eitt þéttbýlasta svæði heimsins, og hafa minnst tvo fjölbýlishús verið jöfnuð við jörðu. Minnst 43 Palestínumenn hafa fallið í átökum síðustu daga, þar á meðal þrettán börn. Þá hafa sex Ísraelsmenn fallið og þar á meðal sextán ára stúlka sem dó ásamt föður sínum þegar eldflaug var skotið í bíl þeirra. Antóníó Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu, samkvæmt frétt BBC. Her Ísraels segir átökin á svæðinu ekki hafa verið jafn mikil frá stíðinu 2014. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í morgun að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna muni standa yfir svo lengi sem þeirra sé þörf. Loftárásir væru bara byrjunin. Her Ísraels hefur sent tvær herdeildir að Gasa og þykir það til marks um að mögulega sé verið að skipuleggja innrás á svæðið. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagði í sjónvarpsávarpi að samtökin væru tilbúin til að takast frekar á við Ísraelsmenn, ef það væri vilji þeirra. Hamas væri sömuleiðis tilbúið til að stöðva átökin. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Gasa í morgun. Her Ísraels hefur lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas. Herinn tilkynnti í morgun að nokkrir slíkir hefðu verið felldir í árásum í morgun. Búist var við að því verði svarað með frekari eldflaugaskotum frá Gasa. Eins og áður segir er Gasa-ströndin mjög þéttbýl. Þar búa um tvær milljónir manna og hefur svæðið verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Ísraelsmenn hafa jafnað minnst tvö fjölbýlishús við jörðu eftir að viðvörunarskotum var fyrst skotið að húsunum. Ísraelsmenn voru harðlega gagnrýndir fyrir sambærilegar árásir í stríðinu 2014. Þeim hefur verið lýst sem stríðsglæpum en því hafnar Ísrael. Auk þess segir AP fréttaveitan að lögreglustöð Gasa hafi verið jöfnuð við jörðu í árásum í morgun. Sömuleiðis hafi aðrar árásir beinst gegn varðstöðvum Hamas. Blaðamaður AP sá fimm látna eftir að loftárás var gerð á bíl í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður hersins, segir að Ísraelsmenn reyni sitt besta til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Minnst 43 Palestínumenn hafa fallið í átökum síðustu daga, þar á meðal þrettán börn. Þá hafa sex Ísraelsmenn fallið og þar á meðal sextán ára stúlka sem dó ásamt föður sínum þegar eldflaug var skotið í bíl þeirra. Antóníó Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu, samkvæmt frétt BBC. Her Ísraels segir átökin á svæðinu ekki hafa verið jafn mikil frá stíðinu 2014. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í morgun að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna muni standa yfir svo lengi sem þeirra sé þörf. Loftárásir væru bara byrjunin. Her Ísraels hefur sent tvær herdeildir að Gasa og þykir það til marks um að mögulega sé verið að skipuleggja innrás á svæðið. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagði í sjónvarpsávarpi að samtökin væru tilbúin til að takast frekar á við Ísraelsmenn, ef það væri vilji þeirra. Hamas væri sömuleiðis tilbúið til að stöðva átökin. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Gasa í morgun. Her Ísraels hefur lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas. Herinn tilkynnti í morgun að nokkrir slíkir hefðu verið felldir í árásum í morgun. Búist var við að því verði svarað með frekari eldflaugaskotum frá Gasa. Eins og áður segir er Gasa-ströndin mjög þéttbýl. Þar búa um tvær milljónir manna og hefur svæðið verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Ísraelsmenn hafa jafnað minnst tvö fjölbýlishús við jörðu eftir að viðvörunarskotum var fyrst skotið að húsunum. Ísraelsmenn voru harðlega gagnrýndir fyrir sambærilegar árásir í stríðinu 2014. Þeim hefur verið lýst sem stríðsglæpum en því hafnar Ísrael. Auk þess segir AP fréttaveitan að lögreglustöð Gasa hafi verið jöfnuð við jörðu í árásum í morgun. Sömuleiðis hafi aðrar árásir beinst gegn varðstöðvum Hamas. Blaðamaður AP sá fimm látna eftir að loftárás var gerð á bíl í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður hersins, segir að Ísraelsmenn reyni sitt besta til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07