Einföld breyting sem skilar sér beint í vasa fólks Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. maí 2021 13:31 Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Í dag má fólk hafa fjármagnstekjur upp á 300 þúsund krónur á ári áður en það greiðir skatta af þessum tekjum, sem gerir samtals 66.000 kr. í skattaafslátt á ári. Í einföldu máli er þetta því skattaafsláttur sem gagnast öllum þeim sem t.d. eiga peninga á bankabók eða fá greiddan arð af hlutabréfum. Þar að auki getur fólk sem er með miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur fært hluta af persónuafslætti sínum og gert hann að viðbótarafslætti af skattgreiðslum vegna fjármagnstekna. Hins vegar er mjög stór hluti Íslendinga ekki með nægilega háar fjármagnstekjur til þess að fullnýta þetta 300 þúsund krónu frítekjumark - og verður því af skattaafslættinum sem það hefur rétt á. Píratar vilja breyta því. Til einföldunar má sjá hér mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig persónuafsláttur af launatekjum og frítekjumark fjármagnstekna spilar saman. Píratar hafa því lagt fram frumvarp sem leggur til einfalda breytingu á lögum um tekjuskatt. Hafi fólk ekki nýtt sér allt frítekjumarkið bætist það einfaldlega við persónuafsláttinn þeirra. Þannig njóta allir launþegar þessa skattaafsláttar til jafns við fjármagnseigendur. Þetta má gera með einni setningu, og þar af leiðandi bæta 66.000 krónum við persónuafslátt þeirra sem eingöngu hafa tekjur af launum sínum. Einfalt í framkvæmd og nýtist mörgum Sem fyrr segir nemur frítekjumark fjármagnstekna 300 þúsund krónum á ári. Hafi einstaklingur ekki gengið á frítekjumarkið að nokkru leyti myndi þetta því þýða að persónuafsláttur hans það árið myndi hækka um 66 þúsund krónur. Framkvæmdin yrði ekkert sérstaklega flókin að mati Pírata. Útreikningarnir færu fram samhliða skattalegu uppgjöri einstaklinga. Því myndi ónýtt frítekjumark ekki bætast við mánaðarlega nýtingu persónuafsláttar á árinu heldur raungerast í formi endurgreiðslu frá Skattinum um mitt næsta ár. Áætlað er, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fyrir árin 2018 og 2019, að frumvarpið myndi kosta ríkissjóð um 4,4 milljarða á ári – sem rynni í staðinn beint í vasa fólks. Þessir peningar myndu einna helst nýtast annarri til sjöundu tekjutíund, en einstaklingar í lægstu tekjutíund myndu hins vegar bera skarðan hlut frá borði. Tekjur þeirra duga ekki til að fullnýta núverandi persónuafslátt, hvað þá viðbótina sem hér er boðuð. Ljóst er því að þetta frumvarp eitt og sér er ekki nógu gott sem verkfæri til að jafna tekjur einstaklinga. Möguleg lausn á því væri að breyta persónuafslætti fólks í útgreiðanlegan persónuarð eins og Píratar hafa lagt til, sem myndi kosta ríkissjóð 15 milljarða króna til viðbótar. Aftur á móti myndu 12 milljarðar króna af þeirri upphæð renna beint til allra fátækasta fólksins, þeirra í lægstu tekjutíundinni, sem myndu eftir breytinguna hafa um 435 þúsund krónur aukalega á milli handanna á ári. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Skattar og tollar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Í dag má fólk hafa fjármagnstekjur upp á 300 þúsund krónur á ári áður en það greiðir skatta af þessum tekjum, sem gerir samtals 66.000 kr. í skattaafslátt á ári. Í einföldu máli er þetta því skattaafsláttur sem gagnast öllum þeim sem t.d. eiga peninga á bankabók eða fá greiddan arð af hlutabréfum. Þar að auki getur fólk sem er með miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur fært hluta af persónuafslætti sínum og gert hann að viðbótarafslætti af skattgreiðslum vegna fjármagnstekna. Hins vegar er mjög stór hluti Íslendinga ekki með nægilega háar fjármagnstekjur til þess að fullnýta þetta 300 þúsund krónu frítekjumark - og verður því af skattaafslættinum sem það hefur rétt á. Píratar vilja breyta því. Til einföldunar má sjá hér mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig persónuafsláttur af launatekjum og frítekjumark fjármagnstekna spilar saman. Píratar hafa því lagt fram frumvarp sem leggur til einfalda breytingu á lögum um tekjuskatt. Hafi fólk ekki nýtt sér allt frítekjumarkið bætist það einfaldlega við persónuafsláttinn þeirra. Þannig njóta allir launþegar þessa skattaafsláttar til jafns við fjármagnseigendur. Þetta má gera með einni setningu, og þar af leiðandi bæta 66.000 krónum við persónuafslátt þeirra sem eingöngu hafa tekjur af launum sínum. Einfalt í framkvæmd og nýtist mörgum Sem fyrr segir nemur frítekjumark fjármagnstekna 300 þúsund krónum á ári. Hafi einstaklingur ekki gengið á frítekjumarkið að nokkru leyti myndi þetta því þýða að persónuafsláttur hans það árið myndi hækka um 66 þúsund krónur. Framkvæmdin yrði ekkert sérstaklega flókin að mati Pírata. Útreikningarnir færu fram samhliða skattalegu uppgjöri einstaklinga. Því myndi ónýtt frítekjumark ekki bætast við mánaðarlega nýtingu persónuafsláttar á árinu heldur raungerast í formi endurgreiðslu frá Skattinum um mitt næsta ár. Áætlað er, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fyrir árin 2018 og 2019, að frumvarpið myndi kosta ríkissjóð um 4,4 milljarða á ári – sem rynni í staðinn beint í vasa fólks. Þessir peningar myndu einna helst nýtast annarri til sjöundu tekjutíund, en einstaklingar í lægstu tekjutíund myndu hins vegar bera skarðan hlut frá borði. Tekjur þeirra duga ekki til að fullnýta núverandi persónuafslátt, hvað þá viðbótina sem hér er boðuð. Ljóst er því að þetta frumvarp eitt og sér er ekki nógu gott sem verkfæri til að jafna tekjur einstaklinga. Möguleg lausn á því væri að breyta persónuafslætti fólks í útgreiðanlegan persónuarð eins og Píratar hafa lagt til, sem myndi kosta ríkissjóð 15 milljarða króna til viðbótar. Aftur á móti myndu 12 milljarðar króna af þeirri upphæð renna beint til allra fátækasta fólksins, þeirra í lægstu tekjutíundinni, sem myndu eftir breytinguna hafa um 435 þúsund krónur aukalega á milli handanna á ári. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun