Ofbeldi, áreitni og einelti – að virða mörk í samskiptum Guðný Hildur Magnúsdóttir skrifar 12. maí 2021 16:00 Ofbeldi, áreitni og einelti snýst í grunninn um það að einhver er ekki að virða mörk annarra í samskiptum. Auðvitað getur ofbeldi og áreitni verið mjög mismunandi gróft og mismunandi ásetningur þar að baki. Þau sem virða ekki mörk annarra er fólk af margvíslegu tagi: Sum hafa upphafnar hugmyndir um eigið ágæti. Sum búa yfir innri vanmætti og vanlíðan. Sum upplifa að þau séu beitt óréttlæti. Sum geta ekki tekist á við neitun eða höfnun. Sum glíma við allt þetta. Margt getur komið til: Persónuleikaraskanir (s.s. narcissistic-, borderline-, og antisocial personality disorders). Ofbeldi, vanræksla eða ofdekur í æsku. Valdastaða. Viðhorf og gildi samfélagsins og nánasta umhverfis. Áfallasaga. Notkun áfengis, lyfja og fíkniefna. Taugaþroskaraskanir (s.s. ADHD). Oftast þarf fleira en eitt af þessu að koma til. Sérstaklega þegar um gróft obeldi er um að ræða. En það sem við getum gert sem samfélag er að opna umræðu um ofbeldi og mörk í samskiptum. Koma okkur saman um hvað er eðlilegt, heilbrigt og ásættanlegt í samskiptum fólks. Við þurfum að styðja og styrkja fólk í því að setja mörk í samskiptum og sérstaklega þurfum við að kenna fólki að virða mörk annarra. Við sem samfélag þurfum að senda skýr skilaboð. Það þurfa að vera viðurlög og afleiðingar þegar fólk beitir ofbeldi. Og þegar fólk fer yfir mörk annarra þá þarf það að fá skilaboð um að það sé ekki ásættanlegt. Að virða mörk í samskiptum er risastórt málefni sem við öll þurfum að ræða, skilja, læra og kenna. Ég vona að núverandi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auðveldara að tala um mörk og markarleysi í samskiptum og að við lærum eitthvað sem samfélag. Þetta er málefni okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi, áreitni og einelti snýst í grunninn um það að einhver er ekki að virða mörk annarra í samskiptum. Auðvitað getur ofbeldi og áreitni verið mjög mismunandi gróft og mismunandi ásetningur þar að baki. Þau sem virða ekki mörk annarra er fólk af margvíslegu tagi: Sum hafa upphafnar hugmyndir um eigið ágæti. Sum búa yfir innri vanmætti og vanlíðan. Sum upplifa að þau séu beitt óréttlæti. Sum geta ekki tekist á við neitun eða höfnun. Sum glíma við allt þetta. Margt getur komið til: Persónuleikaraskanir (s.s. narcissistic-, borderline-, og antisocial personality disorders). Ofbeldi, vanræksla eða ofdekur í æsku. Valdastaða. Viðhorf og gildi samfélagsins og nánasta umhverfis. Áfallasaga. Notkun áfengis, lyfja og fíkniefna. Taugaþroskaraskanir (s.s. ADHD). Oftast þarf fleira en eitt af þessu að koma til. Sérstaklega þegar um gróft obeldi er um að ræða. En það sem við getum gert sem samfélag er að opna umræðu um ofbeldi og mörk í samskiptum. Koma okkur saman um hvað er eðlilegt, heilbrigt og ásættanlegt í samskiptum fólks. Við þurfum að styðja og styrkja fólk í því að setja mörk í samskiptum og sérstaklega þurfum við að kenna fólki að virða mörk annarra. Við sem samfélag þurfum að senda skýr skilaboð. Það þurfa að vera viðurlög og afleiðingar þegar fólk beitir ofbeldi. Og þegar fólk fer yfir mörk annarra þá þarf það að fá skilaboð um að það sé ekki ásættanlegt. Að virða mörk í samskiptum er risastórt málefni sem við öll þurfum að ræða, skilja, læra og kenna. Ég vona að núverandi umræða um ofbeldi og áreitni verði til þess að við eigum auðveldara að tala um mörk og markarleysi í samskiptum og að við lærum eitthvað sem samfélag. Þetta er málefni okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar