Mavericks og Trail Blazers með mikilvæga sigra á meðan Lakers marði Rockets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 11:31 Damian Lillard var frábær í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Í Vesturdeildinni unnu Dallas Mavericks og Portland Trail Blazers mikilvæga sigra sem þýðir að það er nær öruggt að ríkjandi meistarar Los Angeles Lakers þurfa að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Dallas lagði New Orleans Pelicans 125-107 í nótt. Luka Dončić var að venju aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Tim Hardaway Junior kom þar á eftir með 27 stig. Hjá Pelicans dreifðist stigaskorið töluvert. Eric Bledsoe og Jaxson Hayes voru stigahæstir með 15 stig en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Luka Doncic (33 PTS, 8 REB, 8 AST) knocks down 7 threes as the @dallasmavs keep pace in the West! #MFFL pic.twitter.com/Uon2f30MMI— NBA (@NBA) May 13, 2021 Portland gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz með sjö stiga mun, 105-98. Damian Lillard var að venju stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig á meðan Jusuf Nurkić var með tvöfalda tvennu, 11 stig og 15 fráköst. Hjá Utah var Jordan Clarkson enn á ný sjóðandi heitur en hann gerði 29 stig á 30 mínútum. Þá var Rudy Gobert með tvennu, 15 stig og 20 fráköst. Dame and CJ lead the way in the @trailblazers 5th straight win... as they stay at #5 out West! #RipCity @Dame_Lillard: 30 PTS, 6 AST@CJMcCollum: 26 PTS pic.twitter.com/eIV2oHFxSF— NBA (@NBA) May 13, 2021 Sigrar þessara liða þýða að þegar tveir leikir eru eftir af deildakeppni NBA-deildarinnar er nær ómögulegt fyrir meistara Los Angeles Lakers, sem lögðu Houston Rockets í nótt 124-122, að ná þessum liðum. Lakers situr í 7. sæti deildarinnar og þarf því að fara í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Var sú breyting gerð vegna þess að tímabilið var stytt um tíu leiki. Efstu sex liðin í hvorri deild fara í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil. Lakers voru án LeBron James, Anthony Davis, Alex Caruso og Marc Gasol í nótt. Liðið rétt marði því slakt Rockets lið þökk sé 23 stigum og 10 stoðsendingum Talen Horton-Tucker. Þá skoraði Andre Drummond 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. THT & KUZ put together clutch performances for the @Lakers... LAL remains within 1 game of #6 in the West! #LakeShow @Thortontucker: 23 PTS, 10 AST@kylekuzma: 19 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/d0EDwQrKK4— NBA (@NBA) May 13, 2021 Í Austurdeildinni vann Atlanta Hawks fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 120-116. Trae Young var ekki langt frá tvöfaldri þrennu í liði Hawks en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Washington var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, hann gaf einnig 15 stoðsendingar. Brooklyn Nets vann San Antonio Spurs 128-116 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 102-94. Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Dallas lagði New Orleans Pelicans 125-107 í nótt. Luka Dončić var að venju aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Tim Hardaway Junior kom þar á eftir með 27 stig. Hjá Pelicans dreifðist stigaskorið töluvert. Eric Bledsoe og Jaxson Hayes voru stigahæstir með 15 stig en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Luka Doncic (33 PTS, 8 REB, 8 AST) knocks down 7 threes as the @dallasmavs keep pace in the West! #MFFL pic.twitter.com/Uon2f30MMI— NBA (@NBA) May 13, 2021 Portland gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz með sjö stiga mun, 105-98. Damian Lillard var að venju stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig á meðan Jusuf Nurkić var með tvöfalda tvennu, 11 stig og 15 fráköst. Hjá Utah var Jordan Clarkson enn á ný sjóðandi heitur en hann gerði 29 stig á 30 mínútum. Þá var Rudy Gobert með tvennu, 15 stig og 20 fráköst. Dame and CJ lead the way in the @trailblazers 5th straight win... as they stay at #5 out West! #RipCity @Dame_Lillard: 30 PTS, 6 AST@CJMcCollum: 26 PTS pic.twitter.com/eIV2oHFxSF— NBA (@NBA) May 13, 2021 Sigrar þessara liða þýða að þegar tveir leikir eru eftir af deildakeppni NBA-deildarinnar er nær ómögulegt fyrir meistara Los Angeles Lakers, sem lögðu Houston Rockets í nótt 124-122, að ná þessum liðum. Lakers situr í 7. sæti deildarinnar og þarf því að fara í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Var sú breyting gerð vegna þess að tímabilið var stytt um tíu leiki. Efstu sex liðin í hvorri deild fara í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil. Lakers voru án LeBron James, Anthony Davis, Alex Caruso og Marc Gasol í nótt. Liðið rétt marði því slakt Rockets lið þökk sé 23 stigum og 10 stoðsendingum Talen Horton-Tucker. Þá skoraði Andre Drummond 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. THT & KUZ put together clutch performances for the @Lakers... LAL remains within 1 game of #6 in the West! #LakeShow @Thortontucker: 23 PTS, 10 AST@kylekuzma: 19 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/d0EDwQrKK4— NBA (@NBA) May 13, 2021 Í Austurdeildinni vann Atlanta Hawks fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 120-116. Trae Young var ekki langt frá tvöfaldri þrennu í liði Hawks en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Washington var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, hann gaf einnig 15 stoðsendingar. Brooklyn Nets vann San Antonio Spurs 128-116 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 102-94. Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum