NBA dagsins: Young hafði betur gegn Westbrook, Dame sökkti Utah og Lakers marði slakt lið Rockets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 15:31 Kyle Kuzma tryggði Lakers sigurinn í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Fyrr í dag fórum við yfir hvað úrslit næturinnar þýða fyrir ríkjandi meistara Los Angeles Lakers en það virðist sem þeir séu á leið í umspil. Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, Portland Trail Blazers á Utah Jazz og Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Sem og helstu tilþrif næturinnar auðvitað. Hawks og Wizards mættust í hörkuleik. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 20 stig. Clint Capela var svo með tvöfalda tvennu en hann tók 11 fráköst ásamt því að skora 17 stig. Á hinum enda vallarins endaði Russell Westbrook ekki með þrefalda tvennu eins ótrúlega og það hljómar. Hann skoraði samt sem áður 34 stig og af 15 stoðsendingar. Hann náði þó aðeins fimm fráköstum. Utah Jazz eru enn besta lið deildarinnar þó svo að liðið sakni augljóslega Donovan Mitchell. Til að mynda skoraði liðið aðeins 98 stig í nótt í tapinu gegn Portland. Rudy Gobert var stigahæstur í liði Jazz með 15 stig en hann tók einnig 20 fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard sjóðandi heitur en hann gerði 30 stig, þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig. Klippa: NBA dagsins Kyle Kuzma tryggði Lakers sigur á löskuðu liði Houston Rockets, 124-122. Meistararnir voru án LeBron James, Anthony Davis, Marc Gasol og Alex Caruso, það munar um minna. Liðið átti í stökustu vandræðum með arfaslakt lið Houston og marði á endanum sigur í lokin. Talen Horton-Tucker fór fyrir Lakers en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kuzma fór einnig mikinn en hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Andre Drummond með 20 stig og 10 fráköst rifin niður. Hjá Rockets voru Armoni Brooks og Kelly Olnyk með 24 stig hvor. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Fyrr í dag fórum við yfir hvað úrslit næturinnar þýða fyrir ríkjandi meistara Los Angeles Lakers en það virðist sem þeir séu á leið í umspil. Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, Portland Trail Blazers á Utah Jazz og Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Sem og helstu tilþrif næturinnar auðvitað. Hawks og Wizards mættust í hörkuleik. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 20 stig. Clint Capela var svo með tvöfalda tvennu en hann tók 11 fráköst ásamt því að skora 17 stig. Á hinum enda vallarins endaði Russell Westbrook ekki með þrefalda tvennu eins ótrúlega og það hljómar. Hann skoraði samt sem áður 34 stig og af 15 stoðsendingar. Hann náði þó aðeins fimm fráköstum. Utah Jazz eru enn besta lið deildarinnar þó svo að liðið sakni augljóslega Donovan Mitchell. Til að mynda skoraði liðið aðeins 98 stig í nótt í tapinu gegn Portland. Rudy Gobert var stigahæstur í liði Jazz með 15 stig en hann tók einnig 20 fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard sjóðandi heitur en hann gerði 30 stig, þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig. Klippa: NBA dagsins Kyle Kuzma tryggði Lakers sigur á löskuðu liði Houston Rockets, 124-122. Meistararnir voru án LeBron James, Anthony Davis, Marc Gasol og Alex Caruso, það munar um minna. Liðið átti í stökustu vandræðum með arfaslakt lið Houston og marði á endanum sigur í lokin. Talen Horton-Tucker fór fyrir Lakers en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kuzma fór einnig mikinn en hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Andre Drummond með 20 stig og 10 fráköst rifin niður. Hjá Rockets voru Armoni Brooks og Kelly Olnyk með 24 stig hvor. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira