Ekkert bendir til að átökunum linni í bráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2021 12:30 Ísraelskir skriðdrekar á leiðinni að landamærunum við Gasasvæðið í dag. AP/Tsafrir Abayov Minnst 119 eru látin á Gasasvæðinu eftir árásir Ísraela síðustu daga en ísraelski herinn bætti enn í árásir sínar í nótt. Ísraelar gerðu árásir úr lofti og á jörðu niðri í nótt. Herinn hefur ekki gert innrás á Gasasvæðið en hefur rætt opinberlega um þann möguleika. Myndefni frá svæðinu í nótt sýnir ísraelskar flugvélar, stórskotalið og herskip varpa sprengjum yfir Gasasvæðið. Hamas-samtökin hafa á móti skotið eldflaugum að borgum Ísraelsmanna. Átta hafa farist í þeim árásum en loftvarnarkerfi Ísraelsmanna hefur grandað flestum flaugunum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði Ísraelsher í nótt ekki ætla að gefa eftir. „Ég sagði ykkur að við myndum ná miklum árangri í baráttunni gegn Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum. Það höfum við gert og það munum við áfram gera.“ Átök úti á götu Þá hefur sömuleiðis komið til átaka á milli landtökufólks og ísraelskra Araba á götum hverfa sem landtökufólk ásælist. Ísraelska lögreglan segir Araba reglulega stofna til átaka en lögregla er sökuð um að líta framhjá árásum Gyðinga á heimili Araba. Átökin á svæðinu nú eru þau verstu í tæpan áratug og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Ísraelar sakaðir um þjóðernishreinsanir Togstreitan hefur magnast hægt og rólega undanfarnar vikur vegna tilrauna Ísraelsmanna til þess að bera Palestínumenn út af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem og segja Palestínumenn þær aðgerðir ekkert annað en þjóðernishreinsanir. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem þess verður krafist að íslensk stjórnvöld bregðist við átökunum með því að setja viðskiptabann á Ísrael. Ísrael Palestína Tengdar fréttir VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 „Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
Ísraelar gerðu árásir úr lofti og á jörðu niðri í nótt. Herinn hefur ekki gert innrás á Gasasvæðið en hefur rætt opinberlega um þann möguleika. Myndefni frá svæðinu í nótt sýnir ísraelskar flugvélar, stórskotalið og herskip varpa sprengjum yfir Gasasvæðið. Hamas-samtökin hafa á móti skotið eldflaugum að borgum Ísraelsmanna. Átta hafa farist í þeim árásum en loftvarnarkerfi Ísraelsmanna hefur grandað flestum flaugunum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði Ísraelsher í nótt ekki ætla að gefa eftir. „Ég sagði ykkur að við myndum ná miklum árangri í baráttunni gegn Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum. Það höfum við gert og það munum við áfram gera.“ Átök úti á götu Þá hefur sömuleiðis komið til átaka á milli landtökufólks og ísraelskra Araba á götum hverfa sem landtökufólk ásælist. Ísraelska lögreglan segir Araba reglulega stofna til átaka en lögregla er sökuð um að líta framhjá árásum Gyðinga á heimili Araba. Átökin á svæðinu nú eru þau verstu í tæpan áratug og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Ísraelar sakaðir um þjóðernishreinsanir Togstreitan hefur magnast hægt og rólega undanfarnar vikur vegna tilrauna Ísraelsmanna til þess að bera Palestínumenn út af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem og segja Palestínumenn þær aðgerðir ekkert annað en þjóðernishreinsanir. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem þess verður krafist að íslensk stjórnvöld bregðist við átökunum með því að setja viðskiptabann á Ísrael.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 „Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50
„Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59
Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05