NBA dagsins: Rekinn af velli eftir þrjár mínútur í fyrsta leik sínum á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 15:01 Udonis Haslem, fyrirliði Miami Heat, var rekinn af velli eftir þrjár mínútur í fyrsta, og kannski síðasta, leik sínum á tímabilinu. getty/Michael Reaves Miami Heat ber nafn með rentu þessa dagana og virðist vera að hitna á hárréttum tíma fyrir úrslitakeppnina. Miami sigraði topplið Austurdeildar NBA, Philadelphia 76ers, 106-94, í nótt. Miami komst óvænt í úrslit á síðasta tímabili en brösuglega gekk hjá liðinu lengi framan af þessu tímabili. Miami hefur hins vegar spilað vel að undanförnu, unnið fjóra leiki í röð og átta af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 5. sæti Austurdeildarinnar og getur enn náð 4. sætinu sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami og þeir Tyler Herro og Bam Adebayo sitt hvor átján stigin. Sá síðastnefndi tók einnig tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Fyrirliði Miami, hinn fertugi Udonis Haslem, lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í nótt. Gamanið var þó stutt því hann var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á þeim þremur mínútum sem hann spilaði. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Ben Simmons og Joel Embiid náðu sér hins vegar engan veginn á strik og skoruðu aðeins samtals fjórtán stig. Philadelphia hefði tryggt sér toppsætið í Austurdeildinni með sigri. Það eru þó litlar líkur á að liðið láti það af hendi. Philadelphia mætir Orlando Magic, einu slakasta liði deildarinnar, í síðustu tveimur leikjum sínum og með sigri í öðrum þeirra verður Philadelphia á toppi Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2001. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Philadelphia, Charlotte Hornets og Los Angeles Clippers og Phoenix Suns og Portland Trail Blazers auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 14. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Miami komst óvænt í úrslit á síðasta tímabili en brösuglega gekk hjá liðinu lengi framan af þessu tímabili. Miami hefur hins vegar spilað vel að undanförnu, unnið fjóra leiki í röð og átta af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 5. sæti Austurdeildarinnar og getur enn náð 4. sætinu sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami og þeir Tyler Herro og Bam Adebayo sitt hvor átján stigin. Sá síðastnefndi tók einnig tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Fyrirliði Miami, hinn fertugi Udonis Haslem, lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í nótt. Gamanið var þó stutt því hann var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á þeim þremur mínútum sem hann spilaði. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Ben Simmons og Joel Embiid náðu sér hins vegar engan veginn á strik og skoruðu aðeins samtals fjórtán stig. Philadelphia hefði tryggt sér toppsætið í Austurdeildinni með sigri. Það eru þó litlar líkur á að liðið láti það af hendi. Philadelphia mætir Orlando Magic, einu slakasta liði deildarinnar, í síðustu tveimur leikjum sínum og með sigri í öðrum þeirra verður Philadelphia á toppi Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2001. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Philadelphia, Charlotte Hornets og Los Angeles Clippers og Phoenix Suns og Portland Trail Blazers auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 14. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti