Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 10:52 Lögmenn Navalní með gögnin sem saksóknari lagði fram fyrir utan dómshús í Moskvu í morgun. Vísir/EPA Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. Lögmaður Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, birti myndir af gögnunum sem saksóknarinn lagði fram á samfélagsmiðlum í dag. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi verið í sex þykkum stöflum af A4-blaðsíðum. Krafa saksóknarans verður næst tekin fyrir 9. júní. Þau fara fram fyrir luktum dyrum. Fallist dómari á kröfuna yrði starfsemi samtaka Navalní gegn spillingu og fjölda svæðisskrifstofa um allt land bönnuð. Bandamenn Navalní gætu einnig átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Því greip Navalní til þess ráðs að leysa upp net svæðisskrifstofanna nýlega. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi í tengslum við dóm sem hann hlaut vegna fjársvika árið 2014. Þeim dómi hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lýst sem óréttlátum og gerræðislegum. Rússneskur dómstóll taldi Navalní hafa rofið skilorð þess dóms þegar hann gaf sig ekki fram reglulega við yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir banatilræði í fyrra. Navalní var byrlað taugaeitrið novitjsok og hefur hann sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið. Krafa yfirvalda um að lýsa samtök Navalní öfgahreyfingu er talin liður í herferð þeirra til að bæla niður allt andóf í landinu. Navalní og bandamenn hans telja að aðgerðir stjórnvalda gegn þeim nú sé ætlað að draga tennurnar úr stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar sem fara fram í september. Samtök Navalní hafa meðal annars þróað gagnagrunn til að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur sem eru líklegastir til að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín forseta, í kosningum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Lögmaður Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, birti myndir af gögnunum sem saksóknarinn lagði fram á samfélagsmiðlum í dag. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi verið í sex þykkum stöflum af A4-blaðsíðum. Krafa saksóknarans verður næst tekin fyrir 9. júní. Þau fara fram fyrir luktum dyrum. Fallist dómari á kröfuna yrði starfsemi samtaka Navalní gegn spillingu og fjölda svæðisskrifstofa um allt land bönnuð. Bandamenn Navalní gætu einnig átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Því greip Navalní til þess ráðs að leysa upp net svæðisskrifstofanna nýlega. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi í tengslum við dóm sem hann hlaut vegna fjársvika árið 2014. Þeim dómi hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lýst sem óréttlátum og gerræðislegum. Rússneskur dómstóll taldi Navalní hafa rofið skilorð þess dóms þegar hann gaf sig ekki fram reglulega við yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir banatilræði í fyrra. Navalní var byrlað taugaeitrið novitjsok og hefur hann sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið. Krafa yfirvalda um að lýsa samtök Navalní öfgahreyfingu er talin liður í herferð þeirra til að bæla niður allt andóf í landinu. Navalní og bandamenn hans telja að aðgerðir stjórnvalda gegn þeim nú sé ætlað að draga tennurnar úr stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar sem fara fram í september. Samtök Navalní hafa meðal annars þróað gagnagrunn til að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur sem eru líklegastir til að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín forseta, í kosningum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42
Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34
Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18