Allir leikirnir sýndir beint í sögulegu og umdeildu umspili NBA deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 13:00 Lið þeirra LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Stephen Curry hjá Golden State Warriors mætast í umpili NBA deildarinnar. Getty/Harry How Deildarkeppni NBA er lokið en það eru samt enn fjögur laus sæti í úrslitakeppninni. Átta lið keppa um þessu fjögur lausu sæti í umspilinu í þessari viku og allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport. NBA deildin fer nýja leið í ár til að auka spennuna í baráttunni um sætin eftirsóttu í úrslitakeppninni. Ákveðið var að búa til umspil milli liðanna sem enduðu í sjöunda til tíunda sæti í bæði Austur- og Vesturdeild. LeBron James er enginn aðdáandi umpilsins en hann verður í aðalhlutverki þegar NBA meistarar Los Angeles Lakers reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fleiri hafa gagnrýnt umspilið en hinn almenni körfuboltaáhugamaður bíður spenntur. Það að Los Angeles Lakers sé í umspilinu og mætir liði Golden State Warriors er aðeins til að ýta undir spenninginn fyrir þessa leiki í vikunni. Einvígi þar sem sjóðheitur Steph Curry mætir ríkjandi meisturum Lakers er eitthvað sem NBA áhugafólk fær örugglega vatn í munninn yfir. watch on YouTube Lið Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eru í sætum sjö og átta í Vesturdeildinni og væru á venjulegu ári komin í úrslitakeppnina. Nú fá þau tvö tækifæri til að tryggja sig inn. Þau mætast í fyrstu umferð umspilsins þar sem sigurvegarinn tryggir sér sjöunda sætið inn í úrslitakeppnina en tapliðið þarf aftur á móti að spila hreinan úrslitaleik á móti liðinu sem vinnur viðureignina á milli liðanna í níunda og tíunda sæti. Liðin í níunda og tíunda sæti, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies, þurfa því að vinna tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina. Í Austurdeildinni eru það lið Boston Celtics og Washington Wizards sem mætast í viðureign liðanna í sjöunda og áttunda sæti en tapliðið úr þeim leik mætir síðan sigurliðinu úr viðureign Indiana Pacers og Charlotte Hornets sem eru liðin sem enduðu í níunda og tíunda sæti í Austurdeildinni. Fyrri hlutinn fer fram á þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara síðan fram þessir hreinu úrslitaleikir um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu en í raun er um hreina úrslitaleiki að ræða því sigurlið hvers leiks tryggir sér annað hvort sæti í úrslitakeppninni eða sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti. Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8) The 2021 #NBAPlayoffs and #StateFarmPlayIn Bracket!Full schedule https://t.co/DNE7pJlpQB pic.twitter.com/NidaRNQh1k— NBA (@NBA) May 17, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Sjá meira
NBA deildin fer nýja leið í ár til að auka spennuna í baráttunni um sætin eftirsóttu í úrslitakeppninni. Ákveðið var að búa til umspil milli liðanna sem enduðu í sjöunda til tíunda sæti í bæði Austur- og Vesturdeild. LeBron James er enginn aðdáandi umpilsins en hann verður í aðalhlutverki þegar NBA meistarar Los Angeles Lakers reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fleiri hafa gagnrýnt umspilið en hinn almenni körfuboltaáhugamaður bíður spenntur. Það að Los Angeles Lakers sé í umspilinu og mætir liði Golden State Warriors er aðeins til að ýta undir spenninginn fyrir þessa leiki í vikunni. Einvígi þar sem sjóðheitur Steph Curry mætir ríkjandi meisturum Lakers er eitthvað sem NBA áhugafólk fær örugglega vatn í munninn yfir. watch on YouTube Lið Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eru í sætum sjö og átta í Vesturdeildinni og væru á venjulegu ári komin í úrslitakeppnina. Nú fá þau tvö tækifæri til að tryggja sig inn. Þau mætast í fyrstu umferð umspilsins þar sem sigurvegarinn tryggir sér sjöunda sætið inn í úrslitakeppnina en tapliðið þarf aftur á móti að spila hreinan úrslitaleik á móti liðinu sem vinnur viðureignina á milli liðanna í níunda og tíunda sæti. Liðin í níunda og tíunda sæti, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies, þurfa því að vinna tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina. Í Austurdeildinni eru það lið Boston Celtics og Washington Wizards sem mætast í viðureign liðanna í sjöunda og áttunda sæti en tapliðið úr þeim leik mætir síðan sigurliðinu úr viðureign Indiana Pacers og Charlotte Hornets sem eru liðin sem enduðu í níunda og tíunda sæti í Austurdeildinni. Fyrri hlutinn fer fram á þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara síðan fram þessir hreinu úrslitaleikir um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu en í raun er um hreina úrslitaleiki að ræða því sigurlið hvers leiks tryggir sér annað hvort sæti í úrslitakeppninni eða sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti. Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8) The 2021 #NBAPlayoffs and #StateFarmPlayIn Bracket!Full schedule https://t.co/DNE7pJlpQB pic.twitter.com/NidaRNQh1k— NBA (@NBA) May 17, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8)
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Sjá meira