NBA dagsins: Einum fimmtíu stiga leik frá því að jafna við Larry Bird Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 15:01 Jayson Tatum fagnar með Boston Celtics liðinu í nótt. Getty/Maddie Malhotra Jayson Tatum fór á kostum í nótt þegar Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Boston menn mæta Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninni eftir 118-100 sigur á Washington Wizards í umspilsleik. Wizards fær annað tækifæri annað kvöld þegar þeir spila hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers um síðasta sætið inn úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana Pacers komst í þann leik með því að senda Charlotte Hornets í sumarfrí með 144-117 sigri þar sem Domantas Sabonis var með 14 stig, 21 frákast og 9 stoðsendingar. Tatum skoraði 50 stig í leiknum en hann hitti meðal annars úr öllum sautján vítunum sínum og var einnig með 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Jayson Tatum now has 3 career 50-point games, 1 shy of matching Larry Bird for the most in Celtics history (includes regular season, postseason, & Play-In Tournament). pic.twitter.com/hTiwsePJ0A— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 19, 2021 Þetta var þriðji 50 stiga leikur Jayson Tatum með Boston Celtics og vantar hann því bara einn í viðbót til að jafna Larry Bird. Tatum hefur nú náð að skora 50 stig fyrir félagið í deildarleik, í leik í úrslitakeppni og í umspilsleik. Það voru tveir leikmenn Boston Celtics liðsins sem fóru fyrir sóknarleik liðsins því Kemba Walker skoraði 29 stig og saman voru þeir því með 79 stig. Það hefur gengið á ýmsu hjá Celtics liðinu á tímabilinu en liðið tapaði tíu af síðustu fimmtán leikjum í deildarkeppninni og þurfti fyrir vikið að spila svona leik um að komast hreinlega í úrslitakeppnina. „Við höfum farið í gegnum margt saman og það hefur að mörgu leyti hert okkur. Við höfum verið með bakið upp við vegg stærsta hluta tímabilsins og það tekur mikla samheldni að standa saman á erfiðum tímum,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar sem og fimm flottustu tilþrif leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins (frá 18. maí 2021) NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Boston menn mæta Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninni eftir 118-100 sigur á Washington Wizards í umspilsleik. Wizards fær annað tækifæri annað kvöld þegar þeir spila hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers um síðasta sætið inn úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana Pacers komst í þann leik með því að senda Charlotte Hornets í sumarfrí með 144-117 sigri þar sem Domantas Sabonis var með 14 stig, 21 frákast og 9 stoðsendingar. Tatum skoraði 50 stig í leiknum en hann hitti meðal annars úr öllum sautján vítunum sínum og var einnig með 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Jayson Tatum now has 3 career 50-point games, 1 shy of matching Larry Bird for the most in Celtics history (includes regular season, postseason, & Play-In Tournament). pic.twitter.com/hTiwsePJ0A— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 19, 2021 Þetta var þriðji 50 stiga leikur Jayson Tatum með Boston Celtics og vantar hann því bara einn í viðbót til að jafna Larry Bird. Tatum hefur nú náð að skora 50 stig fyrir félagið í deildarleik, í leik í úrslitakeppni og í umspilsleik. Það voru tveir leikmenn Boston Celtics liðsins sem fóru fyrir sóknarleik liðsins því Kemba Walker skoraði 29 stig og saman voru þeir því með 79 stig. Það hefur gengið á ýmsu hjá Celtics liðinu á tímabilinu en liðið tapaði tíu af síðustu fimmtán leikjum í deildarkeppninni og þurfti fyrir vikið að spila svona leik um að komast hreinlega í úrslitakeppnina. „Við höfum farið í gegnum margt saman og það hefur að mörgu leyti hert okkur. Við höfum verið með bakið upp við vegg stærsta hluta tímabilsins og það tekur mikla samheldni að standa saman á erfiðum tímum,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar sem og fimm flottustu tilþrif leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins (frá 18. maí 2021)
NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira