Ný einhverfudeild í Reykjavík Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 21. maí 2021 13:30 Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika. Það verkefni þarf að eiga við öll börn, líka börn með einhverfu eða börn með fötlun. Við þurfum að búa til rými í samfélaginu fyrir öll börn og mæta þeim þar sem þau eru hverju sinni. Í Reykjavík eru nú reknar sex einhverfudeildir í grunnskólum borgarinnar, þar sem hver deild hefur 7-13 nemendur. Á fundi borgarráðs í gær var svo samþykkt að fjármagna eina sérdeild til viðbótar fyrir nemendur með einhverfu á unglingastigi. Þessi einhverfudeild verður í Réttarholtsskóla og á að taka til starfa með nýju skólaári í haust. Meginstefnan í íslensku menntakerfi er nám án aðgreiningar. Við þurfum skólakerfi sem hugsar um hagsmuni barnanna. Skólakerfi sem býr til rými fyrir öll börn, einkennist af skilningi og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. En líka skólakerfi sem veitir þann stuðning sem þarf þegar þannig ber undir. Ekkert barn er eins og það á líka við börn með einhverfu. Við sem berum ábyrgð á því að móta skólakerfið þurfum að laga það að þörfum barnanna en ekki ætlast til þess að þau lagi sig að kerfinu. Við sem samfélag höfum alla burði til þess að móta slíkt kerfi og þar með mynda farveg fyrir ólíka einstaklinga með fjölbreytta færni til að vaxa og dafna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika. Það verkefni þarf að eiga við öll börn, líka börn með einhverfu eða börn með fötlun. Við þurfum að búa til rými í samfélaginu fyrir öll börn og mæta þeim þar sem þau eru hverju sinni. Í Reykjavík eru nú reknar sex einhverfudeildir í grunnskólum borgarinnar, þar sem hver deild hefur 7-13 nemendur. Á fundi borgarráðs í gær var svo samþykkt að fjármagna eina sérdeild til viðbótar fyrir nemendur með einhverfu á unglingastigi. Þessi einhverfudeild verður í Réttarholtsskóla og á að taka til starfa með nýju skólaári í haust. Meginstefnan í íslensku menntakerfi er nám án aðgreiningar. Við þurfum skólakerfi sem hugsar um hagsmuni barnanna. Skólakerfi sem býr til rými fyrir öll börn, einkennist af skilningi og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. En líka skólakerfi sem veitir þann stuðning sem þarf þegar þannig ber undir. Ekkert barn er eins og það á líka við börn með einhverfu. Við sem berum ábyrgð á því að móta skólakerfið þurfum að laga það að þörfum barnanna en ekki ætlast til þess að þau lagi sig að kerfinu. Við sem samfélag höfum alla burði til þess að móta slíkt kerfi og þar með mynda farveg fyrir ólíka einstaklinga með fjölbreytta færni til að vaxa og dafna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar