Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fjölnir 78-74 | Deildarmeistarar Vals sópuðu Fjölni úr leik og eru komnar í úrslitaeinvígið Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2021 20:30 vísir/bára Valur tryggði sér farseðilinn í úrslitaviðureign Dominos deildar kvenna þetta árið eftir að hafa sópað út Fjölni 3-0. Fjölnir byrjaði leikinn betur en eftir að Valur þétti raðirnar varnarlega fór þetta að ganga betur hjá þeim. Fjölnir átti gott áhlaup undir lokinn sem gerði síðustu andartök leiksins æsispennandi. Ásta Júlía varði skot frá Söru Carina og að lokum unnu þær leikinn 78-74. Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem Fjölnir tók fyrsta frumkvæði leiksins. Þegar tæplega 3 mínútur voru liðnar af leiknum voru gestirnir frá Grafarvogi 10 stigum yfir. Ariel Hearn besti leikmaður Fjölnis gerði 8 stig á tæplega 4 mínútum og var allt í öllu til að byrja með leiks. Eftir þessa kröftuga byrjun gerði hún aðeins 1 stig eftir það og skilaði því 9 stigum í fyrri hálfleik sem voru vonbrigði miðað við hvernig hún byrjaði. Fjölnir voru heilt yfir frábærar í fyrsta leikhluta og gerðu 30 stig á fyrstu tíu mínútum leiksins sem var 11 stigum betur en Valskonur gerðu. Annar leikhluti var síðan algjörlega í eign deildarmeistarana. Það var allt annað að sjá til varnarleik liðsins sem skilaði þeim fullt af auðveldum körfum. Fjölnir gerði aðeins 12 stig í öðrum leikhluta á móti 27 hjá Val sem leiddu leikinn 47 - 43 þegar haldið var til hálfleiks. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri endaði. Valur voru með mikla yfirburði á gólfinu. Vörn Vals hélt áfram að vera þeirra aðalsmerki framan af þriðja leikhluta en síðan flosnaði upp úr henni. Fjölnir fór að hitta úr sínum skotum á meðan kom stífla í sóknarleik Vals og var aðeins 5 stiga munur þegar haldið var í síðasta leikhlutann. Síðasta lota var æsispennadi. Margrét Ósk setti tvær risa þriggja stiga körfur undir lok leiks sem gerði loka sekúndurnar æsispennandi en Valur hafði betur að lokum og unnu 78 - 74. Af hverju vann Valur? Valur spilaði heilt yfir leikinn betur en Fjölnir. Tapaðir boltar voru talsvert fleiri hjá gestunum sem Valur nýtti sér. Ásta Júlía varði skot frá Söru Carina alveg í blálokinn sem var ansi mikilvægt augnablik því í staðinn fyrir að Fjölnir myndi jafna fengu þær körfu á sig hinu megin og leik lokið. Hverjar stóðu upp úr? Hallveig Jónsdóttir var stórkostleg í Vals liðinu hún hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum og gerði 22 stig í leiknum. Kiana Johnson gerði þrefalda tvennu í leiknum. Hún gerði 11 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eftir að hafa byrjað leikinn frábærlega og gera 31 stig í fyrsta leikhluta, fylgdu þær því eftir með tveimur 12 stiga leikhlutum og töpuðu boltarnir fóru að færast í aukana. Hvað gerist næst? Valur er komið í úrslitareinvígið en andsætðingurinn er óljós. Þær geta annaðhvort mætt Keflavík eða Haukum sem eigast við í undanúrslitunum. Mögulega var um vanmat að ræða í upphafi leiks Ólafur Jónas, þjálfari Vals.Vísir/Bára Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Vals var afar sáttur með Vals liðið sitt í kvöld eftir að hafa sent Fjölni í sumarfrí „Ég er hrikalega kátur með að við séum mætt í úrslitin. Leikurinn í kvöld var hörkuleikur því var ansi gaman að standa uppi sem sigurvegari úr þessum leik." „Ég veit ekki hvort um vanmat hafi verið að ræða í byrjun leiks, við vorum alveg svakalega lélegar, við spiluðum síðan betri vörn í öðrum leikhluta og héldum þeim í 12 stigum." Eftir slaka byrjun var Ólafur ánægður með hvernig liðið fór að spila betri vörn þar sem þær sýndu meiri vilja og baráttu. „Við bættum samskiptin inn á vellinum töluvert, við erum ekki gott varnarlið ef samskiptin inn á vellinum eru í ólagi." Ólafur er mjög spenntur fyrir úrslitaviðureignni sérstaklega þar sem það var enginn úrslitakepnni í fyrra og sagði Ólafur að lokum að liðið hefur gott af smá hvíld núna. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Fjölnir Dominos-deild kvenna
Valur tryggði sér farseðilinn í úrslitaviðureign Dominos deildar kvenna þetta árið eftir að hafa sópað út Fjölni 3-0. Fjölnir byrjaði leikinn betur en eftir að Valur þétti raðirnar varnarlega fór þetta að ganga betur hjá þeim. Fjölnir átti gott áhlaup undir lokinn sem gerði síðustu andartök leiksins æsispennandi. Ásta Júlía varði skot frá Söru Carina og að lokum unnu þær leikinn 78-74. Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem Fjölnir tók fyrsta frumkvæði leiksins. Þegar tæplega 3 mínútur voru liðnar af leiknum voru gestirnir frá Grafarvogi 10 stigum yfir. Ariel Hearn besti leikmaður Fjölnis gerði 8 stig á tæplega 4 mínútum og var allt í öllu til að byrja með leiks. Eftir þessa kröftuga byrjun gerði hún aðeins 1 stig eftir það og skilaði því 9 stigum í fyrri hálfleik sem voru vonbrigði miðað við hvernig hún byrjaði. Fjölnir voru heilt yfir frábærar í fyrsta leikhluta og gerðu 30 stig á fyrstu tíu mínútum leiksins sem var 11 stigum betur en Valskonur gerðu. Annar leikhluti var síðan algjörlega í eign deildarmeistarana. Það var allt annað að sjá til varnarleik liðsins sem skilaði þeim fullt af auðveldum körfum. Fjölnir gerði aðeins 12 stig í öðrum leikhluta á móti 27 hjá Val sem leiddu leikinn 47 - 43 þegar haldið var til hálfleiks. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri endaði. Valur voru með mikla yfirburði á gólfinu. Vörn Vals hélt áfram að vera þeirra aðalsmerki framan af þriðja leikhluta en síðan flosnaði upp úr henni. Fjölnir fór að hitta úr sínum skotum á meðan kom stífla í sóknarleik Vals og var aðeins 5 stiga munur þegar haldið var í síðasta leikhlutann. Síðasta lota var æsispennadi. Margrét Ósk setti tvær risa þriggja stiga körfur undir lok leiks sem gerði loka sekúndurnar æsispennandi en Valur hafði betur að lokum og unnu 78 - 74. Af hverju vann Valur? Valur spilaði heilt yfir leikinn betur en Fjölnir. Tapaðir boltar voru talsvert fleiri hjá gestunum sem Valur nýtti sér. Ásta Júlía varði skot frá Söru Carina alveg í blálokinn sem var ansi mikilvægt augnablik því í staðinn fyrir að Fjölnir myndi jafna fengu þær körfu á sig hinu megin og leik lokið. Hverjar stóðu upp úr? Hallveig Jónsdóttir var stórkostleg í Vals liðinu hún hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum og gerði 22 stig í leiknum. Kiana Johnson gerði þrefalda tvennu í leiknum. Hún gerði 11 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eftir að hafa byrjað leikinn frábærlega og gera 31 stig í fyrsta leikhluta, fylgdu þær því eftir með tveimur 12 stiga leikhlutum og töpuðu boltarnir fóru að færast í aukana. Hvað gerist næst? Valur er komið í úrslitareinvígið en andsætðingurinn er óljós. Þær geta annaðhvort mætt Keflavík eða Haukum sem eigast við í undanúrslitunum. Mögulega var um vanmat að ræða í upphafi leiks Ólafur Jónas, þjálfari Vals.Vísir/Bára Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Vals var afar sáttur með Vals liðið sitt í kvöld eftir að hafa sent Fjölni í sumarfrí „Ég er hrikalega kátur með að við séum mætt í úrslitin. Leikurinn í kvöld var hörkuleikur því var ansi gaman að standa uppi sem sigurvegari úr þessum leik." „Ég veit ekki hvort um vanmat hafi verið að ræða í byrjun leiks, við vorum alveg svakalega lélegar, við spiluðum síðan betri vörn í öðrum leikhluta og héldum þeim í 12 stigum." Eftir slaka byrjun var Ólafur ánægður með hvernig liðið fór að spila betri vörn þar sem þær sýndu meiri vilja og baráttu. „Við bættum samskiptin inn á vellinum töluvert, við erum ekki gott varnarlið ef samskiptin inn á vellinum eru í ólagi." Ólafur er mjög spenntur fyrir úrslitaviðureignni sérstaklega þar sem það var enginn úrslitakepnni í fyrra og sagði Ólafur að lokum að liðið hefur gott af smá hvíld núna. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti