Glæpaforingi segir tyrknesku ríkisstjórnina tengda mafíunni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. maí 2021 16:55 Peker er greinilega Dylan maður. skjáskot/youtube Ríkisstjórn Tyrklandsforsetans Erdogans hefur undanfarnar vikur setið undir ásökunum glæpaforingjans Sedats Peker um gríðarlega spillingu og fjölda glæpa eins og nauðganir, morð og eiturlyfjabrask. Ásakanirnar hefur hann birt í myndböndum á YouTube. „Trúið mér, ég mun kenna þessum harðstjórum að það er ekki til hættulegra vopn en maður sem óttast ekki lengur dauðann,“ sagði Peker í færslu á Twitter ásamt einu YouTube myndbandi sínu. Hann var dæmdur í fangelsi á Tyrklandi árið 2007 fyrir skipulagða glæpastarfsemi og er nú eftirlýstur þar í landi. Kıymetli dostlarım, söz verdiğim üzere üçüncü videomda yine beraberiz. Ölümü göze almış bir insandan daha tehlikeli bir silahın icat edilmediği gerçeğini bazı zalimlere öğreteceğimden hiçbir şüpheniz olmasın. https://t.co/Z4hJ357tgc— Sedat Peker (@sedat_peker) May 9, 2021 Fyrsta myndbandi sínu beindi Peker að hópi tengdum fyrrum fjármálaráðherra Tyrklands, Berat Albayrak, sem er jafnframt tengdasonur forsetans og Mehmet Agar, fyrrum innanríkisráðherra landsins. Fljótlega fór hann þó að beina spjótum sínum að núverandi innanríkisráðherranum Suleyman Soylu. Peker hefur enn ekki beint neinum ásökunum beint að Erdogan sjálfum. Hann hefur þó lýst þeim átökum sem eiga sér stað í valdahópum tengdum forsetanum og hvernig þeir berjast um hylli hans og áhrif í landinu. Í þeim sögum upplýsir hann um ýmis tengsl háttsettra embættismanna við mafíuna. Pólitískir andstæðingar forsetans hafa nú krafist rannsóknar á ásökunum glæpaforingjans. Þeir hafa líkt málinu við skandal á tíunda áratugnum þegar tengsl tyrknesku ríkisstjórnarinnar og skipulagðra glæpahópa komu í ljós. Innanríkisráðuneytið hefur neitað öllum ásökunum Pekers og kært hann fyrir þær, samkvæmt frétt The New York Times um málið. Erdogan tók við embætti sínu árið 2003 og báru menn miklar vonir til þess að hann og flokkur hans mörkuðu nýja tíma í tyrkneskum stjórnmálum eftir spillingarskandalinn. Tyrkland Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
„Trúið mér, ég mun kenna þessum harðstjórum að það er ekki til hættulegra vopn en maður sem óttast ekki lengur dauðann,“ sagði Peker í færslu á Twitter ásamt einu YouTube myndbandi sínu. Hann var dæmdur í fangelsi á Tyrklandi árið 2007 fyrir skipulagða glæpastarfsemi og er nú eftirlýstur þar í landi. Kıymetli dostlarım, söz verdiğim üzere üçüncü videomda yine beraberiz. Ölümü göze almış bir insandan daha tehlikeli bir silahın icat edilmediği gerçeğini bazı zalimlere öğreteceğimden hiçbir şüpheniz olmasın. https://t.co/Z4hJ357tgc— Sedat Peker (@sedat_peker) May 9, 2021 Fyrsta myndbandi sínu beindi Peker að hópi tengdum fyrrum fjármálaráðherra Tyrklands, Berat Albayrak, sem er jafnframt tengdasonur forsetans og Mehmet Agar, fyrrum innanríkisráðherra landsins. Fljótlega fór hann þó að beina spjótum sínum að núverandi innanríkisráðherranum Suleyman Soylu. Peker hefur enn ekki beint neinum ásökunum beint að Erdogan sjálfum. Hann hefur þó lýst þeim átökum sem eiga sér stað í valdahópum tengdum forsetanum og hvernig þeir berjast um hylli hans og áhrif í landinu. Í þeim sögum upplýsir hann um ýmis tengsl háttsettra embættismanna við mafíuna. Pólitískir andstæðingar forsetans hafa nú krafist rannsóknar á ásökunum glæpaforingjans. Þeir hafa líkt málinu við skandal á tíunda áratugnum þegar tengsl tyrknesku ríkisstjórnarinnar og skipulagðra glæpahópa komu í ljós. Innanríkisráðuneytið hefur neitað öllum ásökunum Pekers og kært hann fyrir þær, samkvæmt frétt The New York Times um málið. Erdogan tók við embætti sínu árið 2003 og báru menn miklar vonir til þess að hann og flokkur hans mörkuðu nýja tíma í tyrkneskum stjórnmálum eftir spillingarskandalinn.
Tyrkland Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira