Glæpaforingi segir tyrknesku ríkisstjórnina tengda mafíunni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. maí 2021 16:55 Peker er greinilega Dylan maður. skjáskot/youtube Ríkisstjórn Tyrklandsforsetans Erdogans hefur undanfarnar vikur setið undir ásökunum glæpaforingjans Sedats Peker um gríðarlega spillingu og fjölda glæpa eins og nauðganir, morð og eiturlyfjabrask. Ásakanirnar hefur hann birt í myndböndum á YouTube. „Trúið mér, ég mun kenna þessum harðstjórum að það er ekki til hættulegra vopn en maður sem óttast ekki lengur dauðann,“ sagði Peker í færslu á Twitter ásamt einu YouTube myndbandi sínu. Hann var dæmdur í fangelsi á Tyrklandi árið 2007 fyrir skipulagða glæpastarfsemi og er nú eftirlýstur þar í landi. Kıymetli dostlarım, söz verdiğim üzere üçüncü videomda yine beraberiz. Ölümü göze almış bir insandan daha tehlikeli bir silahın icat edilmediği gerçeğini bazı zalimlere öğreteceğimden hiçbir şüpheniz olmasın. https://t.co/Z4hJ357tgc— Sedat Peker (@sedat_peker) May 9, 2021 Fyrsta myndbandi sínu beindi Peker að hópi tengdum fyrrum fjármálaráðherra Tyrklands, Berat Albayrak, sem er jafnframt tengdasonur forsetans og Mehmet Agar, fyrrum innanríkisráðherra landsins. Fljótlega fór hann þó að beina spjótum sínum að núverandi innanríkisráðherranum Suleyman Soylu. Peker hefur enn ekki beint neinum ásökunum beint að Erdogan sjálfum. Hann hefur þó lýst þeim átökum sem eiga sér stað í valdahópum tengdum forsetanum og hvernig þeir berjast um hylli hans og áhrif í landinu. Í þeim sögum upplýsir hann um ýmis tengsl háttsettra embættismanna við mafíuna. Pólitískir andstæðingar forsetans hafa nú krafist rannsóknar á ásökunum glæpaforingjans. Þeir hafa líkt málinu við skandal á tíunda áratugnum þegar tengsl tyrknesku ríkisstjórnarinnar og skipulagðra glæpahópa komu í ljós. Innanríkisráðuneytið hefur neitað öllum ásökunum Pekers og kært hann fyrir þær, samkvæmt frétt The New York Times um málið. Erdogan tók við embætti sínu árið 2003 og báru menn miklar vonir til þess að hann og flokkur hans mörkuðu nýja tíma í tyrkneskum stjórnmálum eftir spillingarskandalinn. Tyrkland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
„Trúið mér, ég mun kenna þessum harðstjórum að það er ekki til hættulegra vopn en maður sem óttast ekki lengur dauðann,“ sagði Peker í færslu á Twitter ásamt einu YouTube myndbandi sínu. Hann var dæmdur í fangelsi á Tyrklandi árið 2007 fyrir skipulagða glæpastarfsemi og er nú eftirlýstur þar í landi. Kıymetli dostlarım, söz verdiğim üzere üçüncü videomda yine beraberiz. Ölümü göze almış bir insandan daha tehlikeli bir silahın icat edilmediği gerçeğini bazı zalimlere öğreteceğimden hiçbir şüpheniz olmasın. https://t.co/Z4hJ357tgc— Sedat Peker (@sedat_peker) May 9, 2021 Fyrsta myndbandi sínu beindi Peker að hópi tengdum fyrrum fjármálaráðherra Tyrklands, Berat Albayrak, sem er jafnframt tengdasonur forsetans og Mehmet Agar, fyrrum innanríkisráðherra landsins. Fljótlega fór hann þó að beina spjótum sínum að núverandi innanríkisráðherranum Suleyman Soylu. Peker hefur enn ekki beint neinum ásökunum beint að Erdogan sjálfum. Hann hefur þó lýst þeim átökum sem eiga sér stað í valdahópum tengdum forsetanum og hvernig þeir berjast um hylli hans og áhrif í landinu. Í þeim sögum upplýsir hann um ýmis tengsl háttsettra embættismanna við mafíuna. Pólitískir andstæðingar forsetans hafa nú krafist rannsóknar á ásökunum glæpaforingjans. Þeir hafa líkt málinu við skandal á tíunda áratugnum þegar tengsl tyrknesku ríkisstjórnarinnar og skipulagðra glæpahópa komu í ljós. Innanríkisráðuneytið hefur neitað öllum ásökunum Pekers og kært hann fyrir þær, samkvæmt frétt The New York Times um málið. Erdogan tók við embætti sínu árið 2003 og báru menn miklar vonir til þess að hann og flokkur hans mörkuðu nýja tíma í tyrkneskum stjórnmálum eftir spillingarskandalinn.
Tyrkland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira