Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 19:38 Boris Johnson segir framburð Dominics Cummings ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. Dominic Cummings var hægri hönd Johnson en verulega slettist upp á vinskap þeirra undir lok síðasta árs sem leiddi til þess að ráðgjafinn tók poka sinn. Þegar Cummings kom fyrir þingnefnd í gær lýsti hann fyrrverandi yfirmanni sínum sem vanhæfum, óskipulögðum og óhæfum til að gegna embætti forsætisráðherra. Fullyrti Cummings að klaufaskapur og seinagangur ríkisstjórnar Johnson hefði leitt til þess að mun fleiri létust en ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Hátt í 128.000 manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum en upphaflega gerði ríkisstjórn Johnson ráð fyrir um 20.000 dauðsföllum. Í vitnisburði sínum hélt Cummings því ennfremur fram að hann hefði heyrt Johnson segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að herða sóttvarnaaðgerðir. Breskir fjölmiðlar greindu nýlega frá því að Johnson hefði látið slík ummæli falla í október en forsætisráðherrann hefur neitað því. Ekki stoð í raunveruleikanum Johnson sagði í dag að sum ummæla Cummings ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um að Cummings hefði verið vitni að ummælunum umdeildu um að forsætisráðherrann vildi frekar leyfa fólki að deyja úr Covid-19 en að grípa til harðari aðgerða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varðandi ásakanir Cummings um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði kostað þúsundir mannslífa sagðist Johnson ekki telja það rétt. „Auðvitað hefur þetta verið ótrúlega erfið röð ákvarðana og við höfum tekið þær allar alvarlega,“ sagði forsætisráðherrann. Cummings er sjálfur afar umdeild persóna í breskum stjórnmálum og aflaði sér fárra vina sem nánasti ráðgjafi forsætisráðherra. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann keyrði hundruð kílómetra frá London með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að strangar samkomu- og ferðatakmarkanir væru í gildi í fyrra. Það gerði hann rétt eftir að Johnson greindist smitaður af Covid-19 og eiginkona Cummings var veik. Johnson kom Cummings til varnar þegar hann lá undir harðri gagnrýni og hélt hann starfi sínu, jafnvel þó að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um faraldurinn hefði áður þurft að segja af sér vegna brots á takmörkununum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Dominic Cummings var hægri hönd Johnson en verulega slettist upp á vinskap þeirra undir lok síðasta árs sem leiddi til þess að ráðgjafinn tók poka sinn. Þegar Cummings kom fyrir þingnefnd í gær lýsti hann fyrrverandi yfirmanni sínum sem vanhæfum, óskipulögðum og óhæfum til að gegna embætti forsætisráðherra. Fullyrti Cummings að klaufaskapur og seinagangur ríkisstjórnar Johnson hefði leitt til þess að mun fleiri létust en ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Hátt í 128.000 manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum en upphaflega gerði ríkisstjórn Johnson ráð fyrir um 20.000 dauðsföllum. Í vitnisburði sínum hélt Cummings því ennfremur fram að hann hefði heyrt Johnson segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að herða sóttvarnaaðgerðir. Breskir fjölmiðlar greindu nýlega frá því að Johnson hefði látið slík ummæli falla í október en forsætisráðherrann hefur neitað því. Ekki stoð í raunveruleikanum Johnson sagði í dag að sum ummæla Cummings ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um að Cummings hefði verið vitni að ummælunum umdeildu um að forsætisráðherrann vildi frekar leyfa fólki að deyja úr Covid-19 en að grípa til harðari aðgerða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varðandi ásakanir Cummings um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði kostað þúsundir mannslífa sagðist Johnson ekki telja það rétt. „Auðvitað hefur þetta verið ótrúlega erfið röð ákvarðana og við höfum tekið þær allar alvarlega,“ sagði forsætisráðherrann. Cummings er sjálfur afar umdeild persóna í breskum stjórnmálum og aflaði sér fárra vina sem nánasti ráðgjafi forsætisráðherra. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann keyrði hundruð kílómetra frá London með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að strangar samkomu- og ferðatakmarkanir væru í gildi í fyrra. Það gerði hann rétt eftir að Johnson greindist smitaður af Covid-19 og eiginkona Cummings var veik. Johnson kom Cummings til varnar þegar hann lá undir harðri gagnrýni og hélt hann starfi sínu, jafnvel þó að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um faraldurinn hefði áður þurft að segja af sér vegna brots á takmörkununum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira