Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 18:20 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, vildi ekki gefa demókrötum vopn í hendur fyrir þingkosningar á næsta ári með því að samþykkja stofnun óháðrar nefndar til að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar. AP/J. Scott Applewhite Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. Þverpólitískt frumvarp um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar í anda þeirrar sem rannsakaði hryðjuverkaárásanna 11. september árið 2001 var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á dögunum. Þá greiddu 35 þingmenn repúblikana atkvæða með því. Frumvarpið beið skipsbrot í öldungadeildinni í dag þrátt fyrir að 54 þingmenn hafi greitt atkvæði með því, þar á meðal sex repúblikanar, en 35 gegn því, að sögn AP-fréttastofunnar. Sextíu atkvæði þurfti til þess að samþykkja frumvarpið í ljósi þess að repúblikanar ætluðu að beita málþófi til þess að stöðva framgang þess. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hvatti þingflokk sinn til að gefa demókrötum ekki vopn í hendur fyrir þingkosningar á næsta ári með því að samþykkja stofnun nefndarinnar. Hann hélt því einnig fram að rannsóknarnefndin væri óþörf þar sem að bæði þingnefndir og dómsmálayfirvöld rannsaka atlöguna að þinghúsinu. Það var heldur ekki til að hvetja þingmenn repúblikana til þess að styðja rannsóknarnefndina að Trump hefur haldið áfram að hamast yfir kosningaúrslitunum með sömu lygum um að stórfelld svik hafi kostað hann sigurinn sem urðu kveikjan að árásinni í janúar. Stuðningsmenn Trump tókust á við lögreglumenn við bandaríska þinghúsið 6. janúar. Ætlun þeirra var að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta.AP/John Minchillo Sakaðir um að sópa hryllingnum undir teppið fyrir Trump Þúsundir stuðningsmanna Trump þyrptust að þinghúsinu eftir fjöldafund með Trump daginn sem báðar deildir þingsins staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. Hundruð þeirra í það minnsta slógust við lögreglumenn og brutust inn í þinghúsið þannig að gera þurfti hlé á þingfundi. Þingmenn og starfslið þeirra þurfti að fela sig á læstum skrifstofum á meðan æstur múgur fór um húsið. Lögreglumenn skutu konu úr hópi uppreisnarfólksins þegar hún reyndi að brjótast inn um brotinn glugga á sal fulltrúadeildarinnar. Þrír aðrir uppreisnarmenn létu lífið og einn lögreglumaður lést í kjölfar árásarinnar. Tugir annarra lögreglumanna slösuðust, sumir alvarlega, og tveir þeirra sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Daginn sem árásin var gerð fordæmdu margir þingmenn repúblikana múginn og gagnrýndu Trump, þá forseta, fyrir að hafa æst fólkið til athæfisins. Tíu fulltrúadeildarþingmenn flokksins greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna þess og sjö öldungadeildarþingmenn hans greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Repúblikanar hafa síðan dregið verulega úr gagnrýni sinni á atburðina og Trump. Þeir hafa jafnframt reynt að refsa þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn Trump og úthýstu meðal annars Liz Cheney úr forystusveit fulltrúadeildarþingflokksins. Meirihluti þingflokks þeirra var ekki tilbúinn að styðja óháða rannsóknarnefnd um árásina þrátt fyrir að lögreglumenn og fjölskylda lögreglumannsins sem lést hefði hvatt þá til þess í vikunni. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sakaði repúblikana um að reyna að „sópa hryllingi þessa dags undir teppið“ af hollustu við Trump sem hefur enn tangarhald á flokknum sem hann leiddi til algers ósigurs í forseta- og þingkosningunum í nóvember. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Þverpólitískt frumvarp um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar í anda þeirrar sem rannsakaði hryðjuverkaárásanna 11. september árið 2001 var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á dögunum. Þá greiddu 35 þingmenn repúblikana atkvæða með því. Frumvarpið beið skipsbrot í öldungadeildinni í dag þrátt fyrir að 54 þingmenn hafi greitt atkvæði með því, þar á meðal sex repúblikanar, en 35 gegn því, að sögn AP-fréttastofunnar. Sextíu atkvæði þurfti til þess að samþykkja frumvarpið í ljósi þess að repúblikanar ætluðu að beita málþófi til þess að stöðva framgang þess. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hvatti þingflokk sinn til að gefa demókrötum ekki vopn í hendur fyrir þingkosningar á næsta ári með því að samþykkja stofnun nefndarinnar. Hann hélt því einnig fram að rannsóknarnefndin væri óþörf þar sem að bæði þingnefndir og dómsmálayfirvöld rannsaka atlöguna að þinghúsinu. Það var heldur ekki til að hvetja þingmenn repúblikana til þess að styðja rannsóknarnefndina að Trump hefur haldið áfram að hamast yfir kosningaúrslitunum með sömu lygum um að stórfelld svik hafi kostað hann sigurinn sem urðu kveikjan að árásinni í janúar. Stuðningsmenn Trump tókust á við lögreglumenn við bandaríska þinghúsið 6. janúar. Ætlun þeirra var að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta.AP/John Minchillo Sakaðir um að sópa hryllingnum undir teppið fyrir Trump Þúsundir stuðningsmanna Trump þyrptust að þinghúsinu eftir fjöldafund með Trump daginn sem báðar deildir þingsins staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. Hundruð þeirra í það minnsta slógust við lögreglumenn og brutust inn í þinghúsið þannig að gera þurfti hlé á þingfundi. Þingmenn og starfslið þeirra þurfti að fela sig á læstum skrifstofum á meðan æstur múgur fór um húsið. Lögreglumenn skutu konu úr hópi uppreisnarfólksins þegar hún reyndi að brjótast inn um brotinn glugga á sal fulltrúadeildarinnar. Þrír aðrir uppreisnarmenn létu lífið og einn lögreglumaður lést í kjölfar árásarinnar. Tugir annarra lögreglumanna slösuðust, sumir alvarlega, og tveir þeirra sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Daginn sem árásin var gerð fordæmdu margir þingmenn repúblikana múginn og gagnrýndu Trump, þá forseta, fyrir að hafa æst fólkið til athæfisins. Tíu fulltrúadeildarþingmenn flokksins greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna þess og sjö öldungadeildarþingmenn hans greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Repúblikanar hafa síðan dregið verulega úr gagnrýni sinni á atburðina og Trump. Þeir hafa jafnframt reynt að refsa þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn Trump og úthýstu meðal annars Liz Cheney úr forystusveit fulltrúadeildarþingflokksins. Meirihluti þingflokks þeirra var ekki tilbúinn að styðja óháða rannsóknarnefnd um árásina þrátt fyrir að lögreglumenn og fjölskylda lögreglumannsins sem lést hefði hvatt þá til þess í vikunni. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sakaði repúblikana um að reyna að „sópa hryllingi þessa dags undir teppið“ af hollustu við Trump sem hefur enn tangarhald á flokknum sem hann leiddi til algers ósigurs í forseta- og þingkosningunum í nóvember.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59
Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36