Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 12:41 Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, slær tóninn fyrir leiðtogafund Biden og Pútín. Vísir/EPA Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. Biden og Pútín ætla að funda í Genf í Sviss 16. júní. Samskipti ríkja þeirra hafa verið stirð undanfarin ár, ekki síst vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og afskipta af bandarískum kosningum. Undanfarið hefur spennan aðeins farið vaxandi vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för evrópskrar farþegaflugvélar til þess að handtaka andófsmann. Biden hefur sagst ætla að leggja fast að Pútín að virða mannréttindi á fundinum. Stjórnvöld í Kreml eru nú byrjuð að hita upp fyrir fundinn með óljósum hótunum. „Bandaríkjamennirnir verða að gera ráð fyrir að fjöldi merkja sem kemur frá Moskvu verið óþægilegur fyrir þá, þar á meðal á næstu dögum,“ sagði Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, í dag. Staðhæfði Rjabkov að Rússar yrðu tilbúnir að svara kröfum Biden um mannréttindi í Rússlandi og fullyrti að rússnesk stjórnvöld hefðu sýnt meiri sveigjanleika um dagskrá leiðtogafundarins en stjórnvöld í Washington-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma boðaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Rússar ætluðu sér að auka herlið sitt við vesturlandamæri sín til þess að bregðast við því sem hann sagði vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins vestan við Rússland. AP-fréttastofan segir að Shoigu hafi vísað til fjölgunar flugferða bandarískra sprengjuflugvéla nærri landamærunum og útgerð herskipa NATO. Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Biden og Pútín ætla að funda í Genf í Sviss 16. júní. Samskipti ríkja þeirra hafa verið stirð undanfarin ár, ekki síst vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og afskipta af bandarískum kosningum. Undanfarið hefur spennan aðeins farið vaxandi vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för evrópskrar farþegaflugvélar til þess að handtaka andófsmann. Biden hefur sagst ætla að leggja fast að Pútín að virða mannréttindi á fundinum. Stjórnvöld í Kreml eru nú byrjuð að hita upp fyrir fundinn með óljósum hótunum. „Bandaríkjamennirnir verða að gera ráð fyrir að fjöldi merkja sem kemur frá Moskvu verið óþægilegur fyrir þá, þar á meðal á næstu dögum,“ sagði Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, í dag. Staðhæfði Rjabkov að Rússar yrðu tilbúnir að svara kröfum Biden um mannréttindi í Rússlandi og fullyrti að rússnesk stjórnvöld hefðu sýnt meiri sveigjanleika um dagskrá leiðtogafundarins en stjórnvöld í Washington-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma boðaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Rússar ætluðu sér að auka herlið sitt við vesturlandamæri sín til þess að bregðast við því sem hann sagði vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins vestan við Rússland. AP-fréttastofan segir að Shoigu hafi vísað til fjölgunar flugferða bandarískra sprengjuflugvéla nærri landamærunum og útgerð herskipa NATO.
Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31