Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á íslenska ferðamenn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 23:22 Mennirnir voru á leið heim af skemmtistað þegar hópurinn réðst á þá. Getty/Mahaux Charles Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu. Geir Gunnarsson og Friðgeir Gíslason voru staddir í fríi í Brighton á Englandi í október 2019 þegar hópur unglinga réðst á þá. Lewis Kelly, átján ára, var þeirra á meðal og er hann sá sem dæmdur var vegna málsins. Þetta kemur fram í frétt Brighton & Hove News. Mennirnir tveir voru á heimleið eftir að hafa verið úti á lífinu með vinum sínum. Þeir voru á leið upp á hótelherbergi þegar fjögurra til sex manna hópur réðst á þá. Geir og Friðgeir urðu báðir illa úti í árásinni, þeir voru barðir og táragasi úðað framan í þá. Annar þeirra var alvarlega slasaður og brotnaði í honum augntóft. Kelly var aðeins sautján ára gamall þegar atvikin áttu sér stað og viðurkenndi hann fyrir rétti að hafa ráðist á mennina. Hann viðurkenndi einnig að hafa átt táragas en sagðist þó ekki sá sem hafi úðað því framan í tvímenningana. Christine Henson, dómari í málinu, sagði við dómsuppkvaðningu á föstudag að árásin hafi verið alvarleg og undir venjulegum kringumstæðum væri refsingin fangelsisvist. Kelly hafi hins vegar átt erfitt uppdráttar og hafi hvorki komið sér í vandræði fyrir eða eftir atvikið. Því skyldi hann sæta skilorðsbundnu fangelsi. Auk þess mun Kelly þurfa að gangast undir 25 daga endurhæfingu. Hvorugur íslensku mannanna mun fá greiddar bætur þar sem Kelly er á bótum og á 7 mánaða gamlan son sem hann þarf að sjá fyrir. Dómsmál England Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Geir Gunnarsson og Friðgeir Gíslason voru staddir í fríi í Brighton á Englandi í október 2019 þegar hópur unglinga réðst á þá. Lewis Kelly, átján ára, var þeirra á meðal og er hann sá sem dæmdur var vegna málsins. Þetta kemur fram í frétt Brighton & Hove News. Mennirnir tveir voru á heimleið eftir að hafa verið úti á lífinu með vinum sínum. Þeir voru á leið upp á hótelherbergi þegar fjögurra til sex manna hópur réðst á þá. Geir og Friðgeir urðu báðir illa úti í árásinni, þeir voru barðir og táragasi úðað framan í þá. Annar þeirra var alvarlega slasaður og brotnaði í honum augntóft. Kelly var aðeins sautján ára gamall þegar atvikin áttu sér stað og viðurkenndi hann fyrir rétti að hafa ráðist á mennina. Hann viðurkenndi einnig að hafa átt táragas en sagðist þó ekki sá sem hafi úðað því framan í tvímenningana. Christine Henson, dómari í málinu, sagði við dómsuppkvaðningu á föstudag að árásin hafi verið alvarleg og undir venjulegum kringumstæðum væri refsingin fangelsisvist. Kelly hafi hins vegar átt erfitt uppdráttar og hafi hvorki komið sér í vandræði fyrir eða eftir atvikið. Því skyldi hann sæta skilorðsbundnu fangelsi. Auk þess mun Kelly þurfa að gangast undir 25 daga endurhæfingu. Hvorugur íslensku mannanna mun fá greiddar bætur þar sem Kelly er á bótum og á 7 mánaða gamlan son sem hann þarf að sjá fyrir.
Dómsmál England Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira