Þau sem láta verkin tala Auður Guðjónsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:00 Hér með hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að mæta í prófkjör og kjósa Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti. Af mörgu góðu sem hann hefur áorkað í ráðherratíð sinni vil ég leyfa mér að fullyrða að það sem að neðan greinir sé það almerkilegasta sem hann hefur gert og sem á eftir að bera ávöxt til allrar framtíðar fyrir allt mannkynið. Ég leyfi mér einnig að fullyrða að Guðlaugur Þór sé eini utanríkisráðherrann í veröldinni sem talar máli lækningar á lömun hjá viðeigandi alþjóðastofnunum. Það hefur hann gert í einkaviðtölum og með bréfasendingum til háttsettra aðila innan Sameinuðu þjóðanna og í ræðum sínum á allsherjarþingum stofnunarinnar þar sem hann hvatti til að lækning í taugakerfinu yrði gerð að forgangsmáli. Einnig hefur hann plægt akurinn rækilega hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni WHO sem hefur leitt til þess að Tetros Ghebreyesus aðalframkvæmdastjóri WHO hefur sett í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar að öll ráð skuli nýtt til að lækning finnist í taugakerfinu. Til að vinna að framgangi málsins hjá WHO setti Guðlaugur Þór á fót embætti sérstaks erindreka fyrir mænuskaða og taugakerfið með aðsetur í Genf auk þess að leggja fram fé til að Ísland geti orðið eitt af stofnríkjum nýs verkefnis innan WHO þar sem tekið skal sérstaklega á málefnum taugakerfisins. Frá því Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra höfum við rölt saman hinn torsótta veg sem leiðir til að lækning finnist við mænuskaða/lömun. Með því að beita pólitískum áhrifum sínum innan viðeigandi alþjóðastofnana er Guðlaugur Þór að búa í haginn fyrir alþjóðlegt taugavísindasvið í leitinni að lækningu á svo erfiðum skaða sem lömun er. Stöðu sinnar vegna þarf hann ekki að beita sér. Það gerir hann hinsvegar vegna þess að hann hefur hjartað á réttum stað. Mér er því mikið í mun að minn góði vinur hljóti kosningu í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir og bið sjálfstæðismenn í Reykjavík um að þyrpast á kjörstað og koma honum þangað. Einnig vil ég biðja fólk um að kjósa Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmann utanríkisráðherra í 3. sæti. Í hennar tíð í utanríkisráðuneytinu hefur hún komið mikið að ofangreindum málum með miklum velvilja. Þar fer réttsýn kona. Höfundur er skurðhjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hér með hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að mæta í prófkjör og kjósa Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti. Af mörgu góðu sem hann hefur áorkað í ráðherratíð sinni vil ég leyfa mér að fullyrða að það sem að neðan greinir sé það almerkilegasta sem hann hefur gert og sem á eftir að bera ávöxt til allrar framtíðar fyrir allt mannkynið. Ég leyfi mér einnig að fullyrða að Guðlaugur Þór sé eini utanríkisráðherrann í veröldinni sem talar máli lækningar á lömun hjá viðeigandi alþjóðastofnunum. Það hefur hann gert í einkaviðtölum og með bréfasendingum til háttsettra aðila innan Sameinuðu þjóðanna og í ræðum sínum á allsherjarþingum stofnunarinnar þar sem hann hvatti til að lækning í taugakerfinu yrði gerð að forgangsmáli. Einnig hefur hann plægt akurinn rækilega hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni WHO sem hefur leitt til þess að Tetros Ghebreyesus aðalframkvæmdastjóri WHO hefur sett í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar að öll ráð skuli nýtt til að lækning finnist í taugakerfinu. Til að vinna að framgangi málsins hjá WHO setti Guðlaugur Þór á fót embætti sérstaks erindreka fyrir mænuskaða og taugakerfið með aðsetur í Genf auk þess að leggja fram fé til að Ísland geti orðið eitt af stofnríkjum nýs verkefnis innan WHO þar sem tekið skal sérstaklega á málefnum taugakerfisins. Frá því Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra höfum við rölt saman hinn torsótta veg sem leiðir til að lækning finnist við mænuskaða/lömun. Með því að beita pólitískum áhrifum sínum innan viðeigandi alþjóðastofnana er Guðlaugur Þór að búa í haginn fyrir alþjóðlegt taugavísindasvið í leitinni að lækningu á svo erfiðum skaða sem lömun er. Stöðu sinnar vegna þarf hann ekki að beita sér. Það gerir hann hinsvegar vegna þess að hann hefur hjartað á réttum stað. Mér er því mikið í mun að minn góði vinur hljóti kosningu í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir og bið sjálfstæðismenn í Reykjavík um að þyrpast á kjörstað og koma honum þangað. Einnig vil ég biðja fólk um að kjósa Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmann utanríkisráðherra í 3. sæti. Í hennar tíð í utanríkisráðuneytinu hefur hún komið mikið að ofangreindum málum með miklum velvilja. Þar fer réttsýn kona. Höfundur er skurðhjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun