Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 18:23 Elísabet Bretadrottning er sögð hafa meinað þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni. Fólk úr minnihlutahópum mátti hins vegar starfa við önnur þjónustustörf fyrir fjölskylduna. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Skjölin eru frá seinni hluta sjöunda áratugsins. Þau eru hluti af skjölum sem hafa komið upp á yfirborðið í rannsókn blaðsins á áhrifum drottningar á lagasetningu í Bretlandi. Skjölin sýna að á árinu 1968 skrifaði fjármálastjóri drottningar að stefna hennar væri að litaðir innflytjendur og útlendingar ynnu ekki skrifstofustörf þó að þeir mættu vera í þjónustuliði hallarinnar. Ekki er ljóst hvenær þessu var hætt í höllinni. Buckingham hefur neitað að svara spurningum um bannið og hvenær því var aflétt. Í svari hallarinnar við fyrirspurnum Guardian segir að á tíunda áratuginum hafi þeldökkir innflytjendur starfað á skrifstofu hallarinnar en að fyrir þann tíma hafi höllin ekki haldið upplýsingum um kynþátt starfsmanna sinna til haga. Starfsmenn drottningarinnar geta ekki kært ójafnrétti til dómstóla Á áttunda áratug síðustu aldar voru lög innleidd á Englandi sem segja til um það að ekki megi hafna starfsumsókn fólks á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis þess. Drottningin var hins vegar undanskilin þessum lögum og gat því haldið áfram að velja starfsmenn sína út frá kynþætti. Það hefur meðal annars leitt til þess að starfsmenn úr minnihlutahópum, sem telja sig sæta slíku ójafnrétti, geta ekki leitað til dómstóla. Komi slíkar ásakanir upp er tekið á málinu innan hallarinnar og er sérstök nefnd kölluð til í slíkum tilfellum. Spurningum um hvað feljist í störfum nefndarinnar hefur þó ekki verið svarað af höllinni. Gagnrýnendur konungsfjölskyldunnar hafa lengi bent á meintan rasismsa innan hallarinnar og var það síðast til umfjöllunar fyrr á þessu ári þegar Meghan Markle og prins Harry stigu fram og greindu frá því að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra. Móðir Markle er, eins og flestir vita, svört. Ásökun hjónanna leiddi til þess að bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, steig fram og sagði fjölskylduna „alls ekki rasíska.“ Bretland England Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Skjölin eru frá seinni hluta sjöunda áratugsins. Þau eru hluti af skjölum sem hafa komið upp á yfirborðið í rannsókn blaðsins á áhrifum drottningar á lagasetningu í Bretlandi. Skjölin sýna að á árinu 1968 skrifaði fjármálastjóri drottningar að stefna hennar væri að litaðir innflytjendur og útlendingar ynnu ekki skrifstofustörf þó að þeir mættu vera í þjónustuliði hallarinnar. Ekki er ljóst hvenær þessu var hætt í höllinni. Buckingham hefur neitað að svara spurningum um bannið og hvenær því var aflétt. Í svari hallarinnar við fyrirspurnum Guardian segir að á tíunda áratuginum hafi þeldökkir innflytjendur starfað á skrifstofu hallarinnar en að fyrir þann tíma hafi höllin ekki haldið upplýsingum um kynþátt starfsmanna sinna til haga. Starfsmenn drottningarinnar geta ekki kært ójafnrétti til dómstóla Á áttunda áratug síðustu aldar voru lög innleidd á Englandi sem segja til um það að ekki megi hafna starfsumsókn fólks á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis þess. Drottningin var hins vegar undanskilin þessum lögum og gat því haldið áfram að velja starfsmenn sína út frá kynþætti. Það hefur meðal annars leitt til þess að starfsmenn úr minnihlutahópum, sem telja sig sæta slíku ójafnrétti, geta ekki leitað til dómstóla. Komi slíkar ásakanir upp er tekið á málinu innan hallarinnar og er sérstök nefnd kölluð til í slíkum tilfellum. Spurningum um hvað feljist í störfum nefndarinnar hefur þó ekki verið svarað af höllinni. Gagnrýnendur konungsfjölskyldunnar hafa lengi bent á meintan rasismsa innan hallarinnar og var það síðast til umfjöllunar fyrr á þessu ári þegar Meghan Markle og prins Harry stigu fram og greindu frá því að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra. Móðir Markle er, eins og flestir vita, svört. Ásökun hjónanna leiddi til þess að bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, steig fram og sagði fjölskylduna „alls ekki rasíska.“
Bretland England Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07
Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37