Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 18:23 Elísabet Bretadrottning er sögð hafa meinað þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni. Fólk úr minnihlutahópum mátti hins vegar starfa við önnur þjónustustörf fyrir fjölskylduna. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Skjölin eru frá seinni hluta sjöunda áratugsins. Þau eru hluti af skjölum sem hafa komið upp á yfirborðið í rannsókn blaðsins á áhrifum drottningar á lagasetningu í Bretlandi. Skjölin sýna að á árinu 1968 skrifaði fjármálastjóri drottningar að stefna hennar væri að litaðir innflytjendur og útlendingar ynnu ekki skrifstofustörf þó að þeir mættu vera í þjónustuliði hallarinnar. Ekki er ljóst hvenær þessu var hætt í höllinni. Buckingham hefur neitað að svara spurningum um bannið og hvenær því var aflétt. Í svari hallarinnar við fyrirspurnum Guardian segir að á tíunda áratuginum hafi þeldökkir innflytjendur starfað á skrifstofu hallarinnar en að fyrir þann tíma hafi höllin ekki haldið upplýsingum um kynþátt starfsmanna sinna til haga. Starfsmenn drottningarinnar geta ekki kært ójafnrétti til dómstóla Á áttunda áratug síðustu aldar voru lög innleidd á Englandi sem segja til um það að ekki megi hafna starfsumsókn fólks á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis þess. Drottningin var hins vegar undanskilin þessum lögum og gat því haldið áfram að velja starfsmenn sína út frá kynþætti. Það hefur meðal annars leitt til þess að starfsmenn úr minnihlutahópum, sem telja sig sæta slíku ójafnrétti, geta ekki leitað til dómstóla. Komi slíkar ásakanir upp er tekið á málinu innan hallarinnar og er sérstök nefnd kölluð til í slíkum tilfellum. Spurningum um hvað feljist í störfum nefndarinnar hefur þó ekki verið svarað af höllinni. Gagnrýnendur konungsfjölskyldunnar hafa lengi bent á meintan rasismsa innan hallarinnar og var það síðast til umfjöllunar fyrr á þessu ári þegar Meghan Markle og prins Harry stigu fram og greindu frá því að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra. Móðir Markle er, eins og flestir vita, svört. Ásökun hjónanna leiddi til þess að bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, steig fram og sagði fjölskylduna „alls ekki rasíska.“ Bretland England Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Skjölin eru frá seinni hluta sjöunda áratugsins. Þau eru hluti af skjölum sem hafa komið upp á yfirborðið í rannsókn blaðsins á áhrifum drottningar á lagasetningu í Bretlandi. Skjölin sýna að á árinu 1968 skrifaði fjármálastjóri drottningar að stefna hennar væri að litaðir innflytjendur og útlendingar ynnu ekki skrifstofustörf þó að þeir mættu vera í þjónustuliði hallarinnar. Ekki er ljóst hvenær þessu var hætt í höllinni. Buckingham hefur neitað að svara spurningum um bannið og hvenær því var aflétt. Í svari hallarinnar við fyrirspurnum Guardian segir að á tíunda áratuginum hafi þeldökkir innflytjendur starfað á skrifstofu hallarinnar en að fyrir þann tíma hafi höllin ekki haldið upplýsingum um kynþátt starfsmanna sinna til haga. Starfsmenn drottningarinnar geta ekki kært ójafnrétti til dómstóla Á áttunda áratug síðustu aldar voru lög innleidd á Englandi sem segja til um það að ekki megi hafna starfsumsókn fólks á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis þess. Drottningin var hins vegar undanskilin þessum lögum og gat því haldið áfram að velja starfsmenn sína út frá kynþætti. Það hefur meðal annars leitt til þess að starfsmenn úr minnihlutahópum, sem telja sig sæta slíku ójafnrétti, geta ekki leitað til dómstóla. Komi slíkar ásakanir upp er tekið á málinu innan hallarinnar og er sérstök nefnd kölluð til í slíkum tilfellum. Spurningum um hvað feljist í störfum nefndarinnar hefur þó ekki verið svarað af höllinni. Gagnrýnendur konungsfjölskyldunnar hafa lengi bent á meintan rasismsa innan hallarinnar og var það síðast til umfjöllunar fyrr á þessu ári þegar Meghan Markle og prins Harry stigu fram og greindu frá því að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra. Móðir Markle er, eins og flestir vita, svört. Ásökun hjónanna leiddi til þess að bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, steig fram og sagði fjölskylduna „alls ekki rasíska.“
Bretland England Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07
Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37