Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 20:54 Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður reiður yfir því að fólk hafi verið að gera grín að bloggsíðu hans og litlum vinsældum hennar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. Washington Post segir Trump hafa brugðist reiðan við fréttaflutningi af því hve fáir lásu bloggsíðu hans. Síðunni var lokað í gær og á síðasta degi hennar fékk hún einungis um 1.500 deilingar eða athugasemdir. Þá er forsetinn fyrrverandi sagður enn vilja opna annan miðil fyrir sig í framtíðinni. Honum líkaði ekki að verið væri að gera grín að „skrifborðinu“. Vinna að nýjum miðli, sem verður mögulega nýr samfélagsmiðill, er enn yfirstandandi, samkvæmt svari Jason Miller, ráðgjafa Trumps, við fyrirspurn CNBC. Miller sagði svo á Twitter seinna í dag að Trump myndi stinga upp kollinum á öðrum samfélagsmiðli á næstunni. Yes, actually, it is. Stay tuned! https://t.co/USKGvVXe2f— Jason Miller (@JasonMillerinDC) June 2, 2021 Trump opnaði síðuna þar sem hann hafði verið útilokaður frá stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna, og heimsins, eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Trump var sagður hafa brotið gegn skilmálum miðlanna með því að hvetja til ofbeldis. Hann hafði ítrekað notað samfélagsmiðla til að staðhæfa að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Engar upplýsingar sem styðja þær staðhæfingar hafa litið dagsins ljós. Stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Nokkrir dóu vegna árásarinnar. Þá lýstu Trump-liðar bloggsíðunni sem vettvangi þar sem hægt er að tjá sig „frjálslega og örugglega“ og sem „vita frelsis“ á tímum þöggunar og lyga. Sjá einnig: Trump opnar eigin miðil Þann 21. maí birti Washington Post greiningu þar sem fram kom að bloggsíðan nyti lítilla vinsælda. Í kjölfar þess birti Trump yfirlýsingu þar sem hann sagði bloggsíðuna litlu hafa heppnast mjög vel. Hann sagði hana njóta mikilla vinsælda og að hún væri jafnvel enn vinsælli ef hann hefði ekki verið bannaður á Facebook og Twitter, þar sem hann hafði 35 milljónir fylgjenda á Facebook og um 88 milljónir á Twitter. Trump sagði einnig í þessari yfirlýsingu að milljónir stuðningsmanna hans hefðu hætt að nota Facebook og Twitter því samfélagsmiðlarnir væru orðnir leiðinlegir og grimmir. Hann færði engin rök fyrir þeirri staðhæfingu og notendafjöldi beggja samfélagsmiðla hefur staðið í stað eða aukist frá því hann flutti úr Hvíta húsinu, samkvæmt Washington Post. Segist verða forseti aftur Trump sagði nýverið að hann stefndi á annað forsetaframboð árið 2024, með því skilyrði að hann yrði enn við góða heilsu. Undanfarið mun Trump þó hafa sagt fólki að hann gerði ráð fyrir því að verða aftur forseti fyrir ágúst á þessu ári. Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefur varið miklu púðri í að reyna að gera Trump aftur að forseta.EPA/JIM LO SCALZO Þær fregnir bárust í kjölfar viðburðar um helgina þar sem Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, sem hefur barist harkalega fyrir því að úrslitum kosninganna verði snúið við, án mikils árangurs þó, og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem var dæmdur fyrir að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við sendiherra Rússlands á árum áður og náðaður af Trump, héldu erindi. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Powell staðhæfði ranglega að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og Flynn virtist kalla eftir því að herinn tæki völd í Bandaríkjunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Washington Post segir Trump hafa brugðist reiðan við fréttaflutningi af því hve fáir lásu bloggsíðu hans. Síðunni var lokað í gær og á síðasta degi hennar fékk hún einungis um 1.500 deilingar eða athugasemdir. Þá er forsetinn fyrrverandi sagður enn vilja opna annan miðil fyrir sig í framtíðinni. Honum líkaði ekki að verið væri að gera grín að „skrifborðinu“. Vinna að nýjum miðli, sem verður mögulega nýr samfélagsmiðill, er enn yfirstandandi, samkvæmt svari Jason Miller, ráðgjafa Trumps, við fyrirspurn CNBC. Miller sagði svo á Twitter seinna í dag að Trump myndi stinga upp kollinum á öðrum samfélagsmiðli á næstunni. Yes, actually, it is. Stay tuned! https://t.co/USKGvVXe2f— Jason Miller (@JasonMillerinDC) June 2, 2021 Trump opnaði síðuna þar sem hann hafði verið útilokaður frá stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna, og heimsins, eftir árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Trump var sagður hafa brotið gegn skilmálum miðlanna með því að hvetja til ofbeldis. Hann hafði ítrekað notað samfélagsmiðla til að staðhæfa að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Engar upplýsingar sem styðja þær staðhæfingar hafa litið dagsins ljós. Stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Nokkrir dóu vegna árásarinnar. Þá lýstu Trump-liðar bloggsíðunni sem vettvangi þar sem hægt er að tjá sig „frjálslega og örugglega“ og sem „vita frelsis“ á tímum þöggunar og lyga. Sjá einnig: Trump opnar eigin miðil Þann 21. maí birti Washington Post greiningu þar sem fram kom að bloggsíðan nyti lítilla vinsælda. Í kjölfar þess birti Trump yfirlýsingu þar sem hann sagði bloggsíðuna litlu hafa heppnast mjög vel. Hann sagði hana njóta mikilla vinsælda og að hún væri jafnvel enn vinsælli ef hann hefði ekki verið bannaður á Facebook og Twitter, þar sem hann hafði 35 milljónir fylgjenda á Facebook og um 88 milljónir á Twitter. Trump sagði einnig í þessari yfirlýsingu að milljónir stuðningsmanna hans hefðu hætt að nota Facebook og Twitter því samfélagsmiðlarnir væru orðnir leiðinlegir og grimmir. Hann færði engin rök fyrir þeirri staðhæfingu og notendafjöldi beggja samfélagsmiðla hefur staðið í stað eða aukist frá því hann flutti úr Hvíta húsinu, samkvæmt Washington Post. Segist verða forseti aftur Trump sagði nýverið að hann stefndi á annað forsetaframboð árið 2024, með því skilyrði að hann yrði enn við góða heilsu. Undanfarið mun Trump þó hafa sagt fólki að hann gerði ráð fyrir því að verða aftur forseti fyrir ágúst á þessu ári. Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, hefur varið miklu púðri í að reyna að gera Trump aftur að forseta.EPA/JIM LO SCALZO Þær fregnir bárust í kjölfar viðburðar um helgina þar sem Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður Trumps, sem hefur barist harkalega fyrir því að úrslitum kosninganna verði snúið við, án mikils árangurs þó, og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sem var dæmdur fyrir að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við sendiherra Rússlands á árum áður og náðaður af Trump, héldu erindi. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Powell staðhæfði ranglega að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og Flynn virtist kalla eftir því að herinn tæki völd í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira