Sænsk þingnefnd segir ríkisstjórnina hafa brugðist Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2021 12:34 Stefan Löfven er forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur brugðist þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar stjórnarskránefndar sænska þingsins sem kynnt var í dag. Viðbrögð Svía við kórónuveirunni hafa vakið mikla athygli frá upphafi heimsfaraldursins, þar sem framan af var gripið til mun vægari aðgerða en víða annars staðar. Mun fleiri hafa líka smitast og fleiri dauðsföll verið rakin til kórónuveirunnar þar í landinu en víða annars staðar. SVT segir frá því að nefndin hafi sérstaklega litið til sex atriða í viðbrögðum sænsku stjórnarinnar. Sýnataka og rakning. Nefndin telur að ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við nægilega hratt við og nauðsynlegt hafi verið að ná samkomulagi við aðra flokka á þingi mun fyrr en gert var. Heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum. Ríkisstjórnin greip til ákveðinna aðgerða til að takmarka smit á hjúkrunarheimilum áður en landlægu heimsóknarbanni var komið á. Ríkisstjórnin gekk þó ekki nægilega langt til að vernda þennan viðkvæma hóp. Meðferð heimsfaraldurslaganna. Ríkisstjórnin hófst fyrst handa við vinnu að smíði „heimsfaraldurslaganna“ svokölluðu eftir sumarið 2020 - laga sem veittu stjórnvöldum heimild til að grípa til róttækra aðgerða til að takmarka útbreiðslu veirunnar. Nefndin telur að sú vinna hefði átt að hefjast mun fyrr. Stefnuleysi. Ekki lá nægilega ljóst fyrir hvaða stofnanir skyldu sinna hverju – hver ætti að ráða hverju. Samkomutakmarkanir. Nefndin gagnrýnir vinnu ríkisstjórnarinnar varðandi reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum. Tól til sóttvarna. Nefndin gagnrýnir sömuleiðis vinnu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að tryggja nægar bjargir til sóttvarna í landinu. Rúmlega milljón manns hafa smitast af kórónuveirunni í Svíþjóð það sem af er faraldrinum. Alls hafa um 14.500 dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Lærdómar Stjórnarskrárnefndin dregur sérstaklega upp þrjá lærdóma til framtíðar. Þörf á öflugri löggjöf þegar kemur að viðbúnaði, þannig að stjórnvöld séu betur í stakk búin til að takast á við krísur. Betri umræður um hvernig skuli takast á við krísur á friðartímum. Sænska regluverkið hefur einblínt sérstaklega á stríð og stríðshættu, en mun munna á þessa tegund af krísu. Öflugra velferðarkerfi til að taka megi betur á krísum sem þessum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Viðbrögð Svía við kórónuveirunni hafa vakið mikla athygli frá upphafi heimsfaraldursins, þar sem framan af var gripið til mun vægari aðgerða en víða annars staðar. Mun fleiri hafa líka smitast og fleiri dauðsföll verið rakin til kórónuveirunnar þar í landinu en víða annars staðar. SVT segir frá því að nefndin hafi sérstaklega litið til sex atriða í viðbrögðum sænsku stjórnarinnar. Sýnataka og rakning. Nefndin telur að ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við nægilega hratt við og nauðsynlegt hafi verið að ná samkomulagi við aðra flokka á þingi mun fyrr en gert var. Heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum. Ríkisstjórnin greip til ákveðinna aðgerða til að takmarka smit á hjúkrunarheimilum áður en landlægu heimsóknarbanni var komið á. Ríkisstjórnin gekk þó ekki nægilega langt til að vernda þennan viðkvæma hóp. Meðferð heimsfaraldurslaganna. Ríkisstjórnin hófst fyrst handa við vinnu að smíði „heimsfaraldurslaganna“ svokölluðu eftir sumarið 2020 - laga sem veittu stjórnvöldum heimild til að grípa til róttækra aðgerða til að takmarka útbreiðslu veirunnar. Nefndin telur að sú vinna hefði átt að hefjast mun fyrr. Stefnuleysi. Ekki lá nægilega ljóst fyrir hvaða stofnanir skyldu sinna hverju – hver ætti að ráða hverju. Samkomutakmarkanir. Nefndin gagnrýnir vinnu ríkisstjórnarinnar varðandi reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum. Tól til sóttvarna. Nefndin gagnrýnir sömuleiðis vinnu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að tryggja nægar bjargir til sóttvarna í landinu. Rúmlega milljón manns hafa smitast af kórónuveirunni í Svíþjóð það sem af er faraldrinum. Alls hafa um 14.500 dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Lærdómar Stjórnarskrárnefndin dregur sérstaklega upp þrjá lærdóma til framtíðar. Þörf á öflugri löggjöf þegar kemur að viðbúnaði, þannig að stjórnvöld séu betur í stakk búin til að takast á við krísur. Betri umræður um hvernig skuli takast á við krísur á friðartímum. Sænska regluverkið hefur einblínt sérstaklega á stríð og stríðshættu, en mun munna á þessa tegund af krísu. Öflugra velferðarkerfi til að taka megi betur á krísum sem þessum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira