Fyrsta skemmtiferðaskipið frá upphafi faraldursins leggur að bryggju í Feneyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 21:38 Fyrsta skemmtiferðaskipið hefur lagt að bryggju í Feneyjum frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að slík skip megi ekki koma nálægt miðborg Feneyja. EPA-EFE/ANDREA MEROLA Fyrsta skemmtiferðaskipið hefur lagt að bryggju í Feneyjum frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að slík skip megi ekki koma nálægt miðborg Feneyja. Um 650 farþegar munu ganga um borð á laugardag áður en skipið, MSC Orchestra, leggur af stað í siglingu um Miðjarðarhafið. Allir farþeganna þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki smitaðir af Covid-19 áður en þeir ganga um borð. Umhverfisaðgerðasinnar hafa skipulagt mótmæli vegna komu skipsins. Þeir telja hættu á að skipin risavöxnu eyði upp grunni borgarinnar sögulegu. Þá hafa andstæðingar þeirra skipulagt andstöðumótmæli og segjast fagna komu ferðamanna. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um neikvæð áhrif skemmtiferðaskipa á umhverfi Feneyja. Margir telja að skipin stuðli að hækkun sjávarmáls í borginni, eða öllu heldur að borgin lækki. Ýmsir heimsþekktir einstaklingar, þar á meðal Mick Jagger og Francis Ford Coppola, hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að öllum stórum skipum verði bannað að leggja að bryggju í Feneyjum. Alls eru sautján mánuðir frá því að síðasta skemmtiferðaskip kom til Feneyja. Þá eru rétt tæp tvö ár liðin frá því að skemmtiferðaskipið MSC Opera sigldi á eina af bryggjum Feneyja. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Borgarstjóri Feneyja vill sekta ferðamenn sem sitja aðgerðalausir á götunni Luigi Brugnaro segist vilja herða reglur til að draga úr straumi ferðamanna til borgarinnar enn frekar. 20. september 2018 23:30 Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. 18. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Um 650 farþegar munu ganga um borð á laugardag áður en skipið, MSC Orchestra, leggur af stað í siglingu um Miðjarðarhafið. Allir farþeganna þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki smitaðir af Covid-19 áður en þeir ganga um borð. Umhverfisaðgerðasinnar hafa skipulagt mótmæli vegna komu skipsins. Þeir telja hættu á að skipin risavöxnu eyði upp grunni borgarinnar sögulegu. Þá hafa andstæðingar þeirra skipulagt andstöðumótmæli og segjast fagna komu ferðamanna. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um neikvæð áhrif skemmtiferðaskipa á umhverfi Feneyja. Margir telja að skipin stuðli að hækkun sjávarmáls í borginni, eða öllu heldur að borgin lækki. Ýmsir heimsþekktir einstaklingar, þar á meðal Mick Jagger og Francis Ford Coppola, hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að öllum stórum skipum verði bannað að leggja að bryggju í Feneyjum. Alls eru sautján mánuðir frá því að síðasta skemmtiferðaskip kom til Feneyja. Þá eru rétt tæp tvö ár liðin frá því að skemmtiferðaskipið MSC Opera sigldi á eina af bryggjum Feneyja.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Borgarstjóri Feneyja vill sekta ferðamenn sem sitja aðgerðalausir á götunni Luigi Brugnaro segist vilja herða reglur til að draga úr straumi ferðamanna til borgarinnar enn frekar. 20. september 2018 23:30 Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. 18. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45
Borgarstjóri Feneyja vill sekta ferðamenn sem sitja aðgerðalausir á götunni Luigi Brugnaro segist vilja herða reglur til að draga úr straumi ferðamanna til borgarinnar enn frekar. 20. september 2018 23:30
Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. 18. nóvember 2019 06:15