Kilroy lýkur 1,4 milljarða endurfjármögnun og sækir á nýja markaði Eiður Þór Árnason skrifar 4. júní 2021 10:04 Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu. Aðsend Ferðaskrifstofan Kilroy International A/S hefur lokið við endurfjármögnun sem nemur 1.400 milljónum króna. Stendur til að nýta fjármagnið til að styrkja rekstur fyrirtækisins og sækja hugsanlega inn á nýja markaði þegar ferðamarkaðir halda áfram að opnast. Kilroy er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins Íslensk fjárfesting og er um að ræða blöndu af nýju hlutafé og lánsfé sem lagt er fram af núverandi eigendum auk Vækstfonden fjárfestingarsjóðsins í Danmörku og Danske Bank. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kilroy en þar segir að fyrirtækið sé ein af stærri ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum og velti jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna árið 2019. Fyrirtækið hafi skilað góðum hagnaði síðustu ár og verið skuldlaust fyrir faraldurinn. Standi sterkt í samanburði við helstu keppinauta „Eigendur fyrirtækisins búast við að markaðir taki hratt við sér síðar á þessu ári í kjölfar afléttingar ferðahamla. Við þær aðstæður sé mikilvægt að KILROY sé reiðubúið til að vaxa hratt og í stöðu til að nýta þau tækifæri sem munu skapast á ferðamarkaði, bæði á núverandi og hugsanlega einnig nýjum mörkuðum.“ Fram kemur í tilkynningu að Kilroy hafi orðið fyrir miklu tekjutapi á síðasta ári líkt og flest önnur ferðafyrirtæki. Þrátt fyrir mikið rekstrartap í sögulegu samhengi hafi fyrirtækið komist klakklaust í gegnum þetta tímabil. Þá standi fyrirtækið fjárhagslega sterkt í samanburði við helstu keppinauta sína eftir endurfjármögnunina. Uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki Arnar Þórisson, stjórnarformaður Kilroy, segir ýmis tækifæri í sjónmáli: „Við sjáum skýr merki þess að markaðir séu að taka við sér. Fjöldi fyrirspurna um ferðir hjá Kilroy hefur aukist hröðum skrefum. Það er augljóslega mikil þörf fyrir ráðleggingar ferðasérfræðinga um hvort og hvenær sé óhætt að ferðast til hinna ýmsu staða og þar erum við á heimavelli. Við finnum einnig að það er uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki og við teljum að það gætu skapast tækifæri fyrir Kilroy að sækja inn á nýja markaði á næstu árum.“ Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu undir nokkrum mismunandi vörumerkjum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár velt á fjórða tug milljarða og verið með um það bil 450 starfsmenn, að sögn forstöðumanna. Ferðalög Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Kilroy er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins Íslensk fjárfesting og er um að ræða blöndu af nýju hlutafé og lánsfé sem lagt er fram af núverandi eigendum auk Vækstfonden fjárfestingarsjóðsins í Danmörku og Danske Bank. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kilroy en þar segir að fyrirtækið sé ein af stærri ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum og velti jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna árið 2019. Fyrirtækið hafi skilað góðum hagnaði síðustu ár og verið skuldlaust fyrir faraldurinn. Standi sterkt í samanburði við helstu keppinauta „Eigendur fyrirtækisins búast við að markaðir taki hratt við sér síðar á þessu ári í kjölfar afléttingar ferðahamla. Við þær aðstæður sé mikilvægt að KILROY sé reiðubúið til að vaxa hratt og í stöðu til að nýta þau tækifæri sem munu skapast á ferðamarkaði, bæði á núverandi og hugsanlega einnig nýjum mörkuðum.“ Fram kemur í tilkynningu að Kilroy hafi orðið fyrir miklu tekjutapi á síðasta ári líkt og flest önnur ferðafyrirtæki. Þrátt fyrir mikið rekstrartap í sögulegu samhengi hafi fyrirtækið komist klakklaust í gegnum þetta tímabil. Þá standi fyrirtækið fjárhagslega sterkt í samanburði við helstu keppinauta sína eftir endurfjármögnunina. Uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki Arnar Þórisson, stjórnarformaður Kilroy, segir ýmis tækifæri í sjónmáli: „Við sjáum skýr merki þess að markaðir séu að taka við sér. Fjöldi fyrirspurna um ferðir hjá Kilroy hefur aukist hröðum skrefum. Það er augljóslega mikil þörf fyrir ráðleggingar ferðasérfræðinga um hvort og hvenær sé óhætt að ferðast til hinna ýmsu staða og þar erum við á heimavelli. Við finnum einnig að það er uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki og við teljum að það gætu skapast tækifæri fyrir Kilroy að sækja inn á nýja markaði á næstu árum.“ Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu undir nokkrum mismunandi vörumerkjum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár velt á fjórða tug milljarða og verið með um það bil 450 starfsmenn, að sögn forstöðumanna.
Ferðalög Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent