Ímyndið ykkur sorg þessa barns Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 5. júní 2021 09:35 Hugsið ykkur lítið barn sem fær ekki sömu heilbrigðisþjónustu og önnur börn, heilbrigðisþjónustu sem myndi bæði bæta heilsu þessa barns og sjálfstraust. Hugsið ykkur sorg þessa barns. Barnið sér jafnvel að jafnaldrar þess fá þessa heilbrigðisþjónustu, en ekki það sjálft. Hugsið ykkur einnig sorg foreldra þessa barns sem vita að þau hafa ekki efni á því að veita barni sínu þessa nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu. Þau hafa ekki efni á því að bæta líf barns síns. Börnum er mismunað eftir efnahag Þetta er því miður raunveruleiki sumra barna á Íslandi þegar kemur að tannréttingum. Tannréttingar barna eru heilbrigðisþjónusta fyrir börn en tannréttingar barna hafa einfaldlega orðið eftir og þær eru dýrar. Tannréttingar barna geta hæglega kostað fjölskyldur yfir eina milljón kr. og jafnvel kostað allt að tveimur milljónum kr. fyrir eitt barn. Þessu til viðbótar þurfa oft fleiri en eitt barn innan sömu fjölskyldu á tannréttingum að halda. Það segir sig sjálft að ekki hafa allir efni á slíku. Því foreldrar bera núna þennan gríðarlega kostnað og efnaminni foreldrar veigra sér við að ráðast í tannréttingar barna sinna vegna efnahags. Það er fullkomlega óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra þegar kemur að tannréttingum. Gjaldfrjálsar tannréttingar Tannlækningar barna voru gerðar að fullu gjaldfrjálsar árið 2018 undir forystu Guðbjarts heitins Hannessonar velferðarráðherra. Það var mikið gæfuskref en nú ætti að vera komið að tannréttingum. Ég hef því nú samið og lagt fram þingmál á Alþingi sem gerir tannréttingar barna gjaldfrjálsar. Áætla má að kostnaður við gjaldfrjálsar tannréttingar barna geti numið um 1,5 milljörðum kr. en núna lendir þessi kostnaður hjá barnafjölskyldum. Fram til ársins 1992 var verulegur hluti af tannréttingakostnaði endurgreiddur sem er ekki lengur raunin. Einungis langalvarlegustu málin geta fengið 95% endurgreiðslu en þau eru eðli málsins mjög fá. Önnur börn geta fengið að hámarki 150.000 kr. styrk sem dugar skammt þegar algengur kostnaður við tannréttingar er 800 þúsund til 1,2 milljón kr. Þessu til viðbótar hefur þessi lága styrkupphæð ekki breyst í 20 ár. Ef styrkurinn hefði fylgt verðlagi væri hann nú um 340 þúsund kr. Á Norðurlöndunum eru tannréttingar barna styrktar mun meira en á Íslandi. Við erum því eftirbátar á þessu sviði, eins og mörgum öðrum, þegar kemur að velferð barna og barnafjölskyldna. Hver eru bestu þingmálin? Hver eru raunverulega bestu þingmálin? Það eru þingmál sem skipta máli bæði fyrir börn og barnafjölskyldur, ekki síst þeirra sem hafa minna fé milli handanna. Þetta þingmál um gjaldfrjálsar tannréttingar sem ég hef nú lagt fram á Alþingi er eitt af þeim. Tökum því þetta eðlilega og réttláta skref saman. Jöfnum leikinn fyrir öll börn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugsið ykkur lítið barn sem fær ekki sömu heilbrigðisþjónustu og önnur börn, heilbrigðisþjónustu sem myndi bæði bæta heilsu þessa barns og sjálfstraust. Hugsið ykkur sorg þessa barns. Barnið sér jafnvel að jafnaldrar þess fá þessa heilbrigðisþjónustu, en ekki það sjálft. Hugsið ykkur einnig sorg foreldra þessa barns sem vita að þau hafa ekki efni á því að veita barni sínu þessa nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu. Þau hafa ekki efni á því að bæta líf barns síns. Börnum er mismunað eftir efnahag Þetta er því miður raunveruleiki sumra barna á Íslandi þegar kemur að tannréttingum. Tannréttingar barna eru heilbrigðisþjónusta fyrir börn en tannréttingar barna hafa einfaldlega orðið eftir og þær eru dýrar. Tannréttingar barna geta hæglega kostað fjölskyldur yfir eina milljón kr. og jafnvel kostað allt að tveimur milljónum kr. fyrir eitt barn. Þessu til viðbótar þurfa oft fleiri en eitt barn innan sömu fjölskyldu á tannréttingum að halda. Það segir sig sjálft að ekki hafa allir efni á slíku. Því foreldrar bera núna þennan gríðarlega kostnað og efnaminni foreldrar veigra sér við að ráðast í tannréttingar barna sinna vegna efnahags. Það er fullkomlega óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra þegar kemur að tannréttingum. Gjaldfrjálsar tannréttingar Tannlækningar barna voru gerðar að fullu gjaldfrjálsar árið 2018 undir forystu Guðbjarts heitins Hannessonar velferðarráðherra. Það var mikið gæfuskref en nú ætti að vera komið að tannréttingum. Ég hef því nú samið og lagt fram þingmál á Alþingi sem gerir tannréttingar barna gjaldfrjálsar. Áætla má að kostnaður við gjaldfrjálsar tannréttingar barna geti numið um 1,5 milljörðum kr. en núna lendir þessi kostnaður hjá barnafjölskyldum. Fram til ársins 1992 var verulegur hluti af tannréttingakostnaði endurgreiddur sem er ekki lengur raunin. Einungis langalvarlegustu málin geta fengið 95% endurgreiðslu en þau eru eðli málsins mjög fá. Önnur börn geta fengið að hámarki 150.000 kr. styrk sem dugar skammt þegar algengur kostnaður við tannréttingar er 800 þúsund til 1,2 milljón kr. Þessu til viðbótar hefur þessi lága styrkupphæð ekki breyst í 20 ár. Ef styrkurinn hefði fylgt verðlagi væri hann nú um 340 þúsund kr. Á Norðurlöndunum eru tannréttingar barna styrktar mun meira en á Íslandi. Við erum því eftirbátar á þessu sviði, eins og mörgum öðrum, þegar kemur að velferð barna og barnafjölskyldna. Hver eru bestu þingmálin? Hver eru raunverulega bestu þingmálin? Það eru þingmál sem skipta máli bæði fyrir börn og barnafjölskyldur, ekki síst þeirra sem hafa minna fé milli handanna. Þetta þingmál um gjaldfrjálsar tannréttingar sem ég hef nú lagt fram á Alþingi er eitt af þeim. Tökum því þetta eðlilega og réttláta skref saman. Jöfnum leikinn fyrir öll börn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun