Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 09:52 Bráðalæknar segja möguleg alvarleg atvik sem kunni að koma upp vegna manneklu í sumar vera á ábyrgð stjórnenda Landspítalans og ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. Ekki næst skilgreind neyðarmönnun bráðalækna á bráðdeildinni í Fossvogi þessa stundina og í allt sumar, að því er segir í ályktun sem Félag bráðalækna sendi frá sér í dag. Í sumar verði að megninu til fimm vaktalínur en stundum færri. Í verkföllum er gert ráð fyrir sjö vaktalínum. Með þessu telja bráðalæknar að Landspítalinn og íslenska ríkið þvingi þá og annað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu við óviðunandi aðstæður. Embætti landslæknis, heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjórnspítalans hafi verið fullkunnugt um að í þetta stefndi í sumar. „Það er algjörlega ljóst að á bráðadeild Landspítala er verið að stofna veikum og slösuðum sjúklingum í hættu með grafalvarlegri undirmönnun. Líkur á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu eru yfirgnæfandi. Öryggi sjúklinga er ekki tryggt. Lífi og heilsu landsmanna er stefnt í hættu,“ segir í ályktuninni sem var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Krefjast bráðalæknar þess að landlæknir knýi á um tafalausar úrbætur af hálfu framkvæmdastjórnar og forstjóra Landspítalans. „Komi til alvarlegra atvika á bráðadeild sem rekja má til manneklu, ófullnægjandi starfsaðstöðu eða annarra tengdra þátta, vísum við allri ábyrgð á þeim atvikum til forstjóra Landspítala, Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem æðsta yfirmanns heilbrigðismála, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Alþingis sem fer með fjárveitingarvald ríkisins,“ ályktuðu bráðalæknar. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ekki næst skilgreind neyðarmönnun bráðalækna á bráðdeildinni í Fossvogi þessa stundina og í allt sumar, að því er segir í ályktun sem Félag bráðalækna sendi frá sér í dag. Í sumar verði að megninu til fimm vaktalínur en stundum færri. Í verkföllum er gert ráð fyrir sjö vaktalínum. Með þessu telja bráðalæknar að Landspítalinn og íslenska ríkið þvingi þá og annað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu við óviðunandi aðstæður. Embætti landslæknis, heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjórnspítalans hafi verið fullkunnugt um að í þetta stefndi í sumar. „Það er algjörlega ljóst að á bráðadeild Landspítala er verið að stofna veikum og slösuðum sjúklingum í hættu með grafalvarlegri undirmönnun. Líkur á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu eru yfirgnæfandi. Öryggi sjúklinga er ekki tryggt. Lífi og heilsu landsmanna er stefnt í hættu,“ segir í ályktuninni sem var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Krefjast bráðalæknar þess að landlæknir knýi á um tafalausar úrbætur af hálfu framkvæmdastjórnar og forstjóra Landspítalans. „Komi til alvarlegra atvika á bráðadeild sem rekja má til manneklu, ófullnægjandi starfsaðstöðu eða annarra tengdra þátta, vísum við allri ábyrgð á þeim atvikum til forstjóra Landspítala, Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem æðsta yfirmanns heilbrigðismála, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Alþingis sem fer með fjárveitingarvald ríkisins,“ ályktuðu bráðalæknar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira