Glundroði í EM-hópi Spánverja eftir að fyrirliðinn greindist með Covid-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 09:02 Sergio Busquets gæti hafa smitað einhverja aðra í spænska EM-hópnum en það kemur ekki í ljós strax. Getty/Angel Martinez Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er kominn með kórónuveiruna og það hefur sett stórt strik í reikninginn í lokaundirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu. Busquets greindist með kórónuveiruna á sunnudagsmorgunn og allt spænska liðið fór í framhaldinu í sóttkví og getur ekki spilað lokaundirbúningsleik sinn á móti Litháen. Góður fréttirnar voru þó að allir hinir í 24 manna hópi Spánverjar fengu neikvæða niðurstöðu úr prófinu. Slæmu fréttirnar er að allt spænska landsliðið er komið í tíu daga sóttkví og á því í raun að vera í sóttkví þegar fyrsti leikur liðsins á EM fer fram. Spain have had to pull out of their final Euro 2020 warm-up match due to Sergio Busquets' positive Covid test.— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2021 Landsleikur Spánverja og Litháa mun fara fram en Spánverjar munu tefla þar fram 21 árs landsliðinu sínu. Allir leikmenn spænska landsliðsins eru í sóttkví og verða prófaðir á næstu dögum. Það er enn hætta á hópsýkingu innan liðsins en næstu dagar munu opinbera það hvort að kórónuveiran hafi dreifst á milli manna. Það er líka spurning um hvaða áhrif þetta hefur á portúgalska hópinn en Busquets spilaði vináttulandsleik þjóðanna fyrir nokkrum dögum. Allur spænski hópurinn sem telur fimmtíu manns mun fara í annað kórónuveirupróf í dag og má búast við því að hann verði prófaður daglega fram að EM til að fullvissa alla um að ekki sé hópsýking í gangi. Spain squad in isolation after Sergio Busquets tests positive for Covid https://t.co/cuZo0u7AdE— The Guardian (@guardian) June 6, 2021 Leikmenn munu því ekki æfa saman sem lið á næstunni en leikmenn fá væntanlega að æfa í einrúmi. Spænska knattspyrnusambandið hefur líka aflýst öllum viðburðum hjá landsliðinu eins og blaðamannafundum og öðrum heimsóknum utanaðkomandi. Nú eru bara vika í fyrsta leik Spánverja á EM sem verður á móti Svíum í Sevilla 14. júní næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique valdi bara 24 manna hóp en hver þjóð má mæta með 26 menn á þetta Evrópumót. UEFA leyfir Enrique að kalla á leikmanna í staðinn fyrir Sergio Busquets en hann má ekki taka inn þessa tvo sem vantaði upp á. Sergio Busquets has tested positive for COVID-19 the midfielder is isolating after captaining the team in the 0-0 draw with Portugal on Friday.Spain's first game at the Euros is on June 14 vs. Sweden. pic.twitter.com/8RK4mC2trg— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Ef smit Sergio Busquets breytist í hópsmit þá á spænska landsliðið á hættu á því að vera dæmt úr leik áður en Evrópumótið byrjar. Í framhaldi af þessum fréttum hafa forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins gagnrýnt það harðlega að spænska liðið hafi ekki fengið bólusetningu eins og spænska íþróttafólkið sem er á leið á Ólympíuleikanna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Busquets greindist með kórónuveiruna á sunnudagsmorgunn og allt spænska liðið fór í framhaldinu í sóttkví og getur ekki spilað lokaundirbúningsleik sinn á móti Litháen. Góður fréttirnar voru þó að allir hinir í 24 manna hópi Spánverjar fengu neikvæða niðurstöðu úr prófinu. Slæmu fréttirnar er að allt spænska landsliðið er komið í tíu daga sóttkví og á því í raun að vera í sóttkví þegar fyrsti leikur liðsins á EM fer fram. Spain have had to pull out of their final Euro 2020 warm-up match due to Sergio Busquets' positive Covid test.— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2021 Landsleikur Spánverja og Litháa mun fara fram en Spánverjar munu tefla þar fram 21 árs landsliðinu sínu. Allir leikmenn spænska landsliðsins eru í sóttkví og verða prófaðir á næstu dögum. Það er enn hætta á hópsýkingu innan liðsins en næstu dagar munu opinbera það hvort að kórónuveiran hafi dreifst á milli manna. Það er líka spurning um hvaða áhrif þetta hefur á portúgalska hópinn en Busquets spilaði vináttulandsleik þjóðanna fyrir nokkrum dögum. Allur spænski hópurinn sem telur fimmtíu manns mun fara í annað kórónuveirupróf í dag og má búast við því að hann verði prófaður daglega fram að EM til að fullvissa alla um að ekki sé hópsýking í gangi. Spain squad in isolation after Sergio Busquets tests positive for Covid https://t.co/cuZo0u7AdE— The Guardian (@guardian) June 6, 2021 Leikmenn munu því ekki æfa saman sem lið á næstunni en leikmenn fá væntanlega að æfa í einrúmi. Spænska knattspyrnusambandið hefur líka aflýst öllum viðburðum hjá landsliðinu eins og blaðamannafundum og öðrum heimsóknum utanaðkomandi. Nú eru bara vika í fyrsta leik Spánverja á EM sem verður á móti Svíum í Sevilla 14. júní næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique valdi bara 24 manna hóp en hver þjóð má mæta með 26 menn á þetta Evrópumót. UEFA leyfir Enrique að kalla á leikmanna í staðinn fyrir Sergio Busquets en hann má ekki taka inn þessa tvo sem vantaði upp á. Sergio Busquets has tested positive for COVID-19 the midfielder is isolating after captaining the team in the 0-0 draw with Portugal on Friday.Spain's first game at the Euros is on June 14 vs. Sweden. pic.twitter.com/8RK4mC2trg— B/R Football (@brfootball) June 6, 2021 Ef smit Sergio Busquets breytist í hópsmit þá á spænska landsliðið á hættu á því að vera dæmt úr leik áður en Evrópumótið byrjar. Í framhaldi af þessum fréttum hafa forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins gagnrýnt það harðlega að spænska liðið hafi ekki fengið bólusetningu eins og spænska íþróttafólkið sem er á leið á Ólympíuleikanna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira