Danir kveðja grímurnar nær alfarið eftir nýtt samkomulag um tilslakanir Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2021 07:42 Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, og Mette Frederiksen forsætisráðherra. EPA Danskir þingmenn náðu seint í nótt – eftir um tólf tíma samningaviðræður sín á milli – samkomulagi um nýjar tilslakanir í landinu. Samkomulagið felur meðal annars í sér að frá næsta mánudegi munu Danir einungis þurfa að bera grímu í almenningssamgöngum, og þá bara þeir sem standa. Grímuskyldu verður svo alfarið afnumin fyrsta dag septembermánaðar. Heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke greindi frá samkomulaginu í nótt, en tæpur þriðjungur Dana telst nú fullbólusettur gegn kórónuveirunni. Veitingastaðir og barir mega frá morgundeginum hafa opið og selja áfengi til miðnættis, í stað klukkan 22 líkt og verið hefur síðustu vikurnar. Frá miðjum júlí má svo hafa opið til klukkan tvö. Frá 1. júlí munu samkomur miðast við 250 manns að hámarki. Dómsmálaráðherrann Nick Hækkerup segir að áfram verði víða notast við hið svokallaða kórónuvegabréf til að fá aðgang að ákveðnum stöðum. Kórónuvegabréfið er opinbert stafrænt vottorð sem sýnir fram á að viðkomandi sé annað hvort bólusettur, hefur fengið Covid-19 síðasta hálfa árið eða þá hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á síðustu þremur sólarhringum. Notkun vegabréfsins verður afnumin í skrefum. Allir stjórnmálaflokkar á danska þinginu – að Nýjum borgaralegum fráskildum með sína fjóra þingmenn – standa að samkomulaginu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Samkomulagið felur meðal annars í sér að frá næsta mánudegi munu Danir einungis þurfa að bera grímu í almenningssamgöngum, og þá bara þeir sem standa. Grímuskyldu verður svo alfarið afnumin fyrsta dag septembermánaðar. Heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke greindi frá samkomulaginu í nótt, en tæpur þriðjungur Dana telst nú fullbólusettur gegn kórónuveirunni. Veitingastaðir og barir mega frá morgundeginum hafa opið og selja áfengi til miðnættis, í stað klukkan 22 líkt og verið hefur síðustu vikurnar. Frá miðjum júlí má svo hafa opið til klukkan tvö. Frá 1. júlí munu samkomur miðast við 250 manns að hámarki. Dómsmálaráðherrann Nick Hækkerup segir að áfram verði víða notast við hið svokallaða kórónuvegabréf til að fá aðgang að ákveðnum stöðum. Kórónuvegabréfið er opinbert stafrænt vottorð sem sýnir fram á að viðkomandi sé annað hvort bólusettur, hefur fengið Covid-19 síðasta hálfa árið eða þá hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á síðustu þremur sólarhringum. Notkun vegabréfsins verður afnumin í skrefum. Allir stjórnmálaflokkar á danska þinginu – að Nýjum borgaralegum fráskildum með sína fjóra þingmenn – standa að samkomulaginu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira