Skoraði lykilkörfuna þegar aðrir biðu eftir leikhléi Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 08:30 Giannis Antetokounmpo með boltann í leiknum við Brooklyn í nótt. AP/Morry Gash Milwaukee Bucks sluppu naumlega við að lenda 3-0 undir í einvígi sínu við Brooklyn Nets í nótt þegar Bucks unnu 86-83 sigur. Utah Jazz er komið í 2-0 gegn LA Clippers eftir 117-111 sigur. Brooklyn og Milwaukee eigast við í undanúrslitum austurdeildar. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum var Milwaukee undir, 83-82, þegar Giannis Antetokounmpo greip frákast 18 sekúndum fyrir leikslok. Flestir bjuggust kannski við því að Jrue Holiday myndi biðja um leikhlé til að ákveða hvernig lokasókn Milwaukee ætti að vera en þess í stað keyrði hann að körfunni, með 11,4 sekúndur eftir, og kom liðinu yfir. Jrue Holiday's go-ahead layup is the #CloroxClutch play of the night! pic.twitter.com/nMYK6mmDb0— NBA (@NBA) June 11, 2021 „Mér leið eins og að þeir héldu að ég myndi biðja um leikhlé. Ég held líka að ég hafi hugsað um að ég ætti að láta meiri tíma líða. En ég sá Bruce Brown einn gegn einum, svo ég lét til skarar skríða. Það gekk vel og ég náði á endanum sniðskoti,“ sagði Holiday. Síðustu stig leiksins voru úr vítaskotum Khris Middleton. Kevin Durant reyndi þriggja stiga skot til að jafna metin með flautukörfu en það gekk ekki upp. MIddleton var stigahæstur hjá Milwaukee með 35 stig og hann tók 15 fráköst. Antetokounmpo skoraði 33 stig og tók 14 fráköst. Hjá Brooklyn var Durant atkvæðamestur með 30 stig og 11 fráköst. Donovan Mitchell var í aðalhlutverki hjá Utah Jazz gegn Clippers og skoraði 37 stig. Utah lokaði vörninni í lokin og Mitchell tryggði sigurinn þegar 43 sekúndur voru eftir. Hann virtist reyndar meiða sig þegar tíu sekúndur voru eftir, eftir brot Paul George, en kvartaði ekki: „Það er í lagi með mig núna. Ég labbaði inn hingað og ef þið viljið að ég hlaupi þá get ég það. Ég er góður,“ sagði Mitchell við fjölmiðlamenn. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Brooklyn og Milwaukee eigast við í undanúrslitum austurdeildar. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum var Milwaukee undir, 83-82, þegar Giannis Antetokounmpo greip frákast 18 sekúndum fyrir leikslok. Flestir bjuggust kannski við því að Jrue Holiday myndi biðja um leikhlé til að ákveða hvernig lokasókn Milwaukee ætti að vera en þess í stað keyrði hann að körfunni, með 11,4 sekúndur eftir, og kom liðinu yfir. Jrue Holiday's go-ahead layup is the #CloroxClutch play of the night! pic.twitter.com/nMYK6mmDb0— NBA (@NBA) June 11, 2021 „Mér leið eins og að þeir héldu að ég myndi biðja um leikhlé. Ég held líka að ég hafi hugsað um að ég ætti að láta meiri tíma líða. En ég sá Bruce Brown einn gegn einum, svo ég lét til skarar skríða. Það gekk vel og ég náði á endanum sniðskoti,“ sagði Holiday. Síðustu stig leiksins voru úr vítaskotum Khris Middleton. Kevin Durant reyndi þriggja stiga skot til að jafna metin með flautukörfu en það gekk ekki upp. MIddleton var stigahæstur hjá Milwaukee með 35 stig og hann tók 15 fráköst. Antetokounmpo skoraði 33 stig og tók 14 fráköst. Hjá Brooklyn var Durant atkvæðamestur með 30 stig og 11 fráköst. Donovan Mitchell var í aðalhlutverki hjá Utah Jazz gegn Clippers og skoraði 37 stig. Utah lokaði vörninni í lokin og Mitchell tryggði sigurinn þegar 43 sekúndur voru eftir. Hann virtist reyndar meiða sig þegar tíu sekúndur voru eftir, eftir brot Paul George, en kvartaði ekki: „Það er í lagi með mig núna. Ég labbaði inn hingað og ef þið viljið að ég hlaupi þá get ég það. Ég er góður,“ sagði Mitchell við fjölmiðlamenn.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira