Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 08:08 Chow gengur hér í gegn um mannmergðina sem safnaðist fyrir utan fangelsið sem henni var sleppt úr í dag. Getty/Geovien So/ Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. Hinn 24 ára gamli aðgerðarsinni var sakfelld ásamt sambaráttumanni hennar Joshua Wong vegna þátttöku þeirra í ólöglegum mótmælum nærri höfuðstöðvum lögreglunnar í Hong Kong. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og börðust gegn aukinni stjórn kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Wong er enn í fangelsi og enn er ekki ljóst hvers vegna Chow var sleppt úr haldi, en hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. Fangelsismálastofnun Hong Kong sagðist ekki ætla að tjá sig um einstök mál samkvæmt frétt Reuters. Hún ræddi ekki við fjölmiðla eftir að hún var leyst úr haldi og dreif hún sig inn í bíl með vinum sínum og sambaráttumönnum. Stuðningsmenn hennar, sem voru saman komnir fyrir utan Tai Lam fangelsið, hrópuðu til hennar „Agnes Chow bættu við olíu,“ sem er vonlaus tilraun til beinþýðingar á hvatningarkveðju á kantónísku, sem var mikið notuð í mótmælunum árið 2019. Einhverjir stuðningsmenn klæddust svörtu og báru gular grímur eða regnhlífar, sem hefur verið ráðandi tákn í mótmælum í borginni allt frá árinu 2014. Chow, Womg og Nathan Law, sem hefur verið veitt hæli í Bretlandi, urðu þjóðþekktir aðgerðasinnar eftir að þau tóku þátt í mótmælum árið 2014 þar sem þess var krafist að allir fengju kosningarétt. Þremenningarnir stofnuðu samtökin Demosisto árið 2016 sem voru leyst upp aðeins nokkrum klukkustundum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt af stjórnvöldum í Peking. Aðgerðasinnar hræddust að meðlimir samtakanna yrðu gerðir að skotspóni vegna laganna. Demosisto-samtökin börðust fyrir auknu lýðræði og voru áberandi í mótmælunum 2019. Öryggislögin hafa bælt niður lýðræðishreyfinguna í héraðinu og hafa valdið aðgerðasinnum áhyggjum um að Hong Kong sé að missa sjálfstæði sitt. Hong Kong var lofað því, þegar Bretland afhenti Kína héraðið árið 1997, að það yrði hluti af Kína en fengi þó sitt eigið stjórnkerfi. Það loforð virðist hins vegar ekki vera ofarlega í huga stjórnvalda. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Hinn 24 ára gamli aðgerðarsinni var sakfelld ásamt sambaráttumanni hennar Joshua Wong vegna þátttöku þeirra í ólöglegum mótmælum nærri höfuðstöðvum lögreglunnar í Hong Kong. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og börðust gegn aukinni stjórn kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Wong er enn í fangelsi og enn er ekki ljóst hvers vegna Chow var sleppt úr haldi, en hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. Fangelsismálastofnun Hong Kong sagðist ekki ætla að tjá sig um einstök mál samkvæmt frétt Reuters. Hún ræddi ekki við fjölmiðla eftir að hún var leyst úr haldi og dreif hún sig inn í bíl með vinum sínum og sambaráttumönnum. Stuðningsmenn hennar, sem voru saman komnir fyrir utan Tai Lam fangelsið, hrópuðu til hennar „Agnes Chow bættu við olíu,“ sem er vonlaus tilraun til beinþýðingar á hvatningarkveðju á kantónísku, sem var mikið notuð í mótmælunum árið 2019. Einhverjir stuðningsmenn klæddust svörtu og báru gular grímur eða regnhlífar, sem hefur verið ráðandi tákn í mótmælum í borginni allt frá árinu 2014. Chow, Womg og Nathan Law, sem hefur verið veitt hæli í Bretlandi, urðu þjóðþekktir aðgerðasinnar eftir að þau tóku þátt í mótmælum árið 2014 þar sem þess var krafist að allir fengju kosningarétt. Þremenningarnir stofnuðu samtökin Demosisto árið 2016 sem voru leyst upp aðeins nokkrum klukkustundum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt af stjórnvöldum í Peking. Aðgerðasinnar hræddust að meðlimir samtakanna yrðu gerðir að skotspóni vegna laganna. Demosisto-samtökin börðust fyrir auknu lýðræði og voru áberandi í mótmælunum 2019. Öryggislögin hafa bælt niður lýðræðishreyfinguna í héraðinu og hafa valdið aðgerðasinnum áhyggjum um að Hong Kong sé að missa sjálfstæði sitt. Hong Kong var lofað því, þegar Bretland afhenti Kína héraðið árið 1997, að það yrði hluti af Kína en fengi þó sitt eigið stjórnkerfi. Það loforð virðist hins vegar ekki vera ofarlega í huga stjórnvalda.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04
Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15