Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 08:08 Chow gengur hér í gegn um mannmergðina sem safnaðist fyrir utan fangelsið sem henni var sleppt úr í dag. Getty/Geovien So/ Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. Hinn 24 ára gamli aðgerðarsinni var sakfelld ásamt sambaráttumanni hennar Joshua Wong vegna þátttöku þeirra í ólöglegum mótmælum nærri höfuðstöðvum lögreglunnar í Hong Kong. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og börðust gegn aukinni stjórn kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Wong er enn í fangelsi og enn er ekki ljóst hvers vegna Chow var sleppt úr haldi, en hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. Fangelsismálastofnun Hong Kong sagðist ekki ætla að tjá sig um einstök mál samkvæmt frétt Reuters. Hún ræddi ekki við fjölmiðla eftir að hún var leyst úr haldi og dreif hún sig inn í bíl með vinum sínum og sambaráttumönnum. Stuðningsmenn hennar, sem voru saman komnir fyrir utan Tai Lam fangelsið, hrópuðu til hennar „Agnes Chow bættu við olíu,“ sem er vonlaus tilraun til beinþýðingar á hvatningarkveðju á kantónísku, sem var mikið notuð í mótmælunum árið 2019. Einhverjir stuðningsmenn klæddust svörtu og báru gular grímur eða regnhlífar, sem hefur verið ráðandi tákn í mótmælum í borginni allt frá árinu 2014. Chow, Womg og Nathan Law, sem hefur verið veitt hæli í Bretlandi, urðu þjóðþekktir aðgerðasinnar eftir að þau tóku þátt í mótmælum árið 2014 þar sem þess var krafist að allir fengju kosningarétt. Þremenningarnir stofnuðu samtökin Demosisto árið 2016 sem voru leyst upp aðeins nokkrum klukkustundum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt af stjórnvöldum í Peking. Aðgerðasinnar hræddust að meðlimir samtakanna yrðu gerðir að skotspóni vegna laganna. Demosisto-samtökin börðust fyrir auknu lýðræði og voru áberandi í mótmælunum 2019. Öryggislögin hafa bælt niður lýðræðishreyfinguna í héraðinu og hafa valdið aðgerðasinnum áhyggjum um að Hong Kong sé að missa sjálfstæði sitt. Hong Kong var lofað því, þegar Bretland afhenti Kína héraðið árið 1997, að það yrði hluti af Kína en fengi þó sitt eigið stjórnkerfi. Það loforð virðist hins vegar ekki vera ofarlega í huga stjórnvalda. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Hinn 24 ára gamli aðgerðarsinni var sakfelld ásamt sambaráttumanni hennar Joshua Wong vegna þátttöku þeirra í ólöglegum mótmælum nærri höfuðstöðvum lögreglunnar í Hong Kong. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og börðust gegn aukinni stjórn kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Wong er enn í fangelsi og enn er ekki ljóst hvers vegna Chow var sleppt úr haldi, en hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. Fangelsismálastofnun Hong Kong sagðist ekki ætla að tjá sig um einstök mál samkvæmt frétt Reuters. Hún ræddi ekki við fjölmiðla eftir að hún var leyst úr haldi og dreif hún sig inn í bíl með vinum sínum og sambaráttumönnum. Stuðningsmenn hennar, sem voru saman komnir fyrir utan Tai Lam fangelsið, hrópuðu til hennar „Agnes Chow bættu við olíu,“ sem er vonlaus tilraun til beinþýðingar á hvatningarkveðju á kantónísku, sem var mikið notuð í mótmælunum árið 2019. Einhverjir stuðningsmenn klæddust svörtu og báru gular grímur eða regnhlífar, sem hefur verið ráðandi tákn í mótmælum í borginni allt frá árinu 2014. Chow, Womg og Nathan Law, sem hefur verið veitt hæli í Bretlandi, urðu þjóðþekktir aðgerðasinnar eftir að þau tóku þátt í mótmælum árið 2014 þar sem þess var krafist að allir fengju kosningarétt. Þremenningarnir stofnuðu samtökin Demosisto árið 2016 sem voru leyst upp aðeins nokkrum klukkustundum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt af stjórnvöldum í Peking. Aðgerðasinnar hræddust að meðlimir samtakanna yrðu gerðir að skotspóni vegna laganna. Demosisto-samtökin börðust fyrir auknu lýðræði og voru áberandi í mótmælunum 2019. Öryggislögin hafa bælt niður lýðræðishreyfinguna í héraðinu og hafa valdið aðgerðasinnum áhyggjum um að Hong Kong sé að missa sjálfstæði sitt. Hong Kong var lofað því, þegar Bretland afhenti Kína héraðið árið 1997, að það yrði hluti af Kína en fengi þó sitt eigið stjórnkerfi. Það loforð virðist hins vegar ekki vera ofarlega í huga stjórnvalda.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04
Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15